Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 47
Skólahjúkrunarfrœðingurinn aó störfum. andlegu og félagslegu þættina. Oftast er það t.d. þannig hér að um leið og klukkan er orðin 9 þá er byijað að banka og bömin koma með alls konar vandamál nær stanslaust á meðan ég er hér.“ Grasrótarhreyfing „Heilsugæslustöðvunum ber að sjá til þess að skólahjúkrunar- fræðingur sé að störfum í skólunum en í hratt vaxandi hverfi eins og Grafarvogi hefur gengið illa að manna alla skóla um leið og þeir byrja að starfa. Einnig vill það gerast ef mönnun á heilsugæslustöðinni er léleg einhverra hluta vegna, s.s. vegna aukins álags eða ekki hefur tekist að manna allar stöður, þá hefur verið tilhneiging til að draga úr þjónustu við skólana. Skólaheilsugæslan hefur verið dálítil hornreka í þjónustu heilsugæslustöðvanna en sem betur fer er þetta að breytast og það er mikill vilji fyrir því að koma þessu starfi á hærri stall. Ég held bara að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir í hverju starf okkar er fólgið. Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri á Heilsuverndarstöð- inni, var yfir skólahjúkrun á meðan allir skólamir féllu undir stöðina og hún hafði það fyrir venju að fara á hverju hausti á fund með skólastjórnendum til að ræða skólaheilsugæsluna. Núna eru engir slíkir fundir í gangi og enginn er forsvars- maður okkar allra. Komin er Miðstöð mæðraverndar og Miðstöð heilsu- verndar barna og okkur finnst að skólahjúkrun gæti vel átt heima í þeirri síðarnefndu. Þar væri okkar manneskja sem sæi m.a. um skipulagningu, væri með starfandi hóp varðandi ffæðsluefni - en það vantar mjög mikið í skólana - og sæi um að samræma störf skólahjúkrunarfræðinga.“ - Hvernig starfar faghópur skólahjúkrunarfræðinga? „I raun erum við grasrótarhreyfing en við höldum fundi mánaðarlega, sem hver heilsugæslustöð fyrir sig stendur fyrir. Við kjósum okkur stjórn sem sér um aðalfundinn í febrúar ár hvert og sinnir ýmsum málum. Hún lét t.d. gefa út bæklinginn um stefnu og hlutverk og sá um endurmenntunarnámskeið fyrir skólahjúkrunarffæðinga. Á mánaðarlegu fundunum fáum við gjarnan einhvern til að koma og halda ffæðsluerindi um málefni sem okkur finnst koma okkur til góða í starfinu. Það er reyndar svo breitt svið að það má næstum segja að við getum verið með fræðslu um hvað sem er.“ Geðverndarmálin veikasta hliðin Margir foreldrar starfa í foreldrafélögum og -ráðum í skólum og regnhlífasamtök þeirra í Reykjavík eru SAMFOK. Blaða- maður tímaritsins á þar sæti í stjórn en þangað berast miklar upplýsingar um skólastarfið. Segja má að á undanförnum ár- um hafi það verið rauði þráðurinn í öllu starfi stjómarinnar að leggja áherslu á að börnunum líði vel í skólanum. Af reynsl- unni er ljóst að í því tilliti skiptir afar miklu máli að skóla- hjúkrunarfræðingur sé að störfum í öllum skólum, allan skóla- tímann og að hann sé staðsettur þar sem bömin eiga greiðan aðgang - þannig að þau geta „dottið“ inn þegar þau þurfa, bæði til að fá aðstoð og svo bara til að tala við einhvern um vandamál sín. Sigrún er sammála um að þetta sé forgangs- atriði en jafnframt að skólahjúkmnarffæðingar þurfi allir að vera í stakk búnir til að taka á ákveðnum vandamálum barna: „Við finnum margar að okkar veikasta hlið er geðverndar- málin. Þegar kemur að mikilli vanlíðan hjá börnum, kvíða, þunglyndi, fælni, áráttu og ofvirkni erum við ekki eins sterkar á svellinu og þegar um slys er að ræða. Þetta era jafnframt sömu þættir og verða nokkuð út undan hjá öðrum sem starfa við skólann. Reyndar er á áætlun hjá okkur að hafa stutt nám- skeið í samvinnu við Barna- og unglingageðdeildina, BUGL, en það er ekki komið á dagskrá." - Eru skólahjúkrunarfræðingar í samstarfi við BUGL? „Okkur finnst það mætti vera meira og betra. Mörg skóla- böm þurfa annaðhvort að fara á göngudeild BUGL eða leggj- ast þar inn. í langflestum tilfellum kemur skólinn að slíkum málum og yfirleitt er um að ræða böm sem hafa verið til umijöllunar hjá nemendavemdarráði. Kerfið er þannig að lögð er inn beiðni um vist og þar getur verið um skólann, heimilis- lækni, barnalækni eða aðra að ræða. Þegar komið er að því að barnið útskrifist fara fram skilafundir og þar er kennarinn kallaður til en mismunandi hvort fleiri fara frá skólanum. Hafi barnið verið lagt inn á BUGL þá er það þar í skóla á meðan og skólinn hefur þá verið í sambandi við umsjónarkennara barnsins og tengsl hafa því komist á. Hafi bamið aftur á móti verið á göngudeild eða lagst inn að sumri þá em engin tengsl milli BUGL og skólans. Mér finnst mjög mikilvægt að ef bam er í meðferð hjá BUGL þá sé skólahjúkrunarffæðingur kall- aður á skilafund og fái hjúkrunarbréf með barninu. Hjúkrunar- ifæðingurinn getur þá verið stuðningsaðili innan skólans því sjaldnast hafa kennarar þekkingu á sjúkdómunum eða hvernig eigi að taka á þeim. Hjúkrunarfræðingur getur t.d. komið í veg fyrir misskilning sem getur orðið vegna þess að upplýsingar um sjúkdóm bamsins, sem kennari eða skólastjóri fær á skila- fundinum, skiljast ekki fullkomlega. Það er mín reynsla að slíkt gerist alltof oft. En hjúkmnarfræðingurinn er yfirleitt ekki kallaður á skilafundina hver svo sem ástæðan er.“ - Hvað þarf til að koma eðlilegum tengslum þarna á? Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.