Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 51
vJWAiMmír bmiaa, hvert stefnum við á Islandi? Hvernig sjá hjúkrunarfræðingar fyrir sér að hægt sé að upp- fylla markmið heilbrigðisáætlunar heilbrigðisráðuneytisins til 2010? í næstu tölublöðum íjalla hjúkrunarfræðingar um til- tekin markmið áætlunarinnar. Herdís L. Storgaard, hjúkrunar- fræðingur, framkvæmdastjóri Árvekni, veltir fyrir sér mark- miði 3, eða hvernig unnt verði að draga úr slysum og slysa- dauða barna um 25 prósent. Fjöldi slysa á börnum á íslandi Á tímabilinu 1991-1995 létust 65 börn á aldrinum 1-14 ára. Samkvæmt yfirliti yfir komur barna 14 ára og yngri á sama tímabili á slysadeildina í Fossvogi leita tæplega 11 þús- und börn á deildina árlega vegna slysa. Það má því gera ráð fyrir að tæplega 22 þúsund börn verði fyrir slysum á landinu árlega. Ástæður slysa á börnum á íslandi í þeim rannsóknum, þar sem tilteknir slysaflokkar hafa verið skoðaðir nákvæmlega, koma sameiginlegar vísbendingar fljótt í ljós. Þeim má skipta í 3 flokka. 1. Barnið. Böm hafa ekki líkamlegan og andlegan þroska til að forðast né vara sig á þeim hættum sem geta leynst i umhverfinu. Flest börn hafa náð þessum þroska um 10 ára aldur. 2. Skortur á eftirliti með börnum. Þetta einkennir mjög íslenskt þjóðfélag. Hér á landi er ábyrgðin færð mjög snemma yfir á herðar barnanna, að þau gæti sín sjálf án þess að það miðist við getu þeirra og þroska til þess. 3. Umhverfið. Mikið hefur skort á að tekið hafi verið tillit til barna í lögum og reglugerðum sem sérsaklega hafa verið sett til að vernda einstaklingana, en þetta hefur verið að breytast á liðnum árum. Til eru lög og reglur sem koma eiga í veg fyrir slys á börnum en oft og tíðum er ekki farið eftir þeim og afleiðingarnar eru skelfilegar. Árvekni (átakaverkefni um slysavarnir barna og unglinga) Verkefnið hefur verið í gangi í 3 ár og hefur komið ýmsum málum áleiðis. Mikilvægt er að sett verði markmið til að fækka slysum og slysadauða barna um 25% og unnið verði markvisst eftir þeim á næstu árum og að tímanum loknum verði árangurinn mældur. Skráning og úrvinnsla úr slysatölum Tölur yfir aldur, kyn, og hvar og hvernig börnin slasa sig eru grundvöllur þess að hægt sé að setja raunhæf markmið til að fækka slysum. Tölurnar eru líka verkfæri til að meta hvemig til hefur tekist. Það er þvi ákaflega mikilvægt að hægt verði að fá aðgang að þessum tölum sem fyrst. Tölumar em til en það er erfiðara fyrir okkur sem vinnum að slysavörnum að fá þær. Ur þessu þarf að bæta sem fyrst. Áhrifaríkar leiðir til úrbóta. Mikilvægt er að líta á vandann frá ýmsum hliðum. 1. Barnið: Hlutverk okkar sem vinnum við slysavamir hlýtur óneitanlega að vera að fræða foreldra um það hversu lítið barnið getur sjálft gert til að forðast þær hættur sem eru í nánasta umhverfi þess. 2. Eftirlit: Það er einnig mikilvægt að fá foreldra til að skilja að því yngra sem barnið er, því betur þurfi að gæta þess. Stórátak þarf til að koma fólki í skilning um hið misskilda frjálsræði íslenskra barna sem myndi í sumum löndum vera talið ill meðferð á börnum 3. Umhverfið: Mikilvægt er að stuðla að öruggu umhverfi fyrir börn alls staðar þar sem þau em. Fræðslan þarf að vera stöðug og miðlast í gegnum heilsu- gæslu og fjölmiðla. Upplýsingar þurfa að vera aðgengilegar, t.d. í bæklingum eða á heimasíðu. Sífellt bætast við nýir foreldrar og mikilvægt er að fræða foreldra um helstu nýjungar á þessu sviði. Til að skapa bömum ömggt umhverfí þarf að fara í gegn- um alla þætti umhverfisins og tryggja bömum öryggi með setn- ingu laga og reglna, sem taka mið af þörfum bama, og sjá til þess að þeim sé ffamfylgt því annars koma þau ekki að gagni. Fræðsla til þeirra sem taka ákvarðanir er einnig mikilvæg og miklu skiptir að fá opinbera aðila til að skilja að öryggi bama er forgangsverkefni. Löggæsla, t.d. refsing, er líka mikilvægur þáttur í forvömum og í sumum tilfellum það eina sem dugar. Breyta þarf hugsunarhætti fólks um slysavarnir. Margir ganga með þá flugu í höfðinu að ekkert komi fyrir þá. Þetta má að hluta til rekja til eðlis mannsins og þeirra hugmynda sem fólk hefur myndað sér um að slys séu yfirnáttúruleg og ekki sé hægt að fyrirbyggja þau. Það þarf ekki að líta lengra en til nágrannalanda okkar en þar hafa þessar aðferðir verið uppistaðan í slysavörnum barna og þar hefur tekist að fækka slysum til muna. í sumum löndum hefur slysum á börnum fækkað það mikið að þau eru helmingi færri en hér á landi. Þessi aðferð hefur einnig verið notuð hérlendis til að fyrirbyggja dmkknunarslys og hefur hún skilað stórkostlegum árangri. Herdís Storgaard, Herdis.Storgaard@hr.is 51 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.