Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 24
Fræðsludagur um sykursýki
Fræðsludagur fyrir hjúkrunarfræðinga um sykursýki var hald-
inn laugardaginn 9. febrúar sl. í húsakynnum Pharmaco hf.
Fundurinn var í boði Novo Nordisk og tókst í alla staði mjög
vel. Rætt var um sykursýki frá mörgum sjónarhornum enda er
þetta sjúkdómur sem kemur víða við og er margbreytilegur
svo og þeir fylgikvillar sem hann getur valdið hjá sjúklingun-
um. Dorte Möller Jensen, læknir frá Óðinsvéum í Danmörku,
hélt fyrirlestur um meðgöngusykursýki og hvernig greiningu,
meðferð og eftirfylgni væri best háttað samkvæmt rannsókn-
um sem gerðar hafa verið í Danmörku. Þar kom meðal annars
fram að tíðni meðgöngusykursýki er um 2% þar í landi og að
þetta vandamál er yfirleitt bundið meðgöngunni og gengur
siðan til baka. En þó er hættara við að þessar konur greinist
seinna á lífsleiðinni með sykursýki af tegund 2. Einnig eru
börn þessara kvenna í meiri hættu á að fá sykursýki og offitu
og dæturnar eru í meiri hætta á að fá meðgöngusykursýki eins
og mæður þeirra. Greining þessa vandamáls er mjög einföld,
segir Dorte, en hægt er að mæla blóðsykur hjá fastandi konum
eða framkvæma sykurþolspróf. En á aðeins að mæla konur
sem eru með áhættuþætti fyrir meðgöngusykursýki eða á að
mæla allar ófrískar konur? Dorte mælir með því að lögð sé
áhersla á konur sem eru með áhættuþætti, s.s. sykur í þvagi,
fengið meðgöngueitrun áður, BMI >27, sykursýki í fjölskyld-
unni og konur sem fætt hafa mjög stórt barn. Hún segir rann-
sóknir sýna að þannig greinist um 78% þeirra sem eru með
meðgöngusykursýki og þær sem hafi sjúkdóminn en greinist
ekki séu með mjög væg einkenni. Varðandi framtíð þessara
kvenna þá er 50% hætta á að þær greinist með sykursýki af
tegund 2 10 árum frá meðgöngu en hún bendir á að hægt sé að
fresta þessu með því að huga að mataræði og stunda
líkamsrækt. Varðandi eftirfylgni leggur hún til að konur mæti í
eftirlit 6-8 vikum eftir barnsburð og á l-2ja ára fresti eftir það.
Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarffæðingur á göngudeild
sykursjúkra bama og unglinga, hélt fyrirlestur um sykursýki hjá
skjólstæðingum sínum sem em um 80 einstaklingar sem stendur.
Sykursýki er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn sem grein-
ist hjá bömum og em 90% þeirra með tegund 1. Algengast er að
böm greinist á aldrinum 10-12 ára en þó kemur sjúkdómurinn
fram í öllum aldurshópum, allt niður í böm undir 1 árs aldri.
Vinnan á göngudeild sykursjúkra bama og unglinga er teymis-
vinna þar sem unnið er með fjölskyldu skjólstæðingsins. Sjúk-
dómurinn er ekki aðeins meðhöndlaður heldur þarf líka að hjálpa
skjólstæðingnum og fjölskyldu hans að þekkja hann og læra að
lifa með honum. Hér koma til tæknileg atriði eins og að sprauta
insúlíni, hvernig bregðast á við blóðsykurslækkun/ hækkun og
svo hlutir eins og að læra að lesa á matvælapakkningar.
Vigdís Pálsdóttir, hjúkrunaríræðingur á göngudeild sykur-
sjúkra á Landspítala í Fossvogi, átti stóran þátt í þessum degi.
Jafnframt því að vera fúndarstjóri fór hún yfir blóðsykurs-
mælingar, stungutækni og kynnti insúlín og insúlínmeðferð.
24
Varðandi blóðsykursmælingamar benti hún á mikilvægi þess að
sjúklingurinn haldi dagbók þar sem hann skráir sykur og virkni
sína til þess að vita betur hvað hann má og þekkja viðbrögð
líkamans. Einnig er mjög mikilvægt að við hjúkrunarffæðingar
notum rétt þau tæki og tól sem við vinnum með, s.s. blóðsykurs-
mælana og insúlínpennana. Vigdís fór í ýmis tæknileg atriði
varðandi insúlínið, eins og hvemig á að losa loft úr insúlínpenna,
stungutækni og val á stungustöðum. Einnig talaði hún um val á
insúlíni fyrir sjúklinginn en margar tegundir insúlíns em á
markaðnum og hægt er að raða þeim saman á marga vegu til að
sinna þörfum sjúklingsins sem best. Hún benti á að meðferðar-
aðilar mættu vera djarfari í að skipta um insúlíntegundir hjá
sjúklingunum til að bæta meðferð en oft er tregða til þess.
\ . .Ém É, *■ * -i- % II m* % /u '
jHÉh0T í
Ástráður B. Hreiðarsson, læknir á göngudeild sykursjúkra
á Landspítala við Hringbraut, var með skemmtilegt og fræð-
andi erindi um sykursýki af tegund 2 þar sem hann kom inn á
marga þætti, t.d. mataræði, hreyfingu og lyfjameðferð. Bertha
M. Ársælsdóttir ræddi um hollan mat fyrir sykursjúka og alla
hina. Mataræðið er eitt hið mikilvægasta í meðferð sykur-
sjúkra. Samtök sykursjúkra hafa gefið út góða bæklinga þar
sem skoðað er hvernig sjúklingurinn getur létt sig og hvaða
þættir eru mikilvægastir varðandi sykursýki af tegund 1 og 2.
Margrét Jónsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur, hélt fyrirlestur um
sitt fag og undirstrikaði mikilvægi þverfaglegrar samvinnu i
meðferð sykursjúkra og kom fram hjá henni að nú hefur verið
ráðinn fótaaðgerðarfræðingur á LSH til að hugsa um fætur
skjólstæðinga á göngudeildinni. Margrét gaf hjúkrunarfræð-
ingum ýmis góð ráð varðandi meðferð fótameina og lagði
áherslu á að erlendis hafi aflimunum fækkað þar sem fóta-
aðgerðarffæðingar hafi starfað með sykursýkisteymum.
Eins og sjá má hér að framan var þessi laugardagur sneisa-
fullur af fróðleik og var þátttaka hjúkrunarfræðinga af öllu
landinu mjög góð. Ég vil þakka Novo Nordisk fyrir góðan
fræðsludag svo og öðrum fyrirtækjum í Pharmaco sem tóku
þátt í ffæðsludeginum með kynningu á vörum sínum.
Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur,
HSSA, Höfh í Hornafirði.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002