Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 35
Áunnið orlof / orlofsréttur: vinnuskvldustundir: vinnudapar aldur á ári á mánuði á ári < 30 ára 192 16 24 30-37 ára 216 18 27 >37 ára 240 20 30 Taflan sýnir áunnið orlof eða orlofsrétt miðað við fullt starf. Miðað er við að orlof lengist ef starfsmaður nær t.d. 30 ára aldri á því almanaksári sem tímabil sumarorlofs tilheyrir. Það skiptir ekki máli hvenær almanaksársins hann verður 30 ára. Orlofsréttur ef unnið er hlutastarf: Ef starfsmaður vinnur hlutastarf allt orlofsárið þá er orlofs- réttur hans sama hlutfall af 192, 216 eða 240 vinnuskyldu- stundum eins og starfið er nrikill hluti af fullu starfi. Dæmi: Ef starfsmaður, 38 ára eða eldri, vinnur 80% starf allt orlofsárið þá er orlofsréttur hans 240 x 0,8 = 192 vinnu- skyldustundir. Orlofsréttur ef unnið er hluta af orlofsárinu: Ef starfsmaður hefur unnið hluta úr orlofsárinu er orlofs- rétturinn reiknaður þannig að deilt er með 12 (mánuðir á ári) í orlofsrétt starfsmannsins eins og hann væri fyrir heilt orlofsár og síðan margfaldað með mánaðafjölda í starfi fram til 30 apríl. Dæmi: Ef starfsmaður 38 ára eða eldri hefur starf 1. september þá er orlofsréttur hans 240 x 8/12 = 160 vinnu- skyldustundir. Vaktavinnufólk í hlutastarfi á að fá lengingu á orlofi þegar helgidagar (aðrir en laugardagar og sunnudagar) koma inn á orlofstímann. Lengingin er jafnhátt hlutfall af vinnu- stundum á sérstökum frídögum eins og starfið er mikill hluti af fullu starfi. Dæmi: Ef starfsmaður er í 60% starfi, vinnur þrjár 8 tíma vaktir í viku og einn sérstakur frídagur fellur á orlofsviku (t.d. frídagur verslunarmanna) þá teljast: 24 - (8x0,6) = 19,2 vinnu- skyldustundir í orlofi þá vikuna. Við talningu orlofs telst hálfur mánuður eða meira í starfi sem heill mánuður, skemmri tíma er sleppt. Orlofsfé: Þeir sem vinna álags- og yfirvinnu fá orlofsfé af þeirri vinnu sem hér segir: Yngrien30ára 10,17% 30-37 ára 11,59% 38áraogeldri 13,04% Orlofsfé er lagt inn á póstgíróreikning eða bankareikninga og greitt út í lok orlofsárs. Orlofsprósentan kemur oft ekki fram á launaseðli svo fylgjast þarf með því að hún sé rétt. Orlofsuppbót: Orlofsuppbót er greidd út 1. júní ár hvert. Hjúkrunarfræð- ingar, sem eru í starfi til 30. apríl næst á undan, eiga að fá orlofsuppbót. Orlofsuppbót er sérstök eingreiðsla og verður á samningstímanum sem hér segir: Á árinu 2001 er hún 9.600 kr. Á árinu 2002 er hún 9.900 kr. Á árinu 2003 er hún 10.000 kr. Á árinu 2004 er hún 10.200 kr. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfs- tíma. íbúð til leigu í Norður-Þýskalandi I Grasberg, sem er lítill bær 20 km fyrir austan Bremen, er til leigu íbúð sem að öllu jöfnu er einstaklingsíbúð en hægt er að bæta við einu herbergi. íbúðin er leigð með uppbúnum rúmum og handklæðum. Aðgangur er að stórum garði og sér sólpalli með grillaðstöðu. Ibúðin er tilvalin fyrir ferðamenn á leið um Þýskaland þar sem hún er leigð allt ffá einum sólarhring. Gestgjafinn, Lovísa Birgisdóttir, talar íslensku. Nánari upplýsingar í sima 00 49 (0)4208-3151, eða með tölvupósti: milo-vivol@t-online.de. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar og myndir á heimasíðunni www.vitall23.mypharmanex.com. Leigan fyrir 1-3 nætur er 4250 kr. (3-4 einstaklingar) og 800 kr. fyrir hvern einstakling að auki á sólarhring. 2000 kr. eru greiddar fyrir hreingerningu við brottför. Fyrir 4 nætur eða fleiri kostar íbúðin 3750 kr. (3-4 einstaklingar) og 700 kr. fyrir hvern einstakling að auki á sólarhring auk 2000 kr. fyrir hreingerningu. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.