Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 35
Fró vinnuverndarnefnd HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG VINNUVERND Hólmfríður Gunnarsdóttir, formaður vinnuverndarnefndar Á vegum Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga starfar vinnuvemdarnefnd sem sérstaklega er ætlað það hlutverk að huga að vinnuvernd stéttarinnar. Guðmunda Sigurðardóttir, hjúkrunar- fræðingur, sem hefur sérmenntun á sviði vinnuverndar, átti drýgstan þátt í því að vekja athygli á mikilvægi málsins og stuðla að lilurð nefndarinnar. Hún á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt. Guðmunda er nú starfandi erlendis, en við sem störfuðum með henni höfum tekið við lampanum og munum reyna að láta Ijósið lýsa. Þótt hugmyndin væri að nefndin sinnti fyrst og fremst vinnuverndar- málum stéttarinnar fannst okkur, sem að þessum málum störfum, að nauðsyn bæri til að taka á verkefninu frá ýmsum hliðum. Grundvallarþekkingar væri þörf á þessu sviði sem kæmi hjúkmnar- fræðingum að haldi, bæði í eigin staifi og þegar að því kæmi að sinna vinnuvernd annarra starfsmanna. Árið 1994 lá fyrir að styrkur hefði fengist frá Félagsmála- ráðuneytinu til að halda námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga um vinnuvernd. Þá ákváðum við að bjóða Félagi íslenskra sjúkraþjálfara, Læknafélagi íslands og Sálfræðingafélagi íslands að taka þátt í námskeiðinu með okkur og héldum það haustið 1994 í samvinnu við Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands. Námskeiðinu var ætlað að glæða áhuga og þekkingu þessara starfshópa á vinnuvernd en allt frá því að lögin um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðuin voru sett 1980 hefur staðið til að koma á heilsuvernd slarfsmanna á Islandi. Þrátt l'yrir ákvæði uni slíkt í lögmn liefur framkvæmdin dregist, en um þessar niundir er starfandi nefnd á veguni Vinnueftirlits ríkisins þar sem verið er að ræða hvernig þessi starfsemi skuli vera. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996 Vinnuvernd í verki Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í starfsmannaheilsuvemd og á þeim vettvangi hafa hjúkmnar- fræðingar mikla og fjölbreytta möguleika til að láta til sín taka. Við þuifum að vera vakandi fyrir nýjum tækifæmm því að hér á sannarlega við máltækið að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Til þess að styðja hjúkmnar- fræðinga til að takast á við verkefni á þessu sviði hefur nefndin á prjónunum að láta þýða handbók um vinnuvernd sem yrði tiltæk á heilsugæslustöðvum og annars staðar þar sem starfsemi af þessu tagi verður í framtíðinni. Ymiss konar hættur geta leynst í starfsumhverfi hjúkmnarfræðinga sjálfra. Sem dæmi má nefna: andlegt og líkamlegt álag, fmmuhemjandi lyf, svæfingargös, sýkingarhættu og margt fleira. Til þess að geta varið sjálfan sig þarf að þekkja hættuna og leiðir til úrbóta. Vinnuverndarnefndin hefur fcngið leyfi ritstjórnar Tímarits hjiíkrnnarfræðinga til að hirta í liverju riti stuttar greinar um vinnuverndarmál sem sérstaklega snúa að lijúkrunarfræðingum. Ábendingar frá hjúkmnarfræðingum um brýn efni eru vel þegnar, en við munum fá fólk með sérþekkingu til að fjalla um livert málefni. Það er von okkar og ósk að þessar greinar veki hjúkrunarfræðinga til umhugsunar um eigið vinnuumhverfi og til vitundar um hvernig þeir eigi að taka á málunum þegar að því kemur að hjúkrunarfræðingar sinna heilsuvernd starfsmanna almennt. Vinnuvernd í heimahjúkrun Hjúkrunarfræöingar geta mögulega neitað að starfa við óviðunandi aðstæður í heimahúsum. Hjúkmnarfræðingum sem starfa við heimahjúkmn Finnst að álag í heimahjúkrun hafi aukist á undanförnum inánuðum. Dvalartfmi sjúklinga á sjúkrahúsum hefur styst, þeir útskrifast veikari en áður og þurfa því meiri aðhlynningu eftir að heim er komið. Margir þurfa aðstoð sem reynir á líkama þess sem honum hjúkrar t.d. við flutning í og úr rúmi og við gang. Aðstæður til að hjúkra sjúklingum f heimahúsum em oft erfiðar, t.d. getur vantað ýmis hjálpartæki sem þykja sjálfsögð á sjúkrastofnunum. Veikindaforföll hjúkrunarfræðinga í heimahúsum hafa aukist og meira ber á kvörtunum um álagseinkenni t.d. bakverki og vöðvabólgur en áður. Á heimilum, þar sem vinnuaðstöðu er ábótavant, hafa hjúkrunarfræðiiigamir gjarnan komið með tillögur til úrbóta, s.s. að útvega sjúkrarúm eða baðlyftara. I sumuin tilvikum haiá sjúklingar eða aðstandendur þeirra ekki viljað verða við tilmælum hjúkmnarfræðinganna. Sumir hafa ekki sætt sig við fötlun sfna og em ekki tilbúnir að hafa tæki í kringum sig sem minna stöðugt á hana. Oðrum finnst tækin til óprýði inni á heimilum. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, leitaði í desember sl. svara hjá Vinnueftirliti ríkisins við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða ákvæði í lögum eða reglugerðum um vinnuvernd eiga að tryggja vinnuumhverfi þeirra sem starfa í heimahúsum? 2. Gefa ákvæði í lögum eða reglugerðum um vinnuvernd, hjúkrunarfræðingum rétt lil að krefjast þess að gerðar séu ráðstafanir til að tiyggja vinnuumhverfi þeirra í heimahúsum m.t.t. heilsuverndar. Hvaða ráðum geta þeir beitt til að fylgja eftir slíkum kröfum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.