Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 36
I svari Vinnueftirlitsins er vísað í lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og bent á að þar sé ekki fjallað sérstaklega um vinnuumhverfi þeirra sem starfa í heimahúsum. í annarri grein laganna nr. 46/1980 segir hins vegar að lögin gildi um alla starfsemi þar sem einn eða fleiri menn vinna, hvort sem um er að ræða eigendur fyrirtækja eða starfsmenn en lögin ná þó ekki yfir algeng heimilisstörf í heimahúsum. í 41. grein segir: „Vinnustaður merkir í lögum þessum umhverfi mnanhúss eða utan, þar sem starfsmaður hefst við eða þarf að fara um vegna starfa sinna.“ í 42. grein segir: „Vinnustaður skal þannig úr garði gerður, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Fylgja skal viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, liollustuhætti og öryggi.“ I svarinu segir að störf hjúkmnar- fræðinga í heimahjúkrun falli alls ekki undir „algeng heimilisstörf í einkaíbúðum“ heldur sé um að ræða fagleg störf unnin á einkaheimilum manna, sem verða vinnustaðir hjúkrunarfræðinganna. Til að skjólstæðingur geti notið slíkrar þjónustu hjúkrunarfræðinga þurfi hann eða umbjóðandi hans því að fallast á að aðstæður séu þannig að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi séu ávallt í góðu lagi. Þá er bent á að jafnan sé best að komast að samkomulagi um ráðstafanir sem miða að góðu starfsumhverfi. Ef slíkt er ekki unnt, virðist mögulegt að hjúkrunarfræðingar geti neitað að starfa við óviðunandi aðstæður. Skjólstæð- mgurinn eða umbjóðandi hans á þess þá kost að vera án þjónustunnar eða gera þær úrbætur sem nauðsynlegar teljast. í samræmi við ofangreint telur Vinnueftirlitið brýna nauðsyn að leitað verði lausna fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun í heimahúsum til bætts aðbúnaðar, hollustu og öryggis í samræmi við „vinnuverndarlögin“. ÞR Handleiðsla fyrir hjúkrunarfræðinga Eftirfarandi bréf barst fró Kristjönu Jóhannsdóttur, hjúkrunarfræðingi, sem starfar sem leiðbeinandi við handleiðslu í Noregi Fagleg handleiðsla fyrir hjúkrunarfræðinga (sykeplejefaglig veiledning) er orðin vinsæl og viðurkennd eftirmenntun í Noregi. Norsk Sykepleierforbund heldur utan um námið og veitir þeim sem ljúka þvf réttindi til að starfa sem viðurkenndir leiðbeinendur. Eftirspurn eftir þjónustu slíkra leiðbeinenda er töluverð við sjúkrahús og víðar. Hlutverk þeiria er að efla gæði hjúkrunar með því að veita hjúkrunar- fræðingum stuðning í starfi á viku- eða hálfsmánaðarlegum hópfundum. Þátttakendur í hverjum hópi koma sér saman um reglur hópsins, fundarstað og -tíma og lofa gagnkvæmum trúnaði um að ræða ekki það sem fram fer á fundum utan hópsins. Handleiðsla leiðbeinandans felst í að hjálpa þátttakendum að horfast í augu við kosti sína og galla og að læra af eigin reynslu. Eitt það besta, sem leiðbeinandi hjúkrunarfræðings getur miðlað, er kannski sú ánægja sem fólgin er í því að fá að annast aðra manneskju af alúð og með faglegri kunnáttu, þ.e. sú list sem felst í skapandi vinnu. Tilgangurinn er að tryggja að hagsmunir sjúklinga séu hafðir í fyrinúmi og að þeir fái góða hjúkmn. Markmið hjúkmnarfræðings sem þátttakanda getur verið að fá hjálp hópsins til að finna nýja möguleika í hjúkrunarmeðferð sjúklings. Að sinna gæðaþróun er einnig mjög ákjósanlegt og gefur þeim er taka þátt í þessutn hópum, reynslu bæði faglega og persónulega. Eins og áður segir stendur Norsk Sykeplejerforbund fyrir menntun fyrir hjúkmnarfræðinga sem vilja verða leiðbeinendur í slíku starfi. Það eru nokkrir háskólar sem bjóða liana. Undirrituð sótti sína menntun til flfijskolen i 0stfold, avdelingfor helsefag, og fylgir námsskráin þaðan hér á eftir. 120 tímar bóklegt: 1. Hjúkmn (sykepleie, fag og funksjon) 2. Samskipti (konnnunikasjon, gruppepsykologi) 3. Fagleg handleiðsla, breytingaferlið, aðferðir. Lestur valinna fagbókmennta, 2000 síður. Verklegt 160 tímar: Nemendur eru fyrst þátttakendur f stuðningshópi undir leiðsögn í 80 tíma. Sfðan fær hver nemandi sinn hóp til handleiðslu og gerir samning við þátttakendur hans. í hópnum eru 4-8 hjúkrunarfræðingar sem óska eftir faglegri handleiðslu. Handleiðslunni er fylgt eftir, þannig að þátttakendur geta rætt við leiðbeinanda sinn og ráðfært sig við hann aftur síðar. Önnum kafnir hjúkrunarfræðingar em mjög ánægðir með það að fá tækifæri til að vera í svona hópi og hugleiða starf sitt. í hópnum gefst tækifæri til að viðra vandamál sem þátttakendur em að reyna að leysa í starfi. Hópurinn veltir síðan fyrir sér svömm við spurningum sem reka hver aðra stig af stigi: Hvað gerðist? Hvers vegna? Hvernig fannst þér það? Hvað svo? Ákveðnu ferli er fylgt og allir em að einhverju leyti meðvitaðir um á hverju þeir eiga von. Hins vegar er erfitt að vera í brennidepli, að svara, að heyra sig segja frá og útskýra fyrir hinum hvernig var að upplifa þetta eða hitt. Það er því mjög mikilvægt að þátttakendur sýni hver öðmm trúnaðartraust. Til frekari fróðleiks mæli ég með bókinni Sykepleiefaglig veiledning eftir Marie Váner Hermansen, Liv Berit Carlsen og Gry Bryland Vrále. Útgefin af Ad Notam Gyldendal, fyrst 1991 og síðan endurbætt 1992. Kristjana Jóhannesdóttir TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.