Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 20
en hjúkrunargreiningar (Griffiths, 1998). Slík umræða hefur einnig verið í gangi hér á landi þó ekki sé unnt að finna slíkt á prenti. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því athyglisverðar fyrir það hve fáar læknisfræðilegar greiningar eru notaðar (4,7%) í stað hjúkrunargreininga. í ljósi þess að hjúkrunarfræð- ingar lýsa þeim heilsufarslegu viðfangsefnum sem þeir fást við einungis í 58,8% tilfella með hjúkrunargreiningum sem sam- svara NANDA-hjúkrunargreiningum má ætla að hjúkrunarffæð- ingar eigi erfitt með að nota NANDA- „fagmálið" eitt og sér til að lýsa viðfangsefnum sínum. Þetta gæti skýrst að einhveiju leyti af þvi að NANDA-hjúkrunargreiningar endurspegla ein- göngu vandamál sem hjúkrunarffæðingar hafa þekkingu og leyfi til að greina og meðhöndla þegar reyndin er sú að stór hluti hjúkrunarstarfa felst í því að fylgja eftir fyrirmælum lækna. Engin einhlít skýring er á því hvers vegna fjórar af hveij- um tíu hjúkrunarskrám höfðu enga hjúkrunargreiningu. Vitað er að legutími hefur þar áhrif (Ásta Thoroddsen og Hrund Sch. Thorsteinsson, 2002) og tímaskortur hefur oft verið nefndur. Að draga ályktun af ástandi sjúklings, flokka saman einkenni og komast að niðurstöðu í formi hjúkrunargreiningar virðist vefjast fyrir mörgum hjúkrunarfræðingum. Spyrja má hvort hjúkrunarfræðileg nálgun vefjist fyrir hjúkrunarfræðingum. Þá hefur formlegum kröfum til skráningar og eftirlit með skráningu almennt verið ábótavant á sjúkrahúsum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda sterklega til þess að sjúkdómsgreiningin ein og sér varpi litlu ljósi á heilsufar sjúklinga. Sem dæmi má nefna að sjúklingar, sem höfðu fengið sjúkdómsgreiningu undir flokknum heilablóðfall (flokkur heilaæðasjúkdóma (cerebrovascular disease)), fengu samtal 54 mismunandi tegundir hjúkrunargreininga. Þá gátu sjúklingar með sama sjúkdóm verið með frá 1 og upp í 10 mismunandi hjúkrunargreiningar. Það virðist því ljóst að hjúkrunargrein- ingar auk sjúkdómsgreininga lýsa mun betur heilsufarslegu ástandi sjúklingsins en sjúkdómsgreiningin ein og sér. Grein- ingin Parkinsonsjúkdómur endurspeglar ekki vel heilsu sjúklings en hjúkrunargreiningar eins og skert hreyfigeta, skert sjálfsbjargargeta, breyting á líðan, næring minni en líkamsþörf, hægðatregða, hætta á skaða, trufluð munnleg tjáskipti og veikluð húð gefa mun breiðari og skýrari mynd af því. Athygli vekur einnig í hve fáum tilvikum fylgikvillar læknisfræðilegrar meðferðar, s.s. lyfjameðferðar, eru skráð (2,2%). Dæmi um þetta eru hætta á fylgikvillum lyfjameð- ferðar eða rannsóknar og hætta á blæðingum. í úrtaki þessarar rannsóknar voru einungis gögn frá lyflækningadeildum og endurhæfingardeild, en athyglisvert væri að skoða gögn frá skurðlækningadeildum einnig til samanburðar. Þegar niðurstöður eru skoðaðar út ffá heilsufarslyklunum má segja að sérhæfing deildanna endurspeglist í fjölda hjúkr- unargreininga undir hveijum lykli þar sem líkamleg vandamál eru yfirgnæfandi. Athygli vekur einnig hve fáar hjúkrunargrein- ingar eru undir lyklum, s.s. hlutverki og félagslegum tengslum, sjálfsmynd og þekkingu, aðlögun og streitu og gildismati og trú. í rannsókn Dapice, Hanley og Wong (1987) á hjúkrunargrein- 20 ingum lungnasjúklinga komu fram sams konar niðurstöður. Þær veltu fyrir sér hvort hjúkrunargreiningar undir þessum lyklum ættu e.t.v. ekki við í þeim sjúklingahópi eða hvort skýringar væri að leita í því að hjúkrunarfræðingar notuðu ekki nægilega ýtarleg matstæki fyrir sálfélagsleg vandamál. Þær bentu á að vönduð upplýsingasöfnun væri forsenda fýrir sem nákvæmastri greiningu hjúkrunarvandamála og að notkun nákvæms mats- tækis hjálpaði til við að finna einkennin sem vísuðu á hjúkr- unargreininguna. Griffiths (1998) bendir einnig á að hjúkrunar- fræðingar ræði fremur um sálfélagsleg vandamál sjúklinga sinna við skýrslugjöf á vaktaskiptum fremur en skrá þau með formlegum hætti sem hjúkrunarvandamál. Hinn mikli fjöldi greindra sálfélagslegra vandamála í úrtak- inu sýnir að málinu er gaumur gefinn í klínísku starfi. Andleg vanlíðan, sem ekki er til í NANDA-flokkunarkerfinu, var oft notuð (n=65) sem hjúkrunargreining. Slík greining er ónákvæm og getur verið vísbending um mun sértækari vandamál. Svo breið greining er heldur ekki líkleg til að vísa á sértæka hjúkrunarmeðferð. Hins vegar virðist NANDA-flokkunarkerfið ekki bjóða upp á hjúkrunargreiningar um andlega vanlíðan sem íslenskir hjúkrunarffæðingar sætta sig við. Athyglisvert er til dæmis að hjúkrunargreiningar varðandi aðlögun, streitu eða álag komu ekki fyrir í úrtakinu þrátt fyrir að flestar hjúkrunar- skránna, sem úrtakið tók til, tilheyrðu sjúklingum með heila- blóðfall og langvarandi lungnasjúkdóma sem hafa glímt við erfiðar breytingar á heilsufari. Þetta gæti skýrst af því að NANDA-flokkunarkerfið býður einungis upp á fremur dæm- andi greiningar varðandi aðlögun (t.d. skert aðlögun, ófullnægj- andi aðlögunarleiðir sjúklingsins) og engar greiningar varðandi álag og streitu sjúklingsins. Einnig er athyglisvert að hjúkrunar- greiningin ótti er aldrei notuð í úrtakinu gagnstætt því sem víða kemur ffam hjá bandarískum hjúkrunarffæðingum (Lunney o.fl., 1997). Hér getur verið um menningarlegan mun að ræða eða að þýðingin ótti nái ekki enska hugtakinu „fear“ nægilega vel. Talsverður blæbrigðamunur er á hugtökunum ótti og hræðsla. Ástæða er til að kanna þessa hugtakanotkun ffekar meðal íslenskra hjúkrunarffæðinga sem og að gera nánari inni- haldsgreiningu á hjúkrunargreiningum sem notaðar eru í dag- legu starfi um andlega vanlíðan sjúklinga. I mörgum tilvikum er hægt að segja nákvæmlega fyrir um hvaða hjúkrunarvandamál birtast hjá sjúklingum með ákveðnar sjúkdómsgreiningar. Líðan og skynjun tveggja einstaklinga með sama sjúkdóm getur hins vegar einnig birst á mjög mismunandi hátt. Birtingarform sjúkdóms getur einnig verið mjög mismunandi á milli einstaklinga. I niðurstöðum hér að ffaman voru birtar skráðar hjúkrunar- greiningar hjá sjúklingum með algengustu sjúkdómaflokkana í úrtakinu. Ekki reyndist unnt að finna niðurstöður rannsókna um hjúkrunargreiningar allra þessara hópa til samanburðar. Niður- stöður rannsóknar á skráðum hjúkrunargreiningum sjúklinga með astma, berkjubólgu og lungnaþembu (Dapice, Hanley og Wong, 1987) sýna mjög sambærilegan lista við þann sem hér var kynntur í töflu 8. Hjá þeim koma einnig ffam hjúkrunar- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.