Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 9
Fræðslugrein: Þóra Jenný Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur vSerlMs-fð Meðferð: Mikill áhugi er í dag innan hjúkrunar á sérhæfðum meðferðar- úrræðum sem oft hafa verið nefnd „óhefðbundin“. Nokkur dæmi um slík úrræði eru: nudd, ilmoliumeðferð, nálastungur, jurtalækningar, orkulækningar, heilun og jóga. Til marks um þennan mikla áhuga hérlendis stóð Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga fyrir hjúkrunarþingi 10. nóvember 2000 þar sem flutt voru níu framsöguerindi sem á einn eða annan hátt ijölluðu um slíka meðferð. Þessi mikli áhugi er af hinu góða en mikilvægt er að öll slík umræða sé innan faglegs ramma og að ekki gæti misskilnings í umfjöllun um slíka meðferð. Því er nauðsynlegt að hugleiða um hvaða meðferðarform er verið að ræða og hvemig er hægt að flokka þau til að skilja betur til- gang þeirra. Þessi grein er sú fyrsta í flokki fræðslugreina um sérhæfða meðferð og er við hæfi að byrja á að skilgreina hvert meðferðarform og leita að viðeigandi nafngift. Tíðni og ástæður Rannsóknir hafa leitt í ljós að almenningur leitar út fyrir hina hefðbundnu heilbrigðisþjónustu eftir lækningu eða heilsuefl- ingu. Símakönnun, sem gerð var í Bandaríkjunum 1990, til að skoða tíðni, kostnað og mynstur notkunar á óhefðbundinni meðferð leiddi í ljós að einn af hverjum þremur sem svöruðu (34%) sagðist hafa nýtt sér að minnsta kosti eina óhefðbundna meðferðarleið á síðastliðnu ári og að þriðjungur þeirra sem leitaði slíkrar meðhöndlunar hafði að meðaltali um 19 slíkar heimsóknir að baki (Eisenberg o. fl„ 1993). Rannsóknir í Evrópu og Ástralíu hafa einnig gefið til kynna miklar vin- sældir óhefðbundinna lækninga þar (Eisenberg o.fl., 1998). Meginástæður þess að fólk leitar annarra úrræða til að auka heilbrigði sitt eru taldar nokkrar. Aukin þörf hefur myndast fyrir nýjar úrlausnir þegar sjúklingur telur hefðbundna heilbrigðis- þjónustu ekki sinna þörfum sínum nægjanlega vel (Jonas og Levin, 1999). Einnig virðist vera vöntun innan heilbrigðiskerfis Vesturlanda á að meðhöndla sjúkinga heildrænt þar sem heildræn sýn er á samspil hugar, líkama og sálar (Snyder og Lindquist, 1998; Jonas og Levin, 1999). Áhyggjur af aukaverk- unum lyfja eiga stóran hlut að máli en skjólstæðingar, sem þurfa að taka sterk lyf í langan tíma, halda gjaman að slíkt bjóði hættunni heim eða að náttúruleg meðferðarform séu öruggari, en slíkt er vissulega oft ranglega ályktað (Jonas og Levin, 1999). Margir nota einnig slíka þjónustu af því þeim finnst hug- myndir þeirra sem þjónustuna bjóða vera í meira samræmi við þeirra eigin gildi og hugmyndir um líf og heilsu (Astin, 1998). Hugtök og skilgreiningar Til að fá betri skilning á um hvaða og hvers konar úrræði er að ræða er nauðsynlegt að átta sig á þeim tveim orðurn sem em offast notuð um lækningar eins og nálarstungur, ilmolíumeðferð og jurtameðferðum í erlendum heimildum, en það eru „complementary" and „alternative“, oftast notuð saman sem \\iMð VC „Complementary and Altemative Medicine“ (CAM) (Kreitzer og Jensen, 2000). Orðið complementary getur þýtt uppbót eða viðbót og er það notað í þeim skilningi að hin óhefðbundnu úrræði séu þá til viðbótar hefðbundinni heilbrigðisþjónustu. Altemative má þýða sem kostur eða val á einhverju öðm en þeim lækningum sem rúmast innan hefðbundinna aðferða (Corless og Nicholas, 2000; Kreitzer og Jensen, 2000). Þessar aðferðir eiga þó sameiginlegt að vera ekki kenndar í vestrænum heilbrigðisfræðum og þær em ekki notaðar almennt á heil- brigðisstofnunum (Eisenberg o.fl., 1998; Jonas og Levin, 1999; nccam, 2001). Til viðbótar þessum tveimur hugtökum hefur nýtt orð, „integrative“, verið notað sem samnefnari fyrir hin tvö framangreindu og má þýða það sem tilraun til að blanda óhefðbundnum úrræðum saman við hefðbundnar vestrænar lækningar en það hefur þó ekki náð eins mikilli fótfestu og hin orðin tvö (Kreitzer og Jensen, 2000). Oft er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvaða meðferð fellur undir hvora skilgreiningu, t.d. hvort nálastungur em comple- mentary eða altemative. Hægt er að nota nálastungur sem alter- native í þeim skilningi að verið er eingöngu að nota kínverskar lækningar sem meðferð en ekki hinar vestrænu lækningar, og hins vegar er hægt að nota nálastungur sem complementary eða sem viðbót við sjúkranudd eða lyfjameðferð, þ.e. sem viðbót við lækningar veittar innan hefðbundins heilbrigðiskerfis. Hér á landi hefur verið talað um óhefðbundnar lækningar eða náttúrulækningar þegar átt er við meðferðarfrom sem ekki em stunduð innan hins almenna heilbrigðisgeira og notkun þessara meðferðarforma innan hjúkrunar er oft nefnt óhefð- bundin meðferðarform en það orð er engan veginn fullnægj- andi þýðing. Er þá hefðbundin lækning það sem nútíma há- tækni og læknisfræði býður í dag? Hvað er hefð ef ekki gömul úrræði tengd lækningum sem orðið hafa til í menningu hverr- ar þjóðar þar sem notast hefur verið við jurtir og efni úr náttúrunni, læknandi snertingu og mátt bænarinnar? Helga Jónsdóttir, dósent við hjúkrunarffæðideild Háskóla íslands, fjallaði í ffamsöguerindi sínu, á hjúkrunarþinginu áður- nefhda, meðal annars um nafnaval á meðferðarformum innan hjúkmnar (Helga Jónsdóttir, 2000). Þar kom ffam að ýmis nöfn hafa verið notuð hérlendis innan hjúkrunar, eins og óheföbundin meðferð, sérhæfð meðferð, stuðningsmeðferð og kjörmeðferð. Stuðningsmeðferð skírskotar til meðferðar sem er til stuðnings einhverri annarri og myndi nálgast vel þýðingu orðsins comple- Þóra Jenný Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræð- ingur og stundar meistaranám við Háskólann í Minnesota með áherslu á rannsóknir og sérhæfð meðferðarform. Hún er meðlimur í Félagi íslenskra nuddara. gunn0034@tc.umn.edu Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.