Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 30
Orlofspunktar og úthlutanír orlofshúsa og orlofsstyrkja Fyrirkomulag á úthlutun í kjölfar úthlutunar orlofshúsa og orlofsstyrkja félagsins er alltaf nokkuð um fyrirspurnir frá félagsmönnum varðandi rétt til orlofshúsa og úthlutunarreglur. Því skal hér gerð nokkur grein fyrir helstu þáttum. Félagsmenn ávinna sér 12 orlofs- punkta á ári. Orlofshúsin kosta 12, 24 eða 36 punkta á viku eftir tímabili (sjá umsóknareyðublað), orlofsstyrkurinn kostar 36 punkta. Þess misskilnings hefúr nokkuð gætt að til þess að eiga möguleika á orlofshúsi/orlofsstyrki þurfi menn að hafa áunnið sér eins marga punkta og það kostar. Svo er hins vegar ekki heldur fær sá úthlutað sem á inni flesta punkta miðað við hópinn sem sækir um dvöl á sama stað og á sama tíma. Þetta gildir einnig um úthlutun orlofsstyrkja. Ekki er hægt að sjá fyrir fram hverjir fá úthlutað því þar ræður hvað marga punkta sjóðsfélagi á miðað við aðra umsækjendur. Við stofnun orlofssjóðsins árið 1994 tók gildi punktakerfi sem úthlutað er eftir. Hver sjóðsfélagi, sem er aðili að sjóðnum, ávinnur sér 12 punkta á ári. Sjóðsfélagi er sá sem er starfandi, og vinnuveitandi eða hann sjálfur, sé hann sjálfstætt starfandi, greiði samningsbundin gjöld til sjóðsins. Eftirlaunaþegar njóta allra réttinda eins og starfandi félagar. Yngri sjóðsfélögum og þeim sem eiga fáa punkta skal bent á að mest aðsókn hefur verið í orlofsdvöl í júlí, því er auðveldara að fá úthlutað orlofsdvöl í júni og ágúst. Fyrir hverja úthlutun eru dregnir frá punktar eins og nánar kemur fram á umsóknareyðublaðinu. Fyrri úthlutanir koma að sjálfsögðu til frádráttar hvort heldur hefur verið úthlutað orlofsstyrk eða orlofshúsi. Aríðandi er að umsóknum sé skilað inn á réttum tíma. Gildir einu þótt félagsmenn telji sig ekki hafa fengið umsóknareyðu- blað í hendur. Umsóknarfrestur er tilgreindur á umsóknar- eyðublaðinu. Póststimpill gildir. Umsóknir skulu berast til orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlands- braut 22, 108 Reykjavík, eða með símbréfi í 540 6401. Ekki er hægt að sækja um í tölvupósti. Sá sem fær úthlutað orlofshúsi verður að greiða leiguna innan þess frests sem tilgreindur er í bréfi eftir að úthlutun hefur farið fram, annars missir hann úthlutun sína. Leiga utan venjulegs orlofstíma: Um eftirtaldar íbúðir gilda aðrar reglur þar sem þær eru ekki inni í sumarúthlutun heldur falla þær undir þá reglu að hægt er að panta þær frá 1 degi upp í 7 daga í senn, sjá töflu yfir skráningu á pöntunum. Áunnir orlofspunktar skerðast ekki. Ibúð í Sóltúni 9, Reykjavík. Kvennabrekka í Mosfellsbæ. íbúð í Furulundi 8d, Akureyri. Vakin er athygli á því að orlofshús í eigu félagsins eru til útieigu alla daga ársins, ekki bara um helgar að vetrinum. Þetta eru: Orlofshús í Birkilundi 20 og 24 í Húsafelli og Bláskógar við Ulfljótsvatn. Þessi hús falla jafnframt inn í hefðbundna sumarútleigu samkvæmt þeim reglum sem um þá leigu gilda. Eftirfarandi tafla sýnir hvenær byrjað er að skrá pantanir yfir vetrarleigu í orlofshús félagsins og íbúðirnar allt árið. 1. janúar - hefst skráning fyrir apríl 1. febrúar - hefst skráning fyrir maí 1. mars - hefst skráning fyrir júní 1. apríl - hefst skráning fyrir júlí 1. mai - hefst skráning fyrir ágúst 1. júní - hefst skráning fyrir september 1. júlí - hefst skráning fyrir október 1. ágúst - hefst skráning fyrir nóvember 1. september - hefst skráning fyrir desember 1. október - hefst skráning fyrir janúar 1. nóvember - hefst skráning fyrir febrúar 1. desember - hefst skráning fyrir mars Stjórn orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hanna I. Birgisdóttir, formaður Hólmfríður Traustadóttir Sigríður K. Jóhannsdóttir Anna Lóa Magnúsdóttir Guðlaug Traustadóttir Ásta Sólveig Stefánsdóttir Sesselja Jóhannesdóttir 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.