Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 23
GREIN Öryggi og gæöi í heilbrigðis- þjónustu losts, blæðinga í efri hluta meltingarvegar og legutíma (Needleman o.fl., 2002). I rannsókn á sjúklingum á gjörgæsludeild, sem farið höfðu í kviðarholsaðgerð, kom fram að færri hjúkrunar- fræðingar á hvern sjúkling þar tengdist aukinni hættu á öndunarfærafylgikvillum eftir aðgerðina (Pronovost, Dang, Dorman, Lipsett, Garrett, Mollie og Bass, 2001). Vinnuumhverfi og sinna þeim (Page, 2003) en þetta getur einmitt ógnað öryggi sjúklinga. Hafa deildarstjórar einatt verið nefndir í þessu sambandi í ljósi breytts hlutverks þeirra (Agústa Benný Herbertsdóttir, 2002). Niðurstöður rannsókna benda einnig til þess að vinnustundafjöldi geti haft áhrif á líkur á mistökum í starfi (American Nurses Assosiation, 2003; Rogers, Hwang, Scott, Aiken og Dingen, 2004) þ.e.a.s. langur vinnutími og mikið álag. Einnig hefur komið fram að fjöldi nánast allra tegunda atvika er tengdur fjölda hjúkrunarfræðinga (Unruh, 2003) og er það mjög athyglisvert. Ýmsir þættir í vinnuumhverfi hjúkrunarfræð- inga hafa áhrif á gæði og öryggi. Florence Nightingale dró þá ályktun að hátt dánarhlut- fall hermanna á sjúkrahúsinu í Skutari forðum daga væri vegna „mengaðs“ umhverfis. En nú á dögum er umhverfið „rnengað" af öðrum orsökum (Curtin, 2003). Umhverfi sumra sjúkrahúsa er læknandi (therapeutic) því ýmislegt í umhverf- inu ýtir undir skjótan bata, en umhverfi ann- arra er „eitrað" (toxic) því ýmislegt í umhverfinu hindrar bata (sama heimild). Hjúkrunarfræðingar sinna hjúkrun en stjórnendur skapa umhverfi og kringumstæður þar sem hjúkrun fer fram. Ef umhverfið er „eitrað“ er meiri hætta á að hjúkr- unarfræðingar hætti störfum, sjúklingar þjáist og að lokum muni sjúkrahúsin tapa því fé sem þau voru að reyna að spara, s.s. með fækkun hjúkr- unarfræðinga (sama heimild). Komið hefur í ljós að skipulag stofnana (organ- izational models), sem leiðir til meira sjálfræðis hjúkrunarfræðinga (nurse autonomy), meiri stýr- ingar aðfanga af hendi hjúkrunarlræðinga á vett- vangi og betri samskipta milli lækna og hjúkr- unarfræðinga, gefur betri raun fyrir sjúklinga (Aiken, Sochalaksi og Lake, 1997). Gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á vinnu- umhverfi hjúkrunarfræðinga og niðurstöður þeirra hafa m.a. leitt í Ijós að ýmislegt í vinnuum- hverfinu getur ógnað öryggi sjúklinga, s.s. marg- víslegt skipulag, t.d. vaktafyrirkomulag, fækkun í mannafla, vinnulag, verklagsregur, vinnuleið- beiningar og stofnanabragur (Page, 2003). Bent hefur verið á að oft fari mikill tími hjúkr- unarfræðinga í alls konar rekstrarstörf (house- keeping), s.s. að útvega menn til viðgerða, flutn- ing sjúklinga, tölvuvinnslu og skýrslugerð í stað þess að hafa nákvæmt eftirlit með sjúklingum Fleiri umhugsunarverðar rannsóknarniðurstöður hafa komið fram og má þar nefna rannsóknir á misskilningi í samskiptum (miscommunication) sem getur haft mikil áhrif á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og er sérstaklega áberandi þegar um atvik er að ræða (Firth-Cozens, 2004). Oft þarf ekki mikið til að misskilningur verði, t.d. varðandi lyfjaskammt, ef fyrirmæli eru ekki vel læsileg eða ekki er skýrt að orði kveðið ef fyrirmæli eru gefin munnlega. Öryggisbragur (safety eulture) Margt áhugavert varðandi öryggisbrag kemur fram í niðurstöð- um nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar Itoh og Abe ( 2004) en rann- sóknin fór fram samhliða í Japan, Nígeríu, á Nýja-Sjálandi og íslandi og svipuð rannsókn hefur einnig verið gerð í Danmörku (Itoh og Andersen, 2004). Leifur Bárðarson, yfirlæknir á deild gæðamála og innri endurskoðunar á Landspítala-háskólasjúkra- húsi, sá um gagnasöfnun hér á landi. I rannsókninni kemur m.a. fram að öryggisbragur hefur mikil áhrif á gæði og öryggi en öryggisbragur er flókið hugtak sem útskýrt er á eftirfandi hátt: Öryggisbragur er samheiti yfir gildi, viðhorf, skynjun, hæfni og hegðunarmynstur einstaklinga og hópa sem ákvarða aðferðir og leikni við að stýra öryggismálum á stofnun. Með hugtakinu er ekki einungis átt við ábyrgð stjórnenda varðandi öryggi, samskiptamynstur og reglur er lúta að öryggismálum heldur er hugtakið öryggisbragur einnig notað um áhuga starfsmanna, siðferðisþrek, skynjun atvika og viðhorf gagnvart stjórnend- um, s.s. trausti í þeirra garð. Oryggisbragur er einnig tengdur öðrum þáttum, s.s. þreytu, því að taka áhættu og broti á verk- lagsreglum/ vinnuleiðbeiningum, ákvarðanatöku, einstaklings- hyggju/samhyggju, viðurkenningu á áhrifum streitu á eigin verki, viðurkenningu á mikilvægi streitustjórnunar, viðkenn- ingu á mannlegum mistökum og vitund um eigin hæfni (Itoh og Abe, 2004). Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.