Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 44
með matnum. Ég man að ég hugsaði með mér að fyrst Frakkar gætu þetta þá gætum við þetta líka. Hér erum við því með dúkuð borð og tauservéttur, hér er bannað að kaupa inn bréf- smekki. Við bjóðum upp á rauð- vínsglas og snaps ef svo ber undir en með því erum við að segja að íbúar hér lifi sem eðlilegustu lífi eða eins og gengur og gerist á öðrum heimilum. Við bjóðum líka sérrí á kvöldin í stað róandi taflna. Við höfum einnig nýtt okkur ýmislegt annað, t.d. var kynnt rannsókn á ráðstefnu ICN í London 1999 að fiskar hefðu mikið meðferðargildi, og því erum við með fiskabúr hér í matsölunum því niðurstöðurnar bentu lika til þess að ef fólk hefur litla matarlyst geta fiskabúr aukið matarlystina, einkum hjá þeim sem nota mikið af lyfjum.“ Húsgögnin segir hún einnig valin með þarfir eldra fólks í huga, stólar eru þannig að auðvelt er að setjast og standa upp úr þeim og svo eru sófar, sem hægt er að leggja sig i, og sófasett með mismunandi áklæðum. Litir á veggjum eru valdir með það í huga að þeir séu róandi, grænir, gulgrænir og blá- grænir, gardínur líka ljósar. í íbúðunum eru sjúkrarúm sem eru þannig útbúin að fólk er sem mest sjálfbjarga, getur hækk- að rúmbotninn og lækkað og þarf sem minnst að kalla á starfs- fólk sér til aðstoðar. „Rúmin eru algjör bylting í öldrunar- þjónustu,“ segir Anna Birna. Hún segir stjórnvöld mjög meðvituð um þörfina fyrir fleiri heimili af þessu tagi. Þeir sem búa nú í Sóltúni voru áður á Úr sjúkraþjálfuitiitni. Frá þorrablótinu. Fiskabúr í inatsalnum. Úr anddyrinu. sjúkrahúsum eða unt 80 prósent íbúanna en um 20 prósent bjuggu í heimahúsum og fengu heimahjúkrun. „Sumt af þessu fólki hefur búið á sjúkrahúsi í 30-40 ár.“ Hún segir um 200 manns vera á biðlista og því þyrfti að byggja tvö heimili til viðbótar og svo eitt á ári. Anna Birna segir íbúana hafa aðlagast vel þann tíma sem heimilið hefur verið starfrækt, og sömuleiðis starfsfólkið en það tekur tíma fyrir báða hópa að venjast breyttu umhverfi. Rekstrarlega er húsinu skipt niður í þrjár einingar eftir hæðum og er hjúkrunarstjómandi á hverri hæð sem heyrir beint undir Önnu Birnu. Meðaldvalartími á hjúkrunarheimilum er um þrjú ár. Á biðlista eru að jafnaði 7 manns í forgangshópi, en ráð- herra hefur valið samstarfshóp þeirra sem velja íbúa, í honum eiga sæti Ingibjörg Hjaltadóttir frá Landspítalanum, Unnur Kristín Sigurðardóttir frá Félagsþjónustunni og Anna Birna. Það er þó alltaf starfsfólkið á Sóltúni sem á síðasta orðið um hvaða íbúi er tekinn inn. En það er ekki aðeins biðlisti með þeim sem vilja koma á heimilið, það er einnig biðlisti hjá þeim sem vilja koma til starfa í Sóltúni. Vinnutími starfs- fólksins er sveigjanlegur og reynt að koma til móts við þarfir starfsfólks eins og kostur er. Vaktataflan er tölvustýrð og menn geta komið óskum sínum um vinnutíma á framfæri. „Það má segja að hér sé líka brotið blað í vaktkerfi, tölvan býður til dæmis þeim sem vilja vinna á tímum, sem eru ekki eftirsóttir, tiltekinn bónus og hægt er að vinna mismikið í hverjum mánuði. Það má líta á þetta eins og bankareikning, menn eiga 44 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.