Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 14
of the diagnoses could be classified into three Functional Health Patterns: Activity and Exercise; Perception and Cognition; and Nutrition and Metabolism. The results strongly indicate that nursing diagnoses together with medical diagnosis give a much more holistic view of a health status of patients than the medical diagnosis alone. Key concepts; Nursing documentation; nursing diagnoses; classification system Hér á landi hefur skapast ákveðin hefð fyrir notkun hjúkr- unarferlisins og þvi hvemig hjúkrunarviðfangsefni og -meðferð eru skráð. Segja má að öll skref hjúkrunarferlisins séu skráð á svipaðan hátt á flestum heilbrigðisstofnunum landsins. Kennsla um skráningu hjúkrunar hefur breyst og þróast undanfarin 30 ár, en samræmi hefur verið í kennsluefni milli mismunandi skóla á hverjum tíma. Ahersluatriði varð- andi hjúkrunarferlið voru áþekk í Hjúkrunarskóla Islands, Nýja hjúkrunarskólanum og námsbraut í hjúkrunarifæði við Háskóla íslands. Hið sama má segja um kennslu nú í hjúkr- unarfræðideild Háskóla Island og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri (Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir, 2000; Þórður Kristinsson og Jörundur Guðmundsson, 2000). Hjúkmnar- fræðingar, sem útskrifast á hverjum tíma, hafa því svipaðan bakgrunn varðandi notkun hjúkrunarferlisins. Samræmt fagmál í hjúkrun Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað á undanfornum árum í skráningu hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar hafa áttað sig á nauðsyn þess að greina þau viðfangsefni sem þeir eru mennt- aðir til að sjá um og bera ábyrgð á að leysa lögum samkvæmt. Alþjóðleg vakning hefur einnig verið fyrir samræmdu flokk- unarkerfi hjúkrunargreininga (Griffiths, 1998; Kim, Camillert og Mortensen, 1991). Þegar fyrst var farið að skrá hjúkrunar- greiningar notaði hver hjúkrunarfræðingur sitt eigið orðalag eins og honum þótti best lýsa vandamáli skjólstæðingsins. Smám saman hefur fagmál hjúkrunar orðið samræmdara og likara fagorðaskrá hjúkrunarfræðinnar. Fagorðaskrá, sem vísindagrein þróar, þjónar þeim tilgangi að gefa flóknum fýrirbærum ákveðið heiti og auðvelda samskipti milli þeirra sem nota hana. Slík skrá afmarkar einnig sérstakt ábyrgðar- og hæfnissvið meðlima greinarinnar (Moorhead, McCloskey og Bulechek, 1993; Warren, 1983). Samræmt fagmál gerir það einnig að verkum að unnt er að bera saman hjúkrunarþjónustu á milli staða m.t.t. sérhæfingar og sameiginlegra þátta. Grund- völlurinn fyrir samræmdu fagmáli er notkun flokkunarkerfa en þau eru jafhframt forsenda þess að hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér tölvutæknina og þar með rafrænar sjúkraskrár. Tölvu- væðingin gerir það að verkum að hægt er að fá fram upplýs- ingar á skjótan hátt um ýmsa þætti í starfsemi heilbrigðis- þjónustunnar. Skráning hjúkrunar þarf því að vera á tölvutæku formi og flokkunarkerfi í hjúkrun eru forsenda þess að það sé mögulegt. Flokkunarkerfi, sem nota á fyrir hjúkrun, verða að vera þróuð innan hjúkrunar og taka til hjúkrunargreininga, 14 -meðferðar og helst einnig til mats á árangri meðferðar (out- come) (Ásta Thoroddsen, 1997; Gyða Bjömsdóttir, 2001; Henry, Holzhemer, Reilly og Campbell, 1994). Algengar hjúkrunargreiningar, sem settar eru fram af hjúkrunarfræðingum, skapa ákveðinn þekkingargrunn fýrir klínískt starf sem nota má til rannsókna og kennslu og eru einnig nauðsynlegar fyrir þróun upplýsingakerfa í hjúkrun (Gordon og Hiltunen, 1995; Henry o.fl., 1994). Sérstaða hjúkrunargreininga Hjúkrunargreining er skilgreind sem „klínískt mat á svörun einstaklinga, fjölskyldu eða samfélags við virkum eða hugsan- legum heilbrigðisvandamálum eða lífsferlinum. Hjúkrunar- greining leggur grunninn að vali á árangursríkri hjúkrunar- meðferð sem hjúkrunarfræðingur er ábyrgur fýrir“ (NANDA, 1999, bls. 149). Að baki hverri hjúkrunargreiningu liggur ákveðin skilgreining sem aðgreinir hjúkrunargreiningar inn- byrðis. Til að hjúkrunargreining teljist fullgild þarf hún að hafa orsakaþætti og greiningarþætti eða einkenni sem jafn- framt má líta á sem rökstuðning fyrir greiningunni. Heil- brigðisstofnanir hafa að jafnaði ekki gert kröfu um notkun ákveðinna flokkunarkerfa, s.s. NANDA. Sú breyting hefur þó orðið á með nýlegum tilmælum um lágmarksskráningu vist- unarupplýsinga frá Landlæknisembættinu að allar heilbrigðis- stofhanir skuli gera grein fýrir hjúkrunarvandamálum og -meðferð sjúklinga sem lagðir hafa verið inn á stofnanir frá og með 1. april 2001 (Landlæknisembættið, 2001). Samkvæmt þeim skulu NANDA-hjúkrunargreiningar notaðar við skrán- ingu hjúkrunarvandamála. Nýlega var sett fram almenn kröfulýsing fyrir raffæn sjúkraskrárkerfi ffá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og samkvæmt henni skal einnig skrá hjúkrunarvandamál samkvæmt NANDA (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Vinnuhópur um skráningu hjúkrunar á vegum Landlæknis- embættisins gaf út þýðingar á hjúkrunargreiningum 1991 og aftur 1997 auk viðbótar árið 2000 skv. leyfi frá NANDA- samtökunum (Ásta Thoroddsen og Anna Björg Aradóttir, 1997; Landlæknisembættið, 1991; 2000). Bækur þessar hafa verið mikið notaðar við kennslu og á heilbrigðisstofnunum þannig að ætla má að hjúkrunarffæðingar hafi aðallega stuðst við þær við skráningu hjúkrunar. Tveir einstaklingar með sömu sjúkdómsgreiningu geta haft ólík hjúkrunarvandamál þó að einnig megi færa rök fýrir því að hjúkrunarþarfir þeirra séu líkar (Ehrenberg og Ehnfors, 1999). Staðlaðar hjúkrunaráætlanir eru dæmi um það og iðulega endurspegla þær ákveðna sérhæfingu í hjúkrun. Nauð- synlegt er einnig að skoða hvers konar vandamál hjúkrunar- fræðingar greina og meðhöndla þegar staðlaðar hjúkrunar- áætlanir eru ekki fýrir hendi. Það sem liggur að baki hverri hjúkrunargreiningu vísar til vandamála sem skjólstæðingar hafa sem og viðfangsefna sem hjúkrunarfræðingar fást við og sem hjálpa til við að lýsa því sem er sérstakt við hjúkrun. Sér- staða hjúkrunar getur því endurspeglast í greiningunum og eru Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.