Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 12
Tafla 3. Kostir og gallar kæliúða Kostir kæliúða Gallar kæliúða 1. Dregur úr sársauka. 1. Skammæ verkun, um það bil ein mínúta. 2. Hagkvæm meðferö. Brúsi af kæliúða (etýlklóríð) 100 ml (80- 2. Ekki djúp deyfing 100 skipti) kostar rúmlega 800 kr., 1 stk. af EMLA-plástrum 3. Eldhætta af sumum þeirra, s.s. etýlklóríöi. kostar um 250 kr. (upplýsingar fengnar frá apóteki LSH í 4. Aukaverkanir: október 2004). • Staðbundin óþægindi, roði á húö. 3. Ekki bundið við ákveðinn stungustað á húðinni (eins og • Breyting á húðlit (mjög sjaldgæft). þegar EMLA er notað). • Mikil og tíð innöndun getur verið hættuleg (deyfandi áhrif). 4. Aukaverkanir eru sjaldgæfar. • Kal á húð (við ofnotkun). 5. Verkar strax. 6. Auðvelt í notkun. 7. Litlar líkur á æðasamdrætti. 8. Auövelt að nota meö annarri meðferð, s.s. stoðmeðferö ýmiss konar. (Armstrong o.fl., 1990; Gebauer company, 2002; Henning, 2000; Reis og Holubkov, 1997; Reis o.fl., 1998). Kostir og gallar við notkun kæliúða Mikilvægt er að gera sér grein fyrir kostum og göllum þess að nota kæliúða, bæði fyrir barnið, heilbrigðisstarfsmanninn og stofnunina. Helstu kosti og galla við notkun kæliúða má sjá í töflu 3. Sú spurning kemur gjarnan fram hvort kæliúði geti dregið saman æðarnar sem fyrirhugað er að setja nál í þann- ig að erfiðara reynist til dæmis að taka blóðsýni. Rannsóknir meðal fullorðinna (Armstrong o.fl., 1990; Selby og Bowles, 1995) og barna (Ramsook o.fk, 2001), þar sem könnuð hafa verið áhrif kæliúða á æðasamdrátt og aðgengi að æðum, gefa til kynna að notkun efnisins auki ekki líkur á æðasamdrætti né heldur að erfiðara reynist að setja upp æðarlegg eða ná blóðsýni. jafnframt er mælt með að nota kæliúða eða EMLA- deyfiplástur á fólk með erfiðar æðar (Selby og Bowles, 1995). Hins vegar hefur komið fram í klínískri umfjöllun að kæliúði eins og etýlklóríð eigi það til að draga saman æðar hjá börnum (Boland, 2000). Aukaverkanir, sem taldar eru upp í töflu 3, miðast við notkun á etýlklóríð-kæliúða. Þær eru sjaldgæfar og eiga sér helst stað við misnotkun og langtíma ofnotkun (Gebauer company, 2002). I þeim rannsóknum, sem voru skoðaðar, eins og fram kemur í töflu 2, virðast aukaverkanir ekki vera klínískt vandamál. Klínísk reynsla af notkun kæliúða á bráðamóttöku barna á LSH I febrúar 2004 voru teknar upp nýjungar við verkjameðferð á bráðamóttöku barna (BMB) á LSH. Starfsfólk deildarinnar fékk fyrirlestra og lesefni er tengdist notkun kæliúða til sárs- aukastillingar og í framhaldi af því var byrjað að nota úðann undir faglegri leiðsögn frá verkefnastjóra. Verklagsreglur voru útbúnar og þær settar í gæðahandbók barnasviðs og þar er tilgangi, ábyrgð og framkvæmdarferli lýst nákvæmlega. Tvær tegundir kæliúða (Dr. Henning, sem inni- heldur m.a. etýlklóríð, og Articare cold spray sem inniheldur isópentan, isóprópanól og mentól) voru teknar til reynslu. Ábending fyrir notkun kæliúðans tók m.a. mið af aldri barnsins (2 mánaða), tegund íhlutunar (nálarstungur), ástandi barns, vali barns, foreldris eða heilbrigðis- starfsmanns á sársaukameðferð og þeim tíma sem var til stefnu. Við mat á árangri meðferðarinnar var reynsla barnanna af sársauka við íhlutun metin með sáraukakvarða, s.s. andlitskvarða (Wong-Baker faces pain raiting scale), tölukvarða (0-10) eða með hliðsjón af atferli þess (CHEOPS). Af þeim tveimur aðferðum, sem kynntar hafa verið, hefur aðferðin að væta bómull með kæliefninu og setja það síðan á húðina verið meira notuð á BMB. Reynslan sýnir að ef aðferðin er ekki notuð rétt, þ.e.a.s. ef of langur tími er látinn líða frá því að kæliúði er settur á húð og þar til stungið er, minnka líkur á því að árangur náist sem skyldi. Enn hafa ekki komið upp vandamál er tengj- ast hugsanlegum aukaverkunum kæliúðans, s.s. staðbundin óþægindi. Gagnstætt því sem haldið var í fyrstu á deildinni hefur úðinn auðveld- að aðgengið að æðum sem nota á frekar en að valda t.d. æðasamdrætti. Samþætting ýmiss Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.