Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 53
LANDSPÍTALINN ...{þágu mannúðar og vísinda... HJÚRUNARFRÆÐINGAR BRÁÐAMÓTTAKA Við á bráðamóttöku Landspítalans óskum eftir hjúkrunarfrasðingi til starfa á næturvaktir. Ráðningartími og starfshlutfall samkomulagsatriði. Lifandi starf, góður starfsandi og við tökum vel á móti þér. Upplýsingar veitir Gyða Baldursdóttir lijúkrunarframkvæmdarstjóri bráðamóttöku í síma 560 1010. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Nú er laus staða hjúkrunarfræðings á deild 33A við geðdeild Landspítalans sem er bráðameðaferðardeild fyrir vímuefnasjúklinga með undirliggjandi geðræn vandamál. Unnið er út frá hugmyndum einstaklingshæfrar hjúkrunar. Aðlögunartími og fræðsla í boði. Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Jóhanna Stefánsdóttir hjúkrunarframkvæmdar- stjóri í síma 560 2600 eða 560 1750. Hjúkrunarfræðingur óskast til að taka næturvaktir á geðdeildum Landspftala- lóð, 2-3 vaktir að meðaltali í viku. Um er að ræða tímabundna afleysingu í 1 ár vegna barnsburðarleyfis. Einnig er óskað eftir hjúkrunarfræðingum á aðrar geðdeildir Landspítalans. Um er að ræða fjölþætta og áhuga- verða hjúkrun. í boði er einstaklings- bundin starfsþjálfun. Starfshlutfall og vaktir eftir samkomu- lagi. Barnaheimili er í tengslum við spítalann. Sérstök athygli er vakin á að nú býðst húsnæði sem tengist 100% starfi. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir, lijúkrunar- framkvæmdarstjóri í síma 560 2600. SJÚKRAHÚS AKRANESS Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á eftirtöldum deildum: Lyflækiiingadeild Oldrunardeild Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og nemar til sumarafleysinga á allar deildir. Á Sjúkrahúsi Akraness fer fram mjög fjölbreytt starfsemi. Þeir hjúkrunarfræðingar og nemar sem liafa áhuga á að skoða S.A eru velkomnir. Allar nánari upplýsingar gefur h j ú k ru narforstj óri, Steinunn Sigurðardóttir ísíma 431 2311. SJÚKRAIIÚS REYKJAVÍKUR Hjúkrunarfræðing vantar nú til starfa á svæfingardeild E-5 á Borgarspítala í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Um er að ræða stöðu almenns hjúkrunarfræðings í dagvinnu virka daga. Við undirbúning fyrir aðgerðir, vöktun bama og fleira. Ennfremur vantar svæflngar- hjúkrunarfræðinga í vinnu virka daga og tilheyrandi vaktir. Boðið er upp á góða aðlögun í aðlaðandi vinnuumhverfi við fjölbreytt og krefjandi starf. Nánari upplýsingar um vinnu- fyrirkomulag og fleira veita: Ásgerður Tryggvadóttir deildar- stjóri svæfingardeild í sfma 525 1093 og Gyða Halldórsdóttir hjúkrunar- framkvæmdarstjóri í síma 535 1305. SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA SAUÐÁRKRÓKI Hjúkrunarfræðingar óskast til aíleysinga f sumar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 455 4000. KIÁSKÓLIIMIM A AKUREYRI Lausar eru til umsóknar ýmsar stöður við Háskólann á Akureyri, t. d. prófessorsstaða, dósentsstaða og lektorsstöður á ýmsum sviðum hjúkmnar. Starfsvettvangur er aðallega við heilbrigðisdeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir. Með umsóknum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honurn veitt staðan. Laun em samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Nánari skilgreiningar á stöðunum eru birtar í auglýsingum í Lögbirtingarblaði og í nokkmm dagblöðum. Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 15. mars 1996. Upplýsingar um stöðumar veita forstöðu- maður heilbrigðisdeildar eða rektor Háskólans á Akureyri í síma 463 0900. TÍMARIT HJÚKRUNAIiFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.