Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Síða 46
VETTVANGSHEIMSÓKN FRÁ ICN Einarsdótlir stakk upp á að fræðslu- og menntamálanefnd og siðanefnd efndu til sameiginlegs málþings um mótun siða- reglna. Vinnuvernd Björg Arnadóttir frá vinnuverndarnefnd tjáði fundarmönnum að nefndin hygðist leggja áherslu á starfsumhverfi og vinnuvernd hjúkrunarfræðinga. Hún óskaði eftir því að nefndin fengi að hafa fastan dálk í tímaritinu til að miðla fróðleik til hjúkrunarfræðinga. Nefndin hefur áhuga á að láta þýða og gefa út sænska handbók um starfsmannaheilsu. Barnahjúkrun Steinunn Garðarsdóttir, formaður fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga, sagði að verið væri að efla tengsl deildarinnar við erlenda barna- hjúkrunarfræðinga. Hún sagði frá fréttabréfi sem deildin gefur út og varð það tilefni frekari umræðna á fundinum. Geðhjúkrun Guðbjörg Sveinsdóttir, formaður deildar geðhjúkrunarfræðinga, sagði að samræmda stefnu vanti í geðheilbrigðis- málum á íslandi og að skilgreina þurfi geðhjúkrun. Norræn geðhjúkrunar- ráðstefna verður haldin á Islandi 1997. Svæfingahjúkrun Ásrún Kristjánsdóttir, formaður deildar svæfingarhjúkrunarfræðinga, sagði frá erfiðleikum sem greinin stendur frammi fyrir. Það vantar svæfingarhjúkrun- arfræðinga til starfa og læknar eru farnir að sækja um lausar stöður þeirra. Hvetja þarf unga hjúkrunarfræðinga til að leggja fyrir sig svæfingar. Undirbúningur sjúklinga fyrir aðgerðir Svala Jónsdóttir, frá deild skurð- hjúkrunarfræðinga, ræddi útgáfu bæklinga til undirbúnings sjúklinga sem fara í aðgerðir utan stofnana og mikilvægi skráningar hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum á tímum aukinna lögsókna. Umræður spunnust um starfsvettvang hjúkrunarfræðinga er starfa utan sjúkrahúsa og aðbúnað og rétt sjúklinga sem fara í aðgerðir. Úr fundargerð Mireille Kingma, rdðgjafi frá Alþjóðasambandi hjúkrunarfrœðinga (ICN), liefur skilað skýrslu um vettvangsheimsókn sína hingað til lands í október sl. Greint var frá heimsókninni í desemberblaði Tímarits hjúkrunarfrœðinga (4. tbl. 1995). Vetlvangsheimsóknir af þessu tagi eru liður í viðleitni ICN til að efla tengsl við aðildarfélög sín. Áhugi Mireille Kingma beindist að þessu sinni að aðferðum og hugmyndum við sameiningu fyrrum félaga íslenskra hjúkrunarfræðinga í eitt félag, stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga á íslandi og markmiðum og starfsáætlunum félagsins. GÆÐARÁÐ á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis Til stendur að stofna vinnuhóp á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins til að undirbúa starfsemi gæðaráðs sem er ætlað að vinna að gerð gagnagrunns um starfsemi og árangur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Innan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga er það eindregin skoðun að nauðsynlegt sé að þekking, reynsla og sjónarmið hjúkrunarfræðinga komi fram til að tryggja framgang þessa verkefnis. Ásta Möller, formaður félagsins, hefur því farið fram á það við heilbrigðis- og tryggingamálaráðhena, Ingibjörgu Pálmadóttur, að fá að tilnefna hjúkrunarfræðing(a) í vinnuhópinn. íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa til langs tínm beitt aðferðum gæða- stjórnunar í starfi sínu og verið í farar- broddi við að innleiða aðferðir gæðastjórnunar innan heilbrigðis- kerfisins. Innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er starfandi gæðastjórnunarnefnd og er félagið þátttakandi í norrænu samstarfi í gæðastjórnun f hjúkrun og í evrópsku samstarfi undir nafni EUROQUAN. Hún heimsótti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og ræddi við formann, fulltrúa stjómar og starfsfólk félagsins. Hún liitti einnig fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Landlæknis- embættisins, námsbrautar í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands og ílutti fyrirlestur um starfsemi Alþjóðasam- bands hjúkrunarfræðinga f Eirbergi. Niðurstaða hennar er að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sé vel skipulagður félagsskapur. Hún benti þó á að áhrif hjúkrunarfræðinga t.d. innan stjórnkerfisins byggðist fremur á hefð og venju en væm ekki nægilega tryggð með lögum og skráðum reglum. Samruni Hjúkmnarfélags íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkmnarfræðinga í eitt félag hafi styrkt stöðu hjúkrunar- fræðinga verulega, sérstaklega m.t.t. áhrifa og samningsaðstöðu bæði í faglegum og kjaralegum skilningi. Atriði sem Mireille Kingma leggur til að séu endurskoðuð: Lög og reglur félagsius 1) Tilgangur félagsfunda, þátttaka, kosningareglur, ákvörðunarbær meirihluti. 2) Umboð og skyldur einstakra stjórnarmanna. 3) Reglur um framboð og kosningar til stjórnar og setu á fulltrúaþingi. Hjúkrunarlög, sérstaklega samsetning og hlutverk hjúkrunarráðs. Möguleikar félagsins og hjúkrunarráös til að liafa áhrif á meiintastefnu í hjúkrun Möguleikar á aö nýta sérfræðiþekkingu íslenskra hjúkrunarfræðinga innan ICN Aðstæður sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.