Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 8
Elísabet Hjörleifsdóttir OAM'SkÍp'tí við aðstandendur Þessi grein fjallar um rannsókn á reynslu hjúkrunarfræðinga af samskiptum við fjölskyldur mikið veikra og deyjandi krabbameins- sjúklinga. Athugað var hvað getur haft áhrif á öryggi hjúkrunarfræð- inga við slikar aðstæður og hvernig þeir geta aukið færni sína i samskiptum við þennan tiltekna sjúklingahóp. Tekin voru viðtöl við 6 hjúkrunarfræðinga sem leiddu í Ijós að þeim fannst þessi samskipti erfið og lýstu 6 sameigínlegum þáttum í því sambandi. Niðurstöður rannsóknarinnar geta stuðlað að umræðum meðal hjúkrunarfræðinga um hvernig þeir geta mætt þörfum fjölskyldna í starfi sínu. Það er viðurkennd staðreynd að fólk forðast að ræða opinskátt um dauðann, sérstaklega þegar það stendur frammi fyrir honum. Hjúkrunarfræðingar eru þar ekki und- anskildir. Hjúkrunarstarfið krefst þess þó oft að þeir geti á faglegan, en jafnframt manneskjulegan hátt, rætt þetta for- boðna efni við fólk sem þeir stunda. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til þeirra sem hjúkra deyjandi sjúklingum en hins vegar er sjaldan spurt hvort þeir telji sig reiðubúna til að takast á við þær kröfur. Að hverjum sjúklingi stendur yfirleitt fjölskylda sem samkvæmt hefð er talin veita honum skjól. Fjölskyldan sem heild upplifir streitu og sálarkreppu þegar einhver, innan hennar greinist með alvarlegan sjúkdóm. Fjölskyldan er því ekki eingöngu hópur sem veitir þeim sjúka huggun og öryggi/ Fjölskyldan hefur þarfir sem ber að virða og þar sem hún horfist sameiginlega í augu við mikla erfiðleika þarf hún sem heild umönnun (Giacquinta, 1977; Cassileth og Hamilton, 1979; Robinson, 1992; Hilton, 1993). Jones (1989) hefur sýnt fram á að jákvæð samskipti hjálpa einstaklingum að takast á við sjúkdóma. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að skapa traust og heiðarleg samskipti við sjúklinginn og fjölskyldu hans alveg frá byrjun. Almennt er viðurkennt að hjúkrunarfræðingar eigi að hafa góð samskipti við mikið veika og deyjandi krabba- meinssjúklinga og fjölskyldur þeirra. Hins vegar eru fáar skilgreiningar á því í hverju góð samskipti felast. Slíku hlut- verki fylgir álag en fáar athuganir hafa verið gerðar til að greina þekkingu, hæfni og nauðsynlegar aðferðir sem hjálpa hjúkrunarfræðingum að vinna markvisst til að ná árangri í samskiptum (Davies og Oberle, 1990). McCorkle (sjá í Davies og Oberle, 1990) bendir á að þó að samskipti gangi stirðlega vanti ekki vilja hjúkrunarfræðinga til að 144 hjálpa, heldur skorti þekkingu og nauðsynlega færni til að efna til góðra samskipta. Á síðustu árum hefur athygli fræði- manna í ríkari mæli beinst að ýmsum þáttum samskipta. Það er augljóst að sumir hafa meiri samskiptahæfileika en aðrir og hefur sú staðreynd leitt til skipulagðra og kerfis- bundinna athugana á eðli og hlutverki samskipta. Er þar aðallega um þrennt að ræða. í fyrsta lagi hafa rannsóknar- niðurstöður sem sýna hvers vegna háttalag fólks er eins og það er leitt til myndunar ýmissa hugtaka um viðbrögð og samskiptahegðun. í öðru lagi hafa rannsóknir beinst að því að skilgreina mismunandi hegðun í samskiptum og þau áhrif sem hún hefur. í þriðja lagi hafa margar mismun- andi aðferðir verið reyndar til að þjálfa fólk í mannlegum samskiptum til þess að komast að raun um hvort mögu- legt sé að auka félagslega hæfni þess (Hargie, Saunders og Dickson, 1989). Tilgangur rannsóknar Rannsóknin sem hér er greint frá var gerið í þeim tilgangi að lýsa sameiginlegum þáttum í reynslu hjúkrunarfræðinga af samskiptum við fjölskyldur mikið veikra og deyjandi krabbameinssjúklinga og að varpa Ijósi á hvað það er sem getur haft áhrif á öryggi þeirra við slíkar aðstæður. Tilgang- urinn var einnig að leiða í Ijós þætti sem hjúkrunar- fræðingar gætu unnið með til að verða færari og öruggari í samskiptum sínum við fjölskyldur þessa tiltekna sjúklinga- hóps (Elísabet Hjörleifsdóttir, 1996). Elísabet Hjörleifsdóttir útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla íslands 1973, lauk sérnámi í hjúkrun deyjandi sjúklinga frá Lothian College of Nursing í Edinborg og South College of Nursing í Glasgow 1992. Síðastliðin fimm ár hefur hún starfað í Heima- hlynningunni á Akureyri og á FSA. Hún stundar nú meistara- nám í hjúkrun krabbameinssjúklinga við Glasgow Háskóla. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.