Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Síða 48
um I tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræð- inga, 12. maí í ár stóðu hjúkrunar- fræðingar fyrir töluvert fjölbreyttri dagskrá víða um landið. Kjörorð dagsins var samráð um heilsugæslu — heilbrigði er allra hagur og tók dagskráin víðast hvar mið af því. Hjúkrunarfræðingar mældu blóðþrýsting, veittu heilbrigðisráðgjöf, t.d. með því að kynna getnaðar- og reykingavarnir á fjölförnum stöðum, og stóðu fyrir fyrirlestrum. í Reykjavík var tvískipt dagskrá. Annars vegar var heilsueflingardagur í Skautahöllinni í Laugardal, sunnu- daginn 10. maí, þar sem heilsugæslu- hjúkrunarfræðingar kynntu störf sín, hollur matur var á boðstólum, efnt var til fjölskyldugöngu og kraftgöngu og dans var stiginn. Hins vegar var fræðslufundur á 12. maí um konur og áfengi á Suðurlandsbraut 22 sem vinnuhópur hjúkrunarfræðinga, um stuðning við hjúkrunarfræðinga sem hafa átt í vímuefnavanda, sá um. Fjölmargir aðilar komu að dagskrá heilsueflingardagsins. íþróttabanda- lag Reykjavíkur lét í té aðstöðu í Skautahöllipni og starfsfólk þar veitti góða aðstoð. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, ávarpaði gesti og lýsti hlutverki og framlagi Reykja- víkurborgar til eflingar heilsu borgar- búa. Hjúkrunarfræðingar sýndu tæki og fræðsluefni sem þeir nota í heilsu- gæslu og Heilsuefling, samstarfsverk- efni heilbrigðisráðuneytisins og Land- læknisembættisins var kynnt. Þar var einnig tannfræðingur frá tannvernd- arráði sem kenndi góða tannhirðu. Starfsmaður Grasagarðs Reykjavíkur og íþróttakennari frá íþróttum fyrir alla stýrðu fjölskyldugöngu um garð- inn. Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræð- ingur og íþróttafræðingur, sá um kraftgöngu fyrir þá sem vildu taka svolítið meira á og loks hvöttu félagar 184 heilsugæslu »12. maí úr Komið og dansið viðstadda til að taka þátt í léttri sveiflu og línudansi. Þá kynntu fyrirtækin Lýsi og íslensk fjallagrös framleiðslu sína, unna úr hollu og góðu íslensku hráefni. Töluvert gegnumstreymi var af fólki í Skautahöllinni þennan dag og lauslega má ætla að á fjórða hundrað manns hafi komið við. Margir stöldruðu við hjá hjúkrunar- fræðingunum, reyndu þrívíð gler- augu, vigtuðu sig og mældu og spurðu út í þjónustu heilsugæslunnar frá vöggu til grafar. Hollustu- veitingum, poppi, djús, osti, ávöxtum og grænmeti voru einnig gerð góð skil. Umsjón með dagskránni hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga höfðu Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá félaginu, Anna Björg Aradóttir, Heilsueflingu, Guðbjörg Guðbergsdóttir, formaður fagdeildar hjúkrunarforstjóra á heilsu- gæslustöðvum, Þorgerður Ragnars- dóttir, ritstjóri og Þórdís Kristinsdóttir, formaður fagdeildar heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga. Auk þeirra komu Ingrid Svenson og Ólöf Guðmunds- dóttir og unnu ötullega að kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum. Á sjálfan 12. maí stóð vinnuhópur hjúkrunarfræðinga á vegum stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem fjallað hefur um stuðning við hjúkrunarfræðinga sem eiga í vímu- efnavanda, fyrir fræðslufundi að Suðurlandsbraut 22. Málefni kvöldsins var konur, áfengi og meðvirkni. Fjallað var um málefnið frá ýmsum hliðum og greindu t.d. 2 hjúkrunarfræðingar frá eigin reynslu. Fundurinn var vel sóttur af hjúkrunarfræðingum og var einnig fjallað um hann í sjónvarpi og útvarpi. Þ.R. Áhugasamur um heilsueflingu Línudans Verðlaun að lokinni fjölskyldugöngu Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 '.**«*•

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.