Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 17
undirúrtakið og aðalrannsakandi við greiningu gagnanna. Þeir
fengu leiðbeiningar en engin þjálfun fór fram. Areiðanleikinn
fyrir PES-skalann var mældur með prósentum á milli aðila og
Cohens-kappa-áreiðanleikaprófi, en einungis var gerður
samanburður í prósentum á milli aðila fyrir lyklun hjúkrunar-
greininganna.
Ljóst var strax í upphafi að ósamræmis gætti á milli aðila
(aðalrannsakanda og tveggja athugenda) sem laut einkum að
hvernig andleg eða tilfinningaleg vandamál voru greind eða
flokkuð. Þessi vandamál voru um 10% af undirúrtakinu. í öll-
um tilvikum, þar sem andleg vandamál komu fyrir hjá
einhverjum aðila, voru þau tekin út og kappagildi reiknað án
þess að hafa þau með. Samræmi á milli aðila var þá 88,2% og
89,6% um lyklun hjúkrunargreininganna.
í upphafi reyndist kappagildi fyrir P-flokk vandamála ekki
viðunandi eða á milli 0,5 og 0,6. Greiningar, sem voru næstar
því að hafa NANDA-orðalag (Pl, P2, P9 og P10) annars vegar
og sem voru langt frá því að hafa NANDA-orðalag (P3, P4 og
P5) hins vegar, voru því sameinaðar og kappagildi reiknað út
aftur. Flokkunum P6, P7 og P8 var haldið óbreyttum þar sem
lítill skyldleiki var á milli þessara
flokka. Kappagildið var þá 0,72
og 0,75 á milli athugenda og aðal-
rannsakanda. Orsakaþættir voru
flokkaðir í tvo flokka, til staðar
eða ekki, og voru kappagildi fyrir
þá 0,81 og 0,83. Kappagildi fyrir
einkenni eða greiningarþætti voru
lág og verða niðurstöður úr þeim
ekki birtar frekar.
Niðurstöður
í ljós kom að í 40% hjúkrunar-
skránna voru engar hjúkrunargrein-
ingar skráðar, í 38,8% skránna voru
1-3 hjúkrunargreiningar og í 1,4%
skránna voru 10 hjúkrunargrein-
ingar skráðar (tafla 3). Fjöldi
Tafla 3. Fjöldi hjukrunar-
greininga á sjúkling
hjúkrunargreininga á hvem sjúkling var að meðaltali 3,28 þegar
skoðaðar eru skrár sem innihéldu greiningar. Hjúkmnargreining-
amar vom alls 2171 (tafla 1). Sjúklingamir, sem áttu hjúkmnar-
skrámar, vora á aldrinum 16 til 102 ára og meðalaldur var 60 ár.
Eldri sjúklingar fengu fleiri hjúkmnargreiningar en hinir sem
enga greiningu fengu og er sá munur marktækur (p=0,006).
Legutími sjúklinganna var 1-481 dagur og meðallegutími tæpir
16 dagar. Sjúklingar með lengri legutíma fá marktækt fleiri
hjúkmnargreiningar (p=0,001) (tafla 4).
Tafla 4. Aldur og legutími sjúklinga í úrtaki
Spönn Meðal- tal Staðal- frávik
Aldur sjúklinganna * 16-102 ár 59,72 20,01
Sjúkl. án hjúkrunargreininga 17-102 ár 58,3 19,45
Sjúkl. með hjúkmnargreiningar 16-102 ár 61,2 19,9
Legutími ** 1-481 dagar 15,86 30,37
Sjúkl. án hjúkmnargreininga 1-130 dagar 11,54 15,21
Sjúkl. með hjúkrunargreiningar 1-481 dagar 21,75 38,05
*t=2,75, df=1092, p=0,006; **t= 6,20, dF=937,7, p=0,001
Alls voru 88 mismunandi heiti hjúkmnargreininga í úrtak-
inu (tafla 5). Af þeim voru 58,5% samkvæmt NANDA-
orðalagi eða var hægt að aðlaga NANDA-orðalagi eða raða
innan NANDA-flokka (P-flokkar; Pl, P2, P9 og P10). Helm-
ingur hjúkrunargreininganna (29,5%) voru nákvæmar grein-
ingar eða með fjóra til sex tölustafi í númerkerfi NANDA-
flokkunarkerfisins. Tæp 23% greininganna var ekki unnt að
flokka samkvæmt NANDA (P-flokkar: P3, P4 og P5), 12%
voru hjúkrunarmeðferð (P-flokkur: P6), tæp 5% vom
læknisfræðilegar greiningar (P-flokkur: P7) og rúmlega 2%
hugsanlegir fylgikvillar meðferðar (P-flokkur: P8) (tafla 5).
Algengustu hjúkrunargreiningar, sem notaðar voru, má sjá
í töflu 6. Helmingur allra greininganna voru: breyting á liðan,
skert sjálfsbjargargeta, skert líkamleg hreyfigeta, andleg van-
líðan, hægðatregða, vefjasköddun - sár, hækkaður líkamshiti,
veikluð húð, breyting á öndun. Rúmlega 12% greininganna
Tafla 5. Þrepaskipting og tegundir skráðra hjúkrunargreininga
Efri þrep (óhlut- bundið) Þrepa skipting greininga * Tegundir hjúkrunar- greininga NANDA orðalag % (n) Óflokkuð vandamál % (n) Hjúkrunar- meðferð % (n) Sjúkdóms greining % (n) Fylgikvillar % (n)
1-2 16 19,6 (425) 8,8 (192) 7,9(172) 4(87) 2,2(48)
3 30 9,5 (207) 6 (130) 2,3 (49) 0,7(15) 0(1)
4 29 27,2 (590) 4,2 (91) 1 (21) 0 0
5-6 13 2,3 (49) 3,6 (79) 0,7(15) 0 0
Hlutbundið Samtals 88 58,5% (1271) 22,7 % (492) 11,8% (257) 4,7 % (102) 2,3 % (49)
Pl, P2, P9, P10 P3, P4, P5 P6 P7 P8
* Þrepaskipting skv. NANDA-flokkunarkerfi frá 1999. Þrep 1-2 eru óhlutbundin (abstract) og eins konar yfirflokkar (t.d. breyting). Eftir því sem neðar dregur
verða hjúkrunargreiningarnar hlutbundnari og því nær einkennum sjúklingsins (t.d. álagsþvagleki).
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
17