Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 34
Þankastrik Þankastrik erfastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. I Þankastriki gefst hjúkrunarfrœðingum kostur á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir getafjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundinum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafrœði þess. Kristín N. Jónsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Sjöfn Kjartansdóttur, sem hér tekur upp þráðinn. Næsti — Gjörið svo vel! Sjöfn Kjartansdóttir * r ■ I J g varð mjög undrandi um daginn |>egar lítil frænka mín kom til mín og sagði mér í trúnaði að liún vildi verða hjúkrunarkona þegar hún yrði stór. Ég hélt auðvitað að hún væri að gleðja mig og spurði varfærnislega: „Hvers vegna?" Hún sagði mér þá með aðdáunarglampa í augunum að þá gæti hún komið svona fram og sagt: „Næsti — gjörið svo vel". Mér var allri lokið. Þegar ég var lítil stúlka að alast upp í Reykjavík, ætlaði ég mér að verða hjúkrunarkona þegar ég yrði stór. Eg var aldeilis ekki ein um þá ætlun því við vorum margar vinkonumar sem dreymdi um að verða hjúkrunarkonur. Hjúkmnarkonur voru í okkar huga fallegar, klárar og brosmildar konur sem áttu lykilhlutverki að gegna þegar sjúkir og sorgmæddir vom annars vegar. Þær áttu stóran }>átt í að gera líf þeirra sem sjúkir voru og þjáðir bærilegra nieð þekkingu sinni og færni í mannlegum samskiptum og hlýju viðmóti. Auðvitað hugsuðum við ekki svona um hjúkrunarkonurnar, en þær voru a.m.k. góðar konur og hjálpuðu öðmm að líða vel og þess vegna var maður aldrei hræddur við sjúkrahúsin því að þar voru góðu konurnar að vinna. Svo var það skyndilega að ég hætti við að verða hjúkrunarkona. Hvort það var vegna þess að ég lagðist inn á sjúkrahús sem barn veit ég ekki en við tóku „háleilari" markmið um störf. Má þar nefna afgreiðslukona í mjólkurbúð, bankakona eða jafnvel störf í listageiranum svo sem leikkona eða dansari. Núna vilja börn verða leikarar eða söngvarar, kennarar eða slökkviliðsmenn eða jafnvel fréttamenn og þulir 1 sjónvarpinu. Þau velja sér fyrirmyndir sem þau sjá og sem þau heyra að foreldrar þeirra kunna að meta. Þess vegna heyrir maður sjaldan litlar stúlkur lýsa áhuga sínum á að verða hjúkrunarkonur. Nema þá kannski að mæður þeirra eða feður séu hjúkmnarfræðingar. Þá heyrir maður líka oft nærstadda fullorðna spyrja á móti: „Af hverju verður þú ekki frekar læknir?“ Ég er voðalega viðkvæm fyrir þessari spurningu, ha-ha. En ég held að það séu mjög góðar og gildar skýringar á þessu. Bæði þvf að börn óska þess ekki að verða hjúkrunarfræðingar og því að fullorðnir óska þess ekki að börn þeirra verði hjúkmnarfræðingar. I stuttu máli sagt tel ég að fmynd hjúkrunarfræðinga sé fólki mjög óljós. Þeir sem aldrei leggjast inn á sjúkrahús vita ekki livað við gemm og þeir sem liggja inni á sjúkrahúsum vita það varla heldur. Við gemm allt of lftið í því að trana okkur fram í sviðsljósið. Við komum allt of lítið fram í fjölmiðlum og við gemm allt of lítið að því að kynna störf okkar innan spftala sem utan. Ég tel að sjúklingar almennt geri lítinn sem engan greinarmun á þvf hvort konan, sem kemur og hlustar þá í rúminu, er hjúkrunarfræðingur, læknir eða sjúkraliði. Það er kannski umhugsunarvert fyrir okkur hjúkmnarfræðinga að skjólstæðingar okkar séu svo sviptir virðingu sinni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús að í rauninni sé þeim alveg sama hver það er sem kemur og hlustar þá og hvers vegna. Jæja, en höldum okkur við fmynd hjúkmnarfræðinga. Ég tel að hjúkrunarfræðingar þurfi að leggja sameiginlega vinnu í að skapa sér ímynd úti f þjóðfélaginu. Vekja á sér athygli, kynna störf sín og trana sér fram. Kynna fyrir landi og þjóð rannsóknir sínar og störfog vekja þjóðina til umhugsunar um gildi þess að hafa vel menntaða og víðsýna hjúkmnarfræðinga að störfum á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Hiifum við nokkuð að fela? Sjöfn skorar ó Margréti Aðalsteinsdóttur að skrifa næsta Þankastrik. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996 33

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.