Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 43
íZjrAimAkeíwilíð iMrð Að uevuleikA -Sóltún, - nýr kostur í öldrunarþjónustu Hjúkrunarheimilið Sóltún hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bylting í þjónustu og aðbúnaði bœði starfsfólks og íbúa. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfrœðinga sótti heimilið heim jjórum vikum eftir opnun. Anna Birna Jensdóttir er hjukrunarforstjóri og einn af hugmyndafrœðingum heimilis- ins. Hún segir frá aðdraganda byggingarinnar, en er ríkið ákvað að bjóða út byggingu og rekstur nœsta hjúkrunar- heimilis, buðu þrír aðilar i verkið, þar af fylgdu tveir þeirra eftir tilboðum sínum. Annar þeirra var Securitas, en á vegum hans hannaði 5 manna hópur tilboðið. I vinnuhópnum áttu sœti Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Securitas, Guðmundur Arnason, einnig frá Securitas, Jóhannes Arnason frá Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt og svo Anna Birna, sem var þá sviðsstjóri yfir öldrunarsviði á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. „Hér vaka alliryfir ibúunum án þess að sjást“, segirAnna Birna. „Við veltum íyrst fyrir okkur hvemig við myndum vilja hafa draumahjúkrunarheimilið, við leituðum óhefðbundinna lausna og það var enn meira gaman að sjá hugmyndina fæð- ast,“ segir hún þar sem við sitjum á vistlegri skrifstofu hennar í Sóltúni. Hugmyndina segir hún vera frá Excellence, hugsun- in að baki er Magnet sjúkrahúsafræði, eða hugmyndir um hvað það er sem laðar bæði starfsfólk og ibúa að tiltekinni hjúkmn. Við ákváðum að reyna að gera það besta mögulega á hveiju sviði, reyna að hafa svigrúm og aðstæður til að geta veitt góða þjónustu. Við tókum því þá ákvörðun að hér yrðu eingöngu sérbýli, en áður en Sóltún opnaði voru á milli 17 og 18 hundruð rými á öllum hjúkrunarheimilunum, þar af voru eingöngu á annað hundrað sérbýli, en flest sambýlin voru fyrir 2 til 6 íbúa. Það var því brotið blað í öldrunarþjónustu þegar ríkið tók þessu tilboði, en það hafði fengið hæstu einkunn hvað varðaði þjónustu, rekstur og húsnæði. íbúar hér em 92, allir í einbýlum sem em um 30 fermetrar hvert. Hjón, sem koma saman, geta fengið samliggjandi sérbýli sem hægt er að opna á milli.“ Hún segir 7 hjón búa þar núna en þau gætu verið 12. Atta einstaklingar sameinast svo um borðstofu, setu- stofu og eldhús. Það em því um 12 sambýli í húsinu. En hvað um maka þeirra sem búa þama og aðra íjölskyldumeðlimi? „Við reynum að láta makann finna sig eins velkominn hérna og kostur er. Erum t.d. að vinna að því að makinn geti borðað hérna líka. Stórfjölskyldan er líka velkomin og fólk getur fengið lykla að útidyrunum og komið hingað eins oft og það vill. Sú hugmyndafræði sem starfsemin byggist á hefur að leiðarljósi að virðing skuli borin fyrir einstaklingunum, og við veitum hér heimahjúkrun á litlum einkaheimilum. Það getur verið erfiðara fyrir starfsfólkið að sinna fólki, en stefnan er að gera það sem minnst sýnilegt, íbúar geta hins vegar kallað á starfsfólk hvenær sem er, hver starfsmaður er með símtæki á sér og í húsinu er fullkominn tölvubúaður þar sem við getum haft yfirsýn yfir þjónustuþörfina. Það eru allir að vaka hér yfir íbúunum án þess að sjást.“ Anna Birna tekur fram sím- ann, sem er bæði kalltæki og simtæki og sýnir hvernig tölvu- kerfið virkar í raun. Hún segir heimsóknir í húsið takmark- aðar, en þau hafi í huga að útbúa kynningarefni og eru búin að opna heimasíðu, www.soltun.is þar sem hægt er að fá upplýs- ingar um starfsemina. „Þar sem þetta eru lítil heimili getum við ekki sýnt þau nema með leyfi þeirra sem þar búa.“ Boðið upp á rauðvín og sérrí En á heimilið sér einhverja beina fyrirmynd? „Nei, ekki bein- línis, við höfum hins vegar reynt að taka það besta frá sam- bærilegum heimilum á Norðurlöndunum, í Norður-Ameríku, Frakklandi og Hollandi. Þannig fór vinnuhópurinn t.d. í skoðunarferð til Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands. Eg hef skoðað hjúkrunarheimili víða um heim, skoðaði til dæmis eitt í Frakklandi þar sem íbúar borðuðu við dúkuð borð, voru með taumunnþurrkur og fengu sér rauðvín Hjúkrunarstjórnstöð er á Itverri hæð. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.