Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 26
ÞRJAR KANNANIR Á VEGUM FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Ofbeldi á vinnustöðum Að undanförnu hefur umræða um ofbeldi á íslandi aukist, m.a. ofbeldi sem starfs- fólk verður fyrir á vinnustöðum, t.d. heil- brigðisstofnunum, meðferðarstofnunum, fangelsum og heimilum skjólstæðinga. Félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Starfsmannafélagi ríkisstofnana og Starfsmannafélaginu Sókn, sem starfa á þessum stofnunum hafa í auknum mæli leitað liðsinnis stétlarfélaga sinna vegna ofbeldis eða ofloeldisógnunar sem þeir hafa orðið fyrir á vinnustöðum sínum. Þeir hafa einnig leitað aðstoðar við að kanna réttarslöðu sína vegna líkamlegra eða andlegra áverka sem þeir hafa hlotið af ofbeldi á vinnustað. Framangreind stéttarfélög hafa nú bundist samtökum um að gera úttekt á ofbeldi sem félagsmenn þeirra verða fyrir á vinnustöðum sfnum. Tilgangur verkefnisins er: 1. Að afla upplýsinga um hvort og hvernig ofbeldi er beitt gagnvart félagsmönnum stéttarfélaga á vinnustöðum þeirra, hverjir eru þolendur og hverjir eru gerendur ofbeldis og hve miklir áverkarnir eru. 2. Að afla upplýsinga um varúðar- ráðstafanir sem heilbrigðisyfirvöld eða stofnanir gera til að koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart starfsfólki, hvaða þjálfun og leiðbeiningar starfsfólk fær til að forðast og bregðast við ofbeldi og hvaða aðstoð stendur starfsfólki til boða sem verður fyrir ofbeldi. 3. Að kanna réttarstöðu starfsfólks sem verður fyrir ofbeldi og kanna hvort þörf er á sérstökum tryggingum fyrir starfsfólk vegna slysahættu. Niðurstöður athugunarinnar verða notaðar til að: - Vekja alhygli á ofljeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðisstofnunum. - Hvetja til bættrar atvikaskráningar vegna ofbeldis. - Hafa áhrif á mótun öryggisreglna t.d. varðandi mönnun og öryggis- ráðstafanir til að bregðast á við yfirvofandi ofbeldi. - Hafa áhrif á mótun reglna um aðstoð við starfsfólk sem verður fyrir ofbeldi. - Leitast við að bæta réttarstöðu þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Gert er ráð fyrir að könnunin verði gerð í samvinnu við virt fyrirtæki eða stofnanir Háskóla Islands til að tryggja óhlut- drægni og gæði. Leilað hefur verið eftir fjárstuðningi frá ýmsum opinberum aðilum. Ásta Möller MALÞING UM GÆÐASTJÓRNUN Málþing um gæðastjórnun í hjúkrun verður haldið 28. mars 1996 í húsakynnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins fyrir 25. mars nk. í síma 568 7575. Nánari upplýsingar veita Margrét Björnsdóttir í síma 525 1555 og Ásta Thoroddsen í síma 525 1026. íslenskir hjukrunarfræðingar erlendis Öllum íslenskum hjúkrunarfræðingum, sem skv. félagaskrá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru búsettir erlendis, alls 158, var sendur spurningalisti í janúar sl. Með könnuninni er verið að leita svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvers vegna flytjast íslenskir hjúkrunarfræðingar til útlanda'? 2. Hver eru viðfangsefni íslenskra hjúkrunarfræðinga í útlöndum? 3. Hvernig er menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga metin í útlöndum? 4. Eru laun íslenskra hjúkmnar- fræðinga í útlöndum sambærileg við það sem gerist hér á landi? 5. Eru íslenskir hjúkrunarfræðingar í útlöndum félagar í fagfélagi búsetulandsins? 6. Getur Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga þjónað félagsmönnum sínum í útlöndum öðruvísi eða betur en nú er gert? Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar þar sem þær gefa m.a. vísbendingar um hvernig hjúkrunarfræðingar skila sér úl á vinnumarkaðinn og hvernig menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga er metin erlendis. Þátttaka er að sjálfsögðu frjáls en viðbrögð þeirra sem fengu listann sendan hafa verið góð og útlit er fyrir góðar heimtur. Vænta má að niðurstöður verði kynntar í vor. Þorgerður Ragnarsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir Gæðaverkefni í hjúkrun Gæðastjórnunarnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undirbýr nú könnun sem send verður á heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og hjúkrunarheimili í byrjun febrúar. Markmið könnunarinnar er að fá upplýsingar um þau gæða- og þróunar- verkefni sem hjúkrunarfræðingar eru að vinna á stofnunum. Niðurstöður verða kynntar á málþingi um gæðastjórnun í hjúkrun 28. mars 1996 (sjá auglýsingu hér á síðunni). Þar gefst félagsmönnum kostur á að kynna gæðaverkefni og taka þátt í umræðum og stefnumótun um gæðastjórnun í hjúkrun. Margrét Björnsdóttir TÍMARIT I IJIJKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.