Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Side 23
Þorgerður Ragnarsdóttir Viðtal við Auðnu Agústsdóttur Að velja UIAÁiAA meðferð? Hér á landi sem annars staðar í vestrænum heimi leitar sumt fólk óhefðbundinna úrræða til að ná bata. Oftast er um að ræða viðbót við hefðbundna vestræna læknismeð- ferð þó einstaka kjósi eingöngu óhefðbundna meðferð. Umræðan um óhefðbundna meðferð hefur aukist á síð- ustu árum m.a. af því að fólk hefur betri aðgang að upp- lýsingum um hvað i boði er og ekki síður af því að sumt heilbrigðisstarfsfólk vísar á eða býður sjálft slíka meðferð. En hvers vegna leitar fólk úrræða utan heilbrigðiskerfisins? I rannsókn sinni „Upplifun krabbameinssjúklinga af notkun á óhefðbundinni meðferð" leitaði dr. Auðna Ágústsdóttir m.a. svara við þeirri spurningu. Auðna telur að ástæðurnar fyrir því að fólk leitar sér aðstoðar út fyrir heilbrigðiskerfið geti verið margar. Flestar séu þó litaðar af von um bata, slæmri reynslu af hefðbundnum lausnum og löngun til að bera ábyrgð á eigin lífi og líðan. „Áður fyrr var talið að óhefðbundin meðferð væri eins og síðasta hálmstráið sem fólk reyndi þegar öll von um bata með hefðbundnum aðferðum væri úti,“ segir Auðna. „Rannsóknir sýna hins vegar að u.þ.b. helmingur krabba- meinssjúklinga hefur notað slíka meðferð áður en sjúk- dómur þeirra varð ólæknandi eða beitt slíkum aðferðum snemma á sjúkdómsferlinum. Sumir þeirra sem veikjast hafa vanist einhverjum heilbrigðislausnum í uppeldi sínu sem þeir reyna fyrst áður en þeir fara til læknis, t.d. ýmis húsráð, slökun og vítamínskúra. Þessar aðferðir gefa þeim von um að ástandið batni t.d. með því að stuðla að lækn- ingamætti líkamans sjálfs eða hreinsi burt líkamlega og andlega skaðvalda. Fyrir það fólk sem notar þessar að- ferðir þá er hugmyndafræðin á bak við þær þeim að skapi og rökrétt jafnvel þó ekki sé hægt að styðja það með rannsóknum eins og oft er hægt með meðferð innan heil- brigðiskerfisins. Upplýsingar um hugsanlegar aukaverkanir sumra óhefðbundinna aðferða skortir og komið hafa upp tilfelli þarf sem fólk hefur hlotið skaða af. Það er hins vegar líka Ijóst að vestrænar læknisaðferðir geta farið illa með fólk, t.d. hafa sum gigtarlyf afleitar aukaverkanir. Sumir vilja forðast þær aukaverkanir og láta reyna á eitthvað sem þeim hugsanlega getur liðið betur af án alvarlegra fylgi- kvilla. Aðalatriðið í þessu vali á óhefðbundinni meðferð er vilji til að taka stjórnina í eigin hendur og bera ábyrgð á eigin heilsu og líkama." í samskiptum sínum við heilbrigðiskerfið fylgir fólk ákveðn- um leikreglum. Meginreglan hefur verið sú að læknirinn Auðna með Katrínu dóttur sinni. greinir kvillann og ákveður síðan meðferð. Flestir læknar fylgja enn þessari hefð. „Hefðbundin vestræn læknisfræði sviptir fólk oft tæki- færi til að taka stjórnina í sínar hendur. Vestræn lækning býður alltaf þá meðferð sem talin er vera best á hverjum tíma og annað er ekki í boði,“ segir Auðna. „Að leita annarra leiða tengist lífsstíl fólks og hentar lífsskoðun sumra og ósk um að halda um taumana. Reyndar er ótrúlegt hvað hentar fólki í þeim efnum. Sumir leggja t.d. á sig ofurvítamínkúra, stólpípur og ýmis konar böð sem á einhvern hátt fellur að hugmyndum þeirra um hvernig mannveran starfar. Það sem skiptir máli er að fólk finni sína samsetningu af líkamlegum og andlegum ráðum. Það er svo ábyrgt fyrir því sem það er að gera og trúir á meðferðina. Hið sama á við um hefðbundna meðferð. Fólk leggur mikið á sig við að ganga í gegnum sumt af hefðbundinni læknismeðferð, t.d. krabbameinslyfjameð- ferð, í trausti þess að það muni hjálpa því.“ Hvað með afstöðu hjúkrunarfræðinga? Hvaða ráðlegg- ingar geta þeir gefið? „Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að ráðleggja um eitt eða neitt,” segir Auðna, „Fólk velur sjálft og hefur í flestum tilfellum þegar valið hvað það vill gera. Það er hins vegar mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu opnir, tilbúnir til að hlusta og samþykkja að sjúklingurinn hefur frelsi til að velja og nota aðrar aðferðir en við höfum lært að séu vísinda- lega studdar. Með neikvæðri afstöðu eða fordómum lendum við í andstöðu við sjúklinga og getum ekki veitt þeim þann stuðning sem þeir þurfa. Hver og einn hjúkr- unarfræðingur verður náttúrlega að svara út frá þekkingu sinni (vísindalegri og persónulegri) en án forsjárhyggju og fordóma. Þegar ég var að gera rannsóknina mína var ég svo hrædd um að ég myndi rekast á að fólk væri að gera eitthvað sem ég gæti ekki sætt mig við því ég teldi það : 159 Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.