Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 10
mentary en þess ber þó að gæta að slík þýðing er helst til of
einfbld þegar slík complementary meðferð er líka sjálfstæð í eðli
sínu, eins og til dæmis nudd. Það sama gildir um orðið hjálækn-
ingar sem hefur einnig verið notað yfir complementary therapy
en hér er verið að bjóða meðferð en ekki endilega lækningu sem
getur staðið ein og sér en þarf ekki að vera til hliðar eða hjá
öðrum lækningum. Náttúrulækningar eru þær lækningar þar sem
notaður er efniviður úr náttúrunni. Hins vegar eru ekki öll þessi
meðferðarform þaðan og því hefur það samheiti takmarkað
gildi. Tvö orð eru líkleg til að koma til greina og hefur merking
þeirra talsverða skörun. Annað er „sértæk meðferð“ og hefur
það sést notað en það þýðir að vera sérgildur og visar fremur til
atviks eða atvika heldur en verks. Hitt er „sérhæfð meðferð“ og
á við það sem einhver hefur menntað sig til eða vanist, og
lýsingarorðið sérhæfður (kvk. sérhæfð) á við að vera sénnennt-
aður til einhvers ákveðins og fellur þá ef til vill betur að því að
lýsa því verki (Ami Böðvarson,1963) sem á við hér. Sú tillaga er
því borin fram að nota orðið sérhæfð yfir þá meðferð sem ekki
er kennd í vestrænum heilbrigðisfræðum og ekki notuð almennt
á heilbrigðisstofnunum og verður slíkt gert í þessari grein, en
aðrar tillögur eru einnig vel þegnar.
Flokkun meðferðarforma
The National fnstitute of Health (NIH) í Bandaríkjunum hefur
samið flokkunarkerfi yfir þau meðferðarform sem teljast sér-
hæfð. Eftirfarandi upptalning er ekki endanleg og tekur breyt-
ingum í samræmi við hvemig hvert form sannar gildi sitt og
öryggi og öðlast viðurkenningu innan hins vestræna heilbrigðis-
geira. í dag er um að ræða fimm flokka (nccam, 2001) og hér á
efltir er fjallað um hvern flokk fyrir sig:
I. Heildræn kerfi lækninga (alternative medical systems).
II. Meðferðarform sem byggjast á tengslum hugar og líkama
(mind-body interventions).
III. Lífræn meðferðarúrræði (biological-based therapies).
IV Aðferðir þar sem Iíkaminn er handleikinn eða meðhöndl-
aður (manipulative and body-based methods).
V Orkumeðferð (energy therapies).
I. Heildræn kerfi lækninga
Um er að ræða mörg kerfi lækninga sem byggjast á kenning-
um um heilsu og sjúkdóma sem hafa þróast sjálfstætt, oft á
lengri tíma en nútímalækningakerfi. Mörg þeirra eru hefð-
bundin kerfi lækninga sem eru notuð innan einstakra menn-
ingarsamfélaga um víða veröld og hafa orðið til í menningu
þjóða. Hér eru nokkur dæmi:
Kínversk læknisfræði (traditional Chinese medicine) og
hugmyndafræði henni tengd nær aftur um 5000 ár og felur í sér
flokka af meðferðarúrræðum og aðferðum til að bæta heilsu,
eins og þrýstipunkta (acupressure), jurtalækningar, nálastungur
(acupuncture), orkuæfingar (qi gong) og sérstakt nudd (tui na).
Það byggist á þeirri hugmyndalfæði að kí (qui), sem kalla má
lífskraft eða orku, flæði um líkamann í orkubrautum. í heil-
brigðum manni flæðir orkan reglulega og jafnvægi helst milli
hins þróttmikla jang og hins hamlandi jin. Jafnvægi þessa
orkuflæðis er nauðsynlegt til að viðhalda heilsu, og ójafnvægi
eða hindranir á orkustreyminu geta valdið sjúkdómum. Ef
lækning á að nást verður að greina hvers eðlis misvægið er og
finna hvaða orkubrautir hafa truflast og leiðrétta til jafnvægis.
10
Yfirleitt er fleiri en einni aðferð innan þessa kerfis beitt til að
koma jafnvægi á orkuflæði (Kaptchuk, 2000).
Ajúrveda (indverskar) lækningar hafa verið stundaðar í
meira en 5000 ár. Ajúrveda má þýða sem „lífsviska" og er það
yfirgripsmikið kerfi lækninga sem leggjur jafna áherslu á
líkama, huga og sál og hefur að markmiði að leiðrétta ójafh-
vægi. Meginmeðferðarform eru hugleiðsla, jurtir, fæði, hreyf-
ing, nudd, jóga og öndun. Manneskjan er meðhöndluð á heild-
rænan hátt þar sem líkami, hugur, tilfinningar og andi skipta
máli. Heilt kenningakerfi er á bak við ajúrveda um heilsu þar
sem matur, svefn, jurtir, dagleg og árstiðabundin vanaverk og
hreinsun líkamans hefúr allt sitt að segja um að viðhalda heilsu.
í ajúrveda er í raun eins mikilvægt að viðhalda heilsu eins og
meðhöndla sjúkdóma. Fullkomin heilsa er ástand þar sem
hugur, líkami og sál eru í jafnvægi. Öll virkni huga og líkama er
undir stjóm þriggja lífrænna reglna eða „dósa“ sem kallast Vata,
Pitta og Kaffa. Séu þessar dósur í jafhvægi er einstaklingurinn
við góða heilsu en ef jafnvægið riðlast og er ekki leiðrétt verður
til sjúkdómur. Sumir þættir, eins og streita, mengun og rangt
fæði, geta haft áhrif á jafhvægið (Ehling, 2001).
Smáskammtalækningar (hómópatía) og natúrópatia eru
dæmi um lækningar sem byggðar eru á heildrænu kerfi. Upp-
runi beggja er í vestrænni líffræði sem varð til í Evrópu og
Norður-Ameríku á síðustu árhundruðum. Smáskammtalækn-
ingar fela í sér að nota mjög þynntar lausnir til að meðhöndla
einkenni sjúkdóma. Þær byggjast á því lögmáli að „líkur lækni
líkan“ og að sjúkdómseinkenni séu oft afleiðing þess að
varnarkerfi líkamans reyni að hrinda slíkri árás. í stað þess að
t.d. lækka hita ef sjúklingur er með háan hita myndi smá-
skammtalæknir mæla með lyfi sem myndi hækka hitann
vegna þess að hitinn sé aðferð líkamans við að verjast sjúk-
dómnum (Jonas og Levin, 1999). Náttúrulækningar (naturo-
pathic medicine) líta á sjúkdóm sem staðfestingu á því að
eitthvað hefur farið úrskeiðis í því hvemig líkaminn læknar
sig sjálfur og því er lögð áhersla á að endurheimta heilsu
frekar en að meðhöndla sjúkdóm sem slíkan (Jonas og Levin,
1999). Önnur lækningakerfi, sem eiga uppruna sinn að rekja
til hefða í menningu og falla því í þennan flokk, er að finna í
menningu indíána Norður-Ameríku, í Afríku, í Mið-Austur-
löndum, Tíbet og Mið- og Suður-Ameríku.
II. Meðferðarform sem byggjast á tengslum hugar og
líkama
Tengsl hugar og líkama hafa ekki alltaf verið auðskilin og
lengi var litið fram hjá þeim innan vestrænna lækninga. Innan
þessa flokks era margar aðferðir sem eru sniðnar að því að
örva getu hugans til að hafa áhrif á líkamsstarfsemi og ein-
kenni. Þess ber að geta að ekki eru allar slíkar aðferðir álitnar
vera sérhæfðar þar sem t.d. sjúklingafræðsla og hug-hegðunar-
viðhorf eru notuð í vestrænum lækningum. Um er einnig að
ræða meðferðarúrræði eins og hugleiðslu, ákveðin form
dáleiðslu, dans, tónlist og listmeðferð, sjónskerping, notkun
bænar og andlega heilun.
III. Lífræn meðferðarúrræði
Þessi flokkur inniheldur sértæk meðferðarúrræði sem eru
byggðar á náttúrufræði og líffræði og falla margar meðferðir
innan bæði nútímalækninga og sértækra meðferðarforma.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • i. tbl. 78. árg. 2002