Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL Hjúkrun aldraöra I heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem sam- þykkt var samhljóða á Alþingi 20. maí 2001, er eitt af sjö forgangsverkefnum málefni eldri borgara. Fjögur meginmarkmið eru sett fram í tengslum við málefni þeirra. Hið fyrsta er að „bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk, sem er í mjög brýnni þörf, verði ekki lengri en 90 dagar" (bls. 7). Þess er getið að á því ári, sem miðað er við í áætluninni, þ.e. árið 1997, var meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými í Reykjavík 267 dagar. Annað meginmarkmið heilbrigðis- áætlunarinnar varðandi þennan málaflokk er að „yfir 75% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima“ (bls. 7). A viðmiðunarárinu 1997 bjuggu 28,1% fólks 80 ára og eldra á stofnunum. Undanfarna mánuði hefur mikið verið fjallað um aðbúnað aldraðra, einkum á öldrunarstofn- unum. Segja má að morgunvakt ríkisútvarpsins hafi riðið á vaðið með umfjöllun sem byggð var á rannsókn tveggja heimspekinga varðandi sjálfs- forræði íbúa á hjúkrunarheimilum. Umfjöllunin hefur síðan tekið á sig ýmsar myndir, allt frá málefnalegri umræðu á Alþingi og í fjölmiðlum yfir í æsifréttamennsku á síðum dagblaðs eins. Fjallað hefur verið um búsetuskilyrði á hjúkrun- arheimilum, fjárhagslegt sjálfsforræði aldraðra, öryggi, hjúkrunarþjónustu, mistök eða óheppileg atvik í þjónustunni, rekstarframlög til hjúkrunar- heimila og fleira. Eg tel að þó að hjúkrunarfræðingar eigi helst að beita sér í öllum þessum þáttum öldrunar- þjónustunnar eigi þeir að leggja megináherslu á hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum og að hinum öldruðu séu sköpuð mannsæmandi búsetuskilyrði. I ágúst 2001 gaf Landlæknisembættið út lítið rit undir heitinu Hjúkrunarmönnun á öldrunar- stofnunum: Abendingar Landlæknisembættisins. Elsa B. Friöfinnsdóttir Þó ritið láti lítið yfir sér er þar að finna mikilvægar upplýsingar. Þar er m.a. bent á að niðurstöður RAI-mats árið 1998 sýndu Elsa B. Friöfinnsdóttir . . . að meirihluti heimilismanna a öldrunar- stofnunum þurfti aðstoð eins eða tveggja starfsmanna við athafnir daglegs lífs, 79% við að klæðast, 83% við persónulegt hreinlæti og 67% til að fara á salerni. Góð hjúkrunarmönnun er þessu fólki nauðsynleg. I riti Landlæknisembættisins eru sett fram mönnunarlíkön fyrir sólarhringsþjónustu á misstórum hjúkrunarheimilum/-deild- um. I öllum tilfellum er lagt til að hjúkrunarfræðingur sé á vakt að nóttu. Eg nefni þetta sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað hér á landi varðandi mönnun á öldrunarstofnunum þar sem æ algengara virðist vera að hjúkrunarfræðingur sé einungis á bakvakt, jafnvel heima, á næturnar. A bls. 14 í umræddu riti segir: „Engir tveir ein- staklingar hafa sömu þarfir og sömu vandamál og eins getur ástand og líðan breyst frá einni stund til annarrar. I þessu tilliti þarf hjúkrunarfræðingur ávallt að vera til taks til að meta slíkar breytingar og taka afstöðu til þess hvernig best sé að bregðast við þeim.“ Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á gæðum hjúkrunarþjónustunnar og eiga ekki að skipuleggja eða samþykkja að heilu vaktirnar séu skipulagðar án þess að þær standi hjúkrunarfræðingur. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur upplýst í ræðu á Alþingi að nær þúsund aldraðir einstaklingar deili nú herbergi með öðrum á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. Er þá ekki átt við þá sem deila herbergi með maka eða sambýlis- manni/-konu. I máli ráðherra kom einnig fram að nú eru um 3100 einstaklingar í dvalar- eða hjúkrunarrýmum hér á Iandi. Nær þriðjungur þeirra þarf sem sagt að sætta sig við að deila herbergi með öðrum, líklega oftast ókunnugum einstaklingi. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og mikilvægt að gera gangskör að því að tryggja öllum íbúum öldrunarstofnana rétt á búsetu í einbýli. Við hjúkrunarfræðingar eigum að vera í fararbroddi í þessari vinnu. Við þekkjum hvað best aðstæður aldraðra, hvað þarf að bæta og hverjar þarfirnar eru. Við eigum að beita okkur fyrir því að markmið heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 nái fram að ganga. Sú kynslóð, sem nú býr á öldrunarstofnunum landsins, er kynslóðin sem lagði grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag og á ekki annað en það besta skilið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.