Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 41
Fréttamolar... saka karla í hjúkrun og er að vinna að rannsókn á vegum jafnréttisnefndar Háskóla íslands, ætlar að tala við þá sem hafa verið við nám á þriggja ára tímabili, þá sem féllu frá námi eftir innritun, þá sem skráðu sig í nám og mættu aldrei og þá sem enn eru við nám og kanna hvaða árangri ímynd- arátakið skilaði meðal þessara karla. Þórður bendir á að í Afríkuríkinu Benín séu um 98% hjúkrunarfræðinga karlar. „Þar er það mikil virðingarstaða að vera hjúkrunarfræðingur, lítið um að konur sæki sér framhaidsmenntun en karl- arnir fara flestir í hjúkrunarfræði því hjúkrunar- fræðingur er eitthvað það flottasta sem nokkur maður getur orðið.“ I ritgerðinni bendir Þórður á að eðlishyggja hafi einkennt hugmyndir Vesturlandabúa um hlut- verk kynjanna, en hún felur í sér að eiginleikar eru skilgreindir sem eðli karla eða kvenna og séu sameiginlegir öllum konum og öllum körl- um á öllum tímum. Mannfræðin hafi þó leitt í Ijós margbreytileika kynhlutverka víðs vegar um heiminn. Þannig hafi Margaret Mead t.d. fjallað um þrjú samfélög á svipuðu svæði á jarðar- kringlunni þar sem hugmyndir um kynin eru mjög mismunandi. Meðal Tchabuli-fólks voru konurnar ágengar og sjálfstæðar en karlarnir sátu úti í horni og stunduðu listsköpun. Hjá Arapesh- fólki voru bæði karlar og konur í hlutverki nær- gætins uppalanda, en bæði kynin sýndu mikla hörku gagnvart öllum meðal Munugumor-fólks. Og hjá Agta-fólkinu á Filippseyjum er nær algert jafnræði milli kynjanna, þar stunda bæði konur og karlar veiðar, safna plöntum, veiða fisk og stunda vöruskipti. Mestu hugsuðir vestrænnar heimspeki, svo senr Aristóteles, hafi þó sett fram hugmyndir um eðli kynjanna sem lifi greinilega áfram. Þórður segir algengara í öðrum löndum en Islandi að menn fari í hjúkrun af hugsjón eða séu með því að mótmæla hefðbundum gildum í samfé- laginu. „Mér finnst það afskaplega undarlegt að hjúkrun og kvenleiki skuli vera sett á sama bás og það sem fælir marga menn frá því að fara í hjúkrun er að þá fá þeir á sig hommastimpil," segir hann að lokum. Nýtt fyrirtæki Liösinni-Solarplexus 1. nóvember sl. stofnuöu Liösinni ehf. og Solarplexus ehf. nýtt fyrir- tæki, Liðsinni-Solarplexus ehf. Hiö nýja fyrirtæki byggist á því starfi sem Liðsinni ehf. og Solarplexus ehf. hafa fram aö þessu stundað en bæöi eru þau brautryðjendur á sínu sviði. Liðsinni hefur rekstrarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu á sviöi heilbrigðisþjón- ustu og Solarplexus varð fyrst fyrirtækja til að hljóta viöurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að veita heildstæða þjónustu á sviði öryggis- og heilbrigðismála á vinnustöðum. Fyrirtækið mun áfram bjóða stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum krafta sérvalinna hjúkrunarfræöinga en eftirspurnin eftir þeirri þjónustu endurspeglar þá áralöngu manneklu sem veriö hefur í hjúkrun. Auk þeirrar reglulegu þjónustu, sem fyrirtækið hefur veitt til hefðbundinna hjúkrunarstarfa, hafa ýmis önnur sérstök verkefni komið til kasta fjöl- hæfra hjúkrunarfræðinga fyrirtækisins, s.s. hjúkrun keppenda í þátta- röðinni Amazing Race, bólusetningar við inflúensu í samstarfi við Lyfju hf., bólusetningar og rannsóknarverkefni hjá Alcan og fleira og fleira. Starfsfólk Liðsinnis-Solarplexus leggur mat á heilsu og vellíöan hvers starfsmanns, svo sem starfsaðstöðu, samskipti, verklag og samspil vinnu og einkalífs. Á grundvelli matsins er hægt aö bæta starfsaðstæður hvers og eins og forsendur skapast til að ákveða í hverju stefna fyrir- tækisins eigi að vera fólgin að þessu leyti. Umbótastarfinu er fylgt eftir meö heimsóknum, námskeiðum og samvinnu allra sem að því standa. Fyrirtækið leggur því mikla áherslu á náið samstarf viö aðrar fagstéttir, svo sem lækna, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, arkitekta, innan- hússarkitekta og hönnuði. Með því að sameina krafta fyrirtækjanna munu þessir þjónustuþættir efldir og stefnt á nýja markaöi. Þá er það mat eigenda fýrirtækisins aö fram undan séu ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu með auknu einkafram- taki og þar mun Liðsinni-Solarplexus láta til sín taka. Anna Sigrún Baldursdóttir er framkvæmdastjóri hins nýja félags og Lovísa Ólafsdóttir markaðs- og fagstjóri. Eigendur eru Anna Sigrún Baldursdóttir, Ásta Möller, Lovísa Ólafsdóttir og VSÓ-ráðgjöf. Allir starfs- menn Solarplexus og Liðsinnis munu starfa áfram hjá nýja félaginu. Ný heimasíða Liðsinnis-Solarplexuser www.lsp.isog aðsetur í Borgartúni 20, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.