Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 60
Frá Bryndísi Kristjánsdóttur: Leiðréttingar við umfjöllun um svæfingarhjúkrun Höfundur greinarinnar „Skurðlæknarnir litu á hana sem svæfingarlækni - Innsýn í sögu svæfingarhjúkrunar“, sem birtist í síðasta tbl. tímaritsins, var skráður Bryndís Kristjáns- dóttir en hið rétta er að greinin var byggð á lokaverkefni nem- enda í svæfingarhjúkrun vorið 2000, þeirra Stefáns Alfreðs- sonar og Valgerðar Grímsdóttur, en verkefnið var undir leið- sögn Arúnar K. Sigurðardóttur. Þau teljast því höfúndarnir, eins og reyndar kom ífam í inngangskafla að umfjöllun um svæfingarhjúkrun. Þess ber að geta að Bryndís stytti og breytti lokaverkefninu örlítið, í fullu samráði við höfúnda, þannig að það fengi á sig form greinar og því koma ekki fram nöfn allra þeirra sem höfundar vitnuðu til. Þeir sem vilja kynna sér lokaverkefnið í heild sinni snúi sér því til höfúndanna. Eftir að blaðið kom út barst athugasemd við greinina á þá lund að til að sögulegar staðreyndir væru réttar þyrfti eftir- farandi að koma fram og erum við ritstjóri og blaðamaður tímaritsins sammála um það. Undir fyrirsögninni „Svæfingarhjúkrunarnám á íslandi“ kemur ffam að á íslandi hafi fyrsta svæfingamámið fyrir hjúkranarfræðinga verið sett upp á Landspítalanum árið 1968. Hins vegar kom ekki fram að áður hafði hjúkranarifæðingur verið að nema svæfingarhjúkrun á Islandi, það var Oddný Margrét Ragnarsdóttir. Hún var fyrsti nemandi í svæfingar- hjúkrun hjá Valtý Bjarnasyni, svæfingar- og yfirlækni á Land- spítalanum, 18. nóvember 1966 en hann bað hana um að koma heim ffá námi og störfum við Colombia Presbyterian Medical Center í New York til að læra svæfingarhjúkrun hjá honum. Þessi m vnd er tekin 1969 á svœfingardeild Landspítalaits i Reykjavík. Efri röð frá vinstri, Rögnvaldur Stefánsson, svœf- ingarhjúkrunarfræðingur, Dóra Gróa Jónsdóttir, hjúkrunar- frœðingur á uppvakningu, Ólafur Hjálniarsson, svœfingar- lœkitir, Valtýr Bjarnason, svœjinguiyfirlœknir, Valdimar Hansen, svæfingarlœknir. Neðri röð J'rá vinstri, Svava Sveinbjörnsdóttir, neitii í svœfingarhjúkrun, Guðrún Marteinsdóttir, nemi i svæfingarhjúkrun, Valgerður Jónsdóttir, nemi í svœfingar- hjúkrun, Oddný M. Ragnarsdóttir, svœfingarhjúkrunarfrœð- ingur, Gunnhildur Valdimarsdóttir, neini i svæfingarhjúkrun. Valtýr sendi hana síðan til framhaldsnáms til Danmerkur þar sem hún var við nám ffá 15. janúar 1968 til 15. janúar 1969. Að náminu loknu kom hún til starfa á ný á Landspítalanum. Oddný segir að þegar hún var við námið á Landspítalanum hafi þar verið starfandi mjög fær íslenskur svæfingarhjúkrunar- ffæðingur, Rögnvaldur Stefánsson, en hann lærði svæfingar- hjúkrun í Oðinsvéum í Danmörku á árunum 1961-1963. Sárameðferð - ræðsludagur Föstudaginn 1. mars var haldinn fræðsludagur fyrir hjúkrunar- fræðinga í meðferð sára. Fyrirlesarar og leiðbeinendur voru Kirsten Múller, hjúkrunarfræðingur, klínískur sérfræðingur á sáradeild Bispebjergspitalans í Kaupmannahöfn, og Susanne Lauth, hjúkrunardeildarstjóri og kennari við hjúkrunarskólann í Vejle í Danmörku. Auk þeirra leiðbeindu á námskeiðinu danskir hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í sárameðferð. Fræðsludagurinn var styrktur af danska fyrirtækinu Coloplast og haldinn í sal Lyíjaverslunar íslands á Lynghálsi. Fræðsludagurinn var haldinn í tengslum við lokaáfanga í sérhæfðu námi sem danska hjúkrunarfélagið stendur fyrir árlega og íslenskir hjúkranarffæðingar era að byija að notfæra sér. 24 hjúkranarfræðingar komast í námið ár hvert og er námið vika í senn í fjögur skipti með 2ja mánaða millibili. Þess á milli er verkefhavinna. Ári eftir að náminu lýkur er svo haldið 2ja daga námskeið með fyrirlestrum og samantekt á því hvemig námið hefúr nýst hverjum og einum. Kirsten og Susanne hafa báðar langa reynslu og mikla þekkingu á sviði sárameðferðar. Kirsten hefúr áður komið til landsins og haldið erindi á norrænu skurðlæknaþingi sem haldið var hér fyrir nokkrum áram. 60 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.