Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 60
Frá Bryndísi Kristjánsdóttur: Leiðréttingar við umfjöllun um svæfingarhjúkrun Höfundur greinarinnar „Skurðlæknarnir litu á hana sem svæfingarlækni - Innsýn í sögu svæfingarhjúkrunar“, sem birtist í síðasta tbl. tímaritsins, var skráður Bryndís Kristjáns- dóttir en hið rétta er að greinin var byggð á lokaverkefni nem- enda í svæfingarhjúkrun vorið 2000, þeirra Stefáns Alfreðs- sonar og Valgerðar Grímsdóttur, en verkefnið var undir leið- sögn Arúnar K. Sigurðardóttur. Þau teljast því höfúndarnir, eins og reyndar kom ífam í inngangskafla að umfjöllun um svæfingarhjúkrun. Þess ber að geta að Bryndís stytti og breytti lokaverkefninu örlítið, í fullu samráði við höfúnda, þannig að það fengi á sig form greinar og því koma ekki fram nöfn allra þeirra sem höfundar vitnuðu til. Þeir sem vilja kynna sér lokaverkefnið í heild sinni snúi sér því til höfúndanna. Eftir að blaðið kom út barst athugasemd við greinina á þá lund að til að sögulegar staðreyndir væru réttar þyrfti eftir- farandi að koma fram og erum við ritstjóri og blaðamaður tímaritsins sammála um það. Undir fyrirsögninni „Svæfingarhjúkrunarnám á íslandi“ kemur ffam að á íslandi hafi fyrsta svæfingamámið fyrir hjúkranarfræðinga verið sett upp á Landspítalanum árið 1968. Hins vegar kom ekki fram að áður hafði hjúkranarifæðingur verið að nema svæfingarhjúkrun á Islandi, það var Oddný Margrét Ragnarsdóttir. Hún var fyrsti nemandi í svæfingar- hjúkrun hjá Valtý Bjarnasyni, svæfingar- og yfirlækni á Land- spítalanum, 18. nóvember 1966 en hann bað hana um að koma heim ffá námi og störfum við Colombia Presbyterian Medical Center í New York til að læra svæfingarhjúkrun hjá honum. Þessi m vnd er tekin 1969 á svœfingardeild Landspítalaits i Reykjavík. Efri röð frá vinstri, Rögnvaldur Stefánsson, svœf- ingarhjúkrunarfræðingur, Dóra Gróa Jónsdóttir, hjúkrunar- frœðingur á uppvakningu, Ólafur Hjálniarsson, svœfingar- lœkitir, Valtýr Bjarnason, svœjinguiyfirlœknir, Valdimar Hansen, svæfingarlœknir. Neðri röð J'rá vinstri, Svava Sveinbjörnsdóttir, neitii í svœfingarhjúkrun, Guðrún Marteinsdóttir, nemi i svæfingarhjúkrun, Valgerður Jónsdóttir, nemi í svœfingar- hjúkrun, Oddný M. Ragnarsdóttir, svœfingarhjúkrunarfrœð- ingur, Gunnhildur Valdimarsdóttir, neini i svæfingarhjúkrun. Valtýr sendi hana síðan til framhaldsnáms til Danmerkur þar sem hún var við nám ffá 15. janúar 1968 til 15. janúar 1969. Að náminu loknu kom hún til starfa á ný á Landspítalanum. Oddný segir að þegar hún var við námið á Landspítalanum hafi þar verið starfandi mjög fær íslenskur svæfingarhjúkrunar- ffæðingur, Rögnvaldur Stefánsson, en hann lærði svæfingar- hjúkrun í Oðinsvéum í Danmörku á árunum 1961-1963. Sárameðferð - ræðsludagur Föstudaginn 1. mars var haldinn fræðsludagur fyrir hjúkrunar- fræðinga í meðferð sára. Fyrirlesarar og leiðbeinendur voru Kirsten Múller, hjúkrunarfræðingur, klínískur sérfræðingur á sáradeild Bispebjergspitalans í Kaupmannahöfn, og Susanne Lauth, hjúkrunardeildarstjóri og kennari við hjúkrunarskólann í Vejle í Danmörku. Auk þeirra leiðbeindu á námskeiðinu danskir hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í sárameðferð. Fræðsludagurinn var styrktur af danska fyrirtækinu Coloplast og haldinn í sal Lyíjaverslunar íslands á Lynghálsi. Fræðsludagurinn var haldinn í tengslum við lokaáfanga í sérhæfðu námi sem danska hjúkrunarfélagið stendur fyrir árlega og íslenskir hjúkranarffæðingar era að byija að notfæra sér. 24 hjúkranarfræðingar komast í námið ár hvert og er námið vika í senn í fjögur skipti með 2ja mánaða millibili. Þess á milli er verkefhavinna. Ári eftir að náminu lýkur er svo haldið 2ja daga námskeið með fyrirlestrum og samantekt á því hvemig námið hefúr nýst hverjum og einum. Kirsten og Susanne hafa báðar langa reynslu og mikla þekkingu á sviði sárameðferðar. Kirsten hefúr áður komið til landsins og haldið erindi á norrænu skurðlæknaþingi sem haldið var hér fyrir nokkrum áram. 60 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.