Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 20
Valgerður Katrín Jónsdóttir Málþing um öryggi sjúklinga og starfsfólks Málþing fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna var haldið á Grand hóteli 26. nóvember í boði Félags íslenskra hjúkrunar- fræöinga og Læknafélags íslands. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, og Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, settu þingið. Sigurbjörn sagði m.a. í ávarpi sínu að hann fagnaði þessu sameiginlega framtaki félaganna og vonaðist til að það væri upphafiö að frekara samstarfi. Elsa fagnaði einnig samstarfi félaganna og vonaðist til að fleiri fundir yrðu haldnir í framtíðinni. Hún sagði fagfélög danska hjúkrunarfélagsins hafa verið verið í fararbroddi í öryggis- málum sjúklinga og starfsfólks í Evrópusamtökum hjúkrunar- fræðinga. Þá tóku þau Laura Scheving Thorsteinsson, þróun- arráðgjafi hjúkrunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, og Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarsviði Landspítala-háskólasjúkra- húss, við fundarstjórn. Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlæknis- embættinu, flutti erindi sem hún nefndi: „Góða hluti má oft gera betur - Hlutverk yfirvalda, stofnana, fagfé- laga og starfsmanna." Vilborg sagði heilbrigðis- þjónustu veitta undir miklu álagi og notaður væri flókinn tækjabúnaður og við þær aðstæður gæti ýmislegt farið úrskeiðis. A undanförnum árum hefði verið unnið að því að auka gæði þjónust- unnar en öryggi sjúklinga og starfsfólks og gæði héldust í hendur. Það kallaði á samstarf margra að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks, m.a. aukna mönnun og fjármagn, en aldrei yrði þó unnt að koma í veg fyrir að óheppileg atvik ættu sér stað. Hún gerði síðan grein fyrir helstu atriðum sem- gætu aukið öryggi sjúklinga og starfsfólks. Fyrst nefndi hún ábyrgð yfirvalda. Hún sagði yfirvöld hafa ákveðnu hlutverki að gegna, þau þyrftu að marka stefnu um t.d. hvaða þjónustu ætti að veita. Tryggja þyrfti aðgengi að þjónustunni, stuðla að samfellu og samhæfingu þjónustunnar og upplýsa almenning um heilbrigðisþjónustuna. Þá þyrfti að upplýsa almenning um rétt hans og skyldur. 18 Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.