Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 42
Erlín Óskarsdóttir hlaut styrk úr Rannsóknasjóði Klinidrape og Eorna jHðAn ■sjúklÍKAA keÍMA e{-tir Erlín Óskarsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Klinidrape og EORNA vegna lokaverkefnis sem hún vinnur að í meistaraprófsnámi við Háskóla Islands. Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, afhenti styrkinn, sem nemur 1000 evrum (um 80 þúsund krónum), við athöfn í fyrirtækinu að við- stöddum meðal annarra fúlltrúum Evrópusamtaka skurðhjúkrunar- fræðinga (EORNA), þeim Þórhöllu Eggertsdóttur og Þóru Guð- jónsdóttur. Verkefni Erlínar kemur síðan til álita við úthlutun verð- launa á næsta EORNA-þingi sem haldið verður á Krít vorið 2003. Krístjún Einarsson, forstjórí Rekstrarvara, afhendir Erlínu Óskarsdóttur skjal um styrkinn frá Klinidrape og EORNA, Evrópusamtökum skurðhjúkrunarfræðinga. „Ég er að grafast fyrir um það í þessu lokaverkefni mínu hvernig sé háttað líðan sjúklinga sem farið hafa í skurðaðgerð en dvelja ekki lengur en tvo sólarhringa á stofnun eftir aðgerðina. Áður var algengt að sjúklingar væru í vikutíma til þess að ná sér eftir skurðaðgerð en nú stoppa þeir nánast ekki neitt, frá einum til tveim sólarhringum," segir Erlín sem býr á Eystri-Fellum í Gaul- verjabæjarhreppi. Erlín Óskarsdóttir starfar sem deildarstjóri á skurðstofú Heilbrigðisstofriunar Selfoss þar sem hún hefúr starfað í tvo áratugi. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1971, sem skurð- hjúkrunarfræðingur 1979 og lauk B.S. prófi í hjúkrun árið 1997. Erlín stefnir að því að ljúka meistaraprófi í vor. Hún er einnig fyrsti varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga. Rekstrarvörur eru umboðsaðili fyrir Mölnlycke Health Care AS sem er samstarfsaðili Rannsóknasjóðs Klinidrape og EORNA. Klinidrape er vörumerki yfir skurðstofúfatnað og aðgerðarpakka sem Mölnlycke framleiðir. Neðri röó fv.: Þórhalla Eggertsdóttir, EORNA, Eríin Óskarsdóttir og Þóra Þ. Guðjónsdóttir, EORNA. Efri röó f.v.: Guðný Einarsdóttir, Jólianna Runólfsdóttir, Kristján Einarsson, Guðrún Daníelsdóttir, meðstj. i fagdeild og Ruth Sigurðardóttir, form. fagdeildar. Námsstyrkir Frá Minningarsjóði Hans Adólfs Hjartarsonar og Kristínar Thoroddsen Hér með eru auglýstir til umsóknar styrkir úr þessum sjóðum fyrir árið 2002. Styrkimir em veittir til ffamhaldsnáms í hjúkrun. Umsóknir skulu sendar stjórn Minningarsjóðs Hans Adólfs Hjartarsonar eða Katrínar Thoroddsen, skrifstofú Félags íslenskra hjúkmnarfræð- inga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, fyrir 15. apríl 2002, með sem fúllkomnustum upplýsingum um hvemig umsækjandinn hyggst nota styrkinn. Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar, framkvæmda- stjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjar- 42 systkinum, en Hans Adolf lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Var það samkvæmt ósk hins látna og þess jafhframt getið að hann hefði borið þakklæti í huga fyrir góða hjúkrun á Landspítalanum. Vextir af höfuðstól sjóðsins eru til úthlutunar til styrkveitinga. Sjóðurinn er í vörslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og tekur skrifstofa félagsins við áheitum og gjöfúm í sjóðinn. Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen hefúr tvíþætt hlutverk, annars vegar að veita þeim hjúkrunarfræðingi viðurkenningu sem skarað hefúr fram úr í hjúkrunarnámi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa og hins vegar að veita styrk til framhaldsnáms í hjúkrun. Samkvæmt skipulagsskrá minningarsjóðsins skal viðurkenningin vera peningur úr bronsi og á annarri hlið er upphleypt mynd af Kristínu Thoroddsen gerð eftir lágmynd Sigurjóns Olafssonar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.