Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 16
Álit þátttakenda á leiðum til úrbóta fólust í að auka þyrfti fræðslu í grunnnámi heilbrigðisstétta og opna um- ræðu um vandann. Fimm af sex þátttakendum fannst að innbyrðis stuðningur hjúkrunarfræðinga hlyti að vera já- kvæður og mikilvægt að koma á sjálfshjálparhópum fyrir hjúkrunarfræðinga með þessa reynslu. „Sameinaðar gætum við beitt okkur meira út á við. “ „Það gerist títið þegar hver og einn er úti í horni, jafnvel með mikla skömm á bakinu?" Hjúkrunarfræðingum sem tóku þátt í könnuninni var tíðrætt um tilfinningar sínar tengdar skömm. Þeir töldu að helst myndi innbyrðis stuðningur á meðal hjúkrunarfræð- inga geta orðið vettvangur til að vinna úr þessum tilfinning- um. Þegar könnunin var framkvæmd töldu allir þátttak- endurnir að þeim gengi vel bæði í starfi og einkalífi. Á þeim tíma sóttu allir hjúkrunarfræðingarnir reglulega fundi AA- samtakanna. Umræða Niðurstöður þessarar könnunar takmarkast af þeim 6 hjúkrunarfræðingum sem svöruðu spurningalistanum og al- hæfing út fyrir þann hóp á ekki við. Þessir hjúkrunarfræð- ingar svöruðu sjálfviljugir og hafa náð bata. Engu að síður gefur hún ýmsar vísbendingar sem hægt er að taka tillit til við frekari rannsóknir, skipulagningu forvarna, íhlutun og eftir- meðferð fyrir hjúkrunarfræðinga og ef til vill aðrar heilbrigðis- stéttir. Niðurstöðurnar líkjast í mörgu erlendum rannsóknum um samaefni (Sullivan, 1987; Sisley, 1995; Handley, Plumlee og Thompson, 1991; Bugle, 1996; Peery og Rimler, 1994; Mynatt, 1996; Robinson, 1994; Ashton og Bay, 1994; Von Burg og Forman, 1992; Smith og Hughes, 1996). Margt bendir til að margir hjúkrunarfræðingar hefji mis- notkun áður en hjúkrunarnámi lýkur. Þessar upplýsingar undirstrika mikilvægi þess að markvissum forvörnum sé beitt strax í hjúkrunarnámi. Kennarar og aðrir leiðbeinend- ur þurfa að þekkja algengustu einkenni neyslu til að geta brugðist fljótt við. Viðurkennd leið til forvarna er að auka fræðilega umfjöllun og þekkingu á meðal nemenda og kennara þar sem kenningar og viðhorf til þessara mála eru skoðuð á gagnrýninn hátt. í niðurstöðum kom fram að flestir hjúkrunarfræðingar notuðu fleiri en eitt vímuefni og margir útveguðu sér og notuðu vímuefnin í vinnunni. Þekking milli- og yfirstjórnenda á ferli og einkennum fíknisjúkdóma er mikilvægur þáttur, svo mögulegt sé að bregðast fljótt við. Á vinnustöðum heilbrigð- isstarfsmanna ættu að vera til reglur um birgðir, dreifingu og geymslu lyfja og lyfseðla. Einnig leiðbeiningar / reglur um staðlaðar aðgerðir sem gripið væri til, þegar grunur er um neyslu. Einn kostur slíkra vinnuregla væri að starfsfólk til- kynnti frekar grun sinn um neyslu samstarfsfólks, vitandi að aðstoð stæði starfsmanninum til boða. í þessum hópi þátttakenda höfðu ólögleg vímuefni ekki verið notuð. Líklega er það tengt háum meðalaldri þátttak- 152 enda. íhlutun vinnuveitenda, þ.e. skipulögðum aðgerðum til að hafa áhrif á sjúkdómsferlið eða stöðva neysluna, var ekki beitt en þess í stað voru aðgerðir fálmkenndar og óskipulagðar. Skipulagða íhlutun framkvæma yfirmenn og þeir sem þekkja starfsmanninn vel og hafa kynnt sér íhlut- unarferlið. Sé aðgerðin árangurslaus, getur þurft að til- kynna viðkomandi starfsmann til yfirvalda sérlega ef hann hefur lögbundið starfsheiti. í þessari könnun fóru tveir þriðju hjúkrunarfræðinganna í fleiri en eina áfengismeðferð. Það er heldur hærra hlutfall en komið hefur fram í erlendum rannsóknum 60% (Sullivan, 1987). Ástæður þess geta meðal annars verið auðvelt aðgengi að áfengismeðferð á íslandi, langur neyslu- tími þátttakenda (að meðaltali tuttugu ár) og möguleiki er á að stuðningur af einni meðferð hafi ekki verið nægilegur. Flestir hjúkrunarfræðinganna hefðu kosið að vera settar þrengri skorður t.d. með takmörkuðum aðgangi að lyfjaskáp, þegar þeir sneru aftur til í vinnu að lokinni með- erð. Á stærri stofnunum erlendis (í Bandaríkjnum) er farið að gera skriflega samninga við starfsmenn, um gagn- kvæmar skyldur og stuðning eftir meðferð. Helstu kostir slíks samnings eru að auka öryggi allra sem að málinu koma, draga úr misskilningi, auk þess sem árangur af meðferð er aukinn þegar endurkoma starfsmanns er skipulögð á markvissan hátt (Smith og Hughes, 1996; Von Burg og Forman, 1992). í þessari könnun sýndu þátttakendur sterk viðbrögð þegar fordómar voru til umræðu en allir voru sammála að miklir fordómar væru ríkjandi á meðal heilbrigðisstétta. Orsökin var meðal annars rakin til þess að hjúkrunarfræð- ingar starfa of lengi veikir og hafa misst traust samstarfs- félaga sinna þegar tilraunir hefjast til að hafa áhrif á sjúk- ' dómsferlið. Fordómar voru auk þess raktir til vankunnáttu og skorts á fræðilegri umfjöllun um vímuefnasjúkdóma í námi flestra heilbrigðisstétta hér á landi. Niðurstöður þessarar könnunar benda til að brýnt sé að auka fræðslu um forvarnir, einkenni, meðferð og eftir- meðferð áfengissjúkdóma á meðal hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Fræðsla og umfjöllum um þessi mál þarf að hefjast srax í grunnnámi hjúkrunarfræðinga, innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og á vinnustöð- um hjúkrunarfræðinga stórum sem smáum. Tilgangurinn væri að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar (og aðrir heilbrigðisstarfsmenn) ánetjist áfengi- og/eða öðrum vímu- efnum. Að auki þyrfti að styðja með skipulögðum hætti, hjúkrunarfræðinga sem eiga í erfiðleikum vegna neyslu til bættrar heilsu og til að endurheimta fulla starfsorku. Hver hjúkrunarfræðingur er einstakur og skiptir stéttina í heild miklu máli. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.