Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Page 35
Frá landlækni i Áhersluþættír í iAlAAbA'flAA\)l'fl/\j{ Landlæknir gaf út tilmæli um breyt- ingar á ungbarnavernd frá ársbyrjun 1998 í samræmi við ábendingar í handbók um Ungbarnavernd sem kom út á vegum Landlæknisem- bættisins árið 1996. Höfundar bókarinnar Ungbarna- vernd, eru Gestur Pálsson, barna- læknir við Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, Jóhann Ág. Sig- urðsson, prófessor í heimilislæknis- fræði við læknadeild Háskóla ís- lands, og Hjördís Guðbjörnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Fyrri leiðbeiningar um heilsugæslu barna á vegum Landlæknisembætti- sins voru frá 1984. Tilgangurinn með að setja þær fram á sínum tíma var að auka gæði ungbarnaverndar og samræma ákveðin atriði fyrir landið allt, þ.e. að koma á ákveðnu skipulagi hvað ungbarnaverndina varðar. Miklar breytingar hafa átt sér stað frá því fyrri leiðbeiningarnar litu dags- ins Ijós og endurskoðun var því orðin tímabær. í nýju útgáfunni hefur aukin áhersla verið lögð á ýmsa aðra þætti en líkamsskoðun barnsins svo sem að læknar og hjúkrunarfræðingar notfæri sér heilsuvernd af þessu tagi til að efla tengslin við fjölskyldu barnsins og veita ungum og óreynd- um foreldrum stuðning í uppeldis- hlutverkinu. Við vitjanir í heimahús og reglubundnar skoðanir á heilsu- gæslustöð gefst gullið tækifæri til að koma ýmsum upplýsingum og ábendingum á framfæri, til dæmis varðandi slysavarnir, tannvernd og heilbrigt líferni fjölskyldunnar. Tilgangur nýju leiðbeininganna er m.a. að: • Lýsa kröfum um ákveðin lágmarksákvæði í ungbarnavernd hér á landi. Þær eru hugsaðar sem rammi með lágmarksstuðli, með vandamál barnsins í brenni- depli. • Vera marklýsing fagaðila um inni- hald ungbarnaverndar. • Samræma sjónarmið ýmissa fag- aðila um heilsuvernd barna. • Koma að gagni við grunn-, fram- halds-, og símenntun heilbrigðis- stétta. Leitast er við að hafa nýju leið- beiningarnar sem fjölbreytilegastar, þannig að þær nái einnig til einfaldra atriða. Reynt er að leggja áherslu á stuttar ábendingar um hagnýt atriði sem hægt er að fletta upp og þær byggja fremur á reynslu en vísindum. Meginbreytingarnar eru að 21/2 árs skoðunin er flutt aftur um 1 ár þ.e. til 31/2 árs aldurs og 4 ára skoð- un og skoðun við upphaf skóla- göngu hafa verið felldar saman í eina skoðun við 5 ára aldur. Bætt hefur verið í heilsugæslu- skrána vaxtarritum til 18 ára aldurs. Alls eru grunnskoðanir barna 13 tals- ins til 5 ára aldurs, þar af 7 læknis- skoðanir. í kaflanum um skoðun barna á mismunandi aldri hefur til samræmingar verið bætt við leið- beiningum varðandi vitjanir hjúkrun- arfræðinga í heimahús. í 3V2 árs skoðuninni er mikil áhersla lögð á augnskoðun. Ákveðið hefur verið að sjónpróf (HVOT) fari ekki fram seinna en við 31/2 árs aldur, en á þeim aldri á að vera auðvelt að mæla sjónskerpu flestra barna. Um er að ræða mikilvægustu augnskoð- un ævinnar þar sem dráttur á grein- ingu rýrir meðferðarmöguleika um- talsvert. Fjögurra ára skoðun þótti ekki standa undir væntingum til að upp- götva í tlma börn með misþroska. Þess vegna hefur verið ákveðið að leggja skoðunina við 4ra ára aldurinn niður en taka þess í stað upp sam- bærilega skoðun við 5 ára aldurinn, áður en skólaganga hefst. Hér er í raun verið að slá fyrri 4 ára skoðun og 6 ára skólaskoðun saman í eina skoðun. í 5 ára skoðuninni er áhersla lögð á þroskamat, með megináherslu á hreyfiþroska, skynúrvinnslu og hegðun, en mikilvægt er að upp- götva slík frávik áður en skólaganga hefst. Þroskamatið byggir einnig á upplýsingum foreldra og starfsfólks leikskóla, ef þurfa þykir, og þá með leyfi foreldra. Matið byggir á niður- stöðu hreyfiþroskaprófsins og þeim upplýsingum sem aflað er um barn- ið. Einnig er gerð heyrnarmæling (audometri), sjónpróf endurtekið og barnið sprautað með DT. Kaflinn „Leiðbeiningar varðandi líkamlega skoðun" hefur verið endur- bættur og bætt við stuttum kafla um algeng vandamál. Þá er stuttur kafli um erlend ættleiðingarbörn en þeim hefur fjölgað mjög hér á landi á undanförnum árum. Skotið hefur verið inn lista um fræðsluefni, svo sem um sjón, þroska, afbrýði, brjóstagjöf, slys og slysavarnir, kynlíf og getnaðarvarnir og reykingar. Kaflinn um næringu ungbarna hefur verið endurbættur frá fyrri útgáfu og færður í nútímalegra horf. Þá er nýr kafli um bráðaofnæmi (anaphylaxis) tengt ónæmisaðgerðum, sem er alvarlegur en sem betur fer sjald- gæfur fylgikvilli ónæmisaðgerða. Það er von landlæknis að þessar leiðbeiningar séu stuðningur við að gera ungbarnavernd hér á landi enn betri en hún hefur verið. Febrúar 1998 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 171

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.