Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 18
hér á landi árið 2002, kemur m.a. fram að pítsan hefur tekið við sem þjóðarréttur af fiskinum hjá ungu fólki. Fiskneysla unglingsstúlkna er hverfandi en þær borða sem samsvarar I einum munnbita á dag af fiski eða 15 grömm. Unga fólkið neytir þeim mun meira af kolvetnaríkri fæðu eins og pasta og skyndibitamat. Þetta má ef til vill rekja til breyttra lífshátta unga fólksins en þeir eru lungann úr deginum í skóla en þar hefur til skamms tíma ekki verið boðið upp á skólamáltíðir. Grípa unglingarnir gjarnan mat sinn á hlaupum og borða það fæði sem nærtækast er, eins og hamborgara og franskar. Það má því segja að skyndibitafæði hafi tekið við af venjulegum heimilismat hjá unglingunum. Þá hefur orðið gríðarleg aukn- ing á gosdrykkjaneyslu, ekki síst hjá ungum piltum sem drekka tæpan lítra af gosi á dag. Ungt fólk borðar líka óhemjumikinn sykur, sérstaklega piltar á aldrinum 15-19 ára sem fá um 21% orkunnar úr viðbættum sykri. Meira en helmingur þessa magns kemur úr gosdrykkjunum. viðtali sem undirrituð tók við hann og birtist í Morgunblaðinu. Barn, sem er orðið mjög þungt, hefur orðið mikið insúlín í blóði en það getur lækkað blóðsykurinn og valdið þar með mikilli hungurtilfinningu. Mjög erfitt er að meðhöndla offitu þegar svo er komið, að sögn Árna. Ýmsir sjúkdómar tengjast offitu barna og unglinga hér á landi sem annars staðar þar sem offituvandinn herjar, t.d. hefur sykursýki af tegund 2 aukist mjög, sérstaklega á Vesturlöndum. Á síðari árum hefur þessi sjúkdómur komið fram í æ yngri ein- staklingum, allt niður í börn á æskualdri. Enn sem komið er hafa greinst fá tilvik hér á landi. í Bandaríkjunum er aukning sykursýki það mikil að talað er um faraldur. Enn fremur hafa mörg of feit börn mikið kólesteról og háan blóðþrýsting. Ekki er aðeins að ungt fólk borði óhollari og kolvetnaríkari fæðu heldur hafa matarskammtar fólks stækkað og á þetta sér- staklega við um skyndibita sem neytt er á veitingastöðum og einnig heima fyrir. Hafa fyrirtæki erlendis verið sökuð um að bjóða þrefaldan eðlilegan matarskammt á verði eins skammts og hvetja þannig til ofáts. Hafa veitingahús af þessum sökum breytt um stefnu og bjóða nú mörg hver hollari og fjölbreyttari fæðu í eðlilegum skömmtum. Það er talið hafa áhrif á neysluna að börn og unglingar og foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að átta sig á þeim upp- llýsingum sem þau fá frá þjóðfélaginu um hvað er hollt eða óhollt. Eina vikuna fá þau skilaboð frá fjölmiðlum um að fólk eigi að borða mikið af kolvetnum og lítið af fitu og próteinum. Næstu viku snýst þetta við. Að sögn Ingu Þórsdóttur er aðal- ástæða þessa almenn vanþekking á næringarfræði, matnum og eigin líkama. Af þeim sökum sé endalaust hægt að bera á borð fyrir almenning ýmiss konar mistrausta „þekkingu" og lélegar skyndilausnir. Árni segir mjög feitan ungling vera með ávísun upp á slæma heilsu síðar meir á ævinni. Mikil þyngd veldur álagi á bein og liðamót, hjarta- og æðakerfi. Hann segir sjaldgæft að börn gangist undir skurðaðgerð til að láta minnka maga og segist aðeins muna eftir tveim slíkum tilfellum úr eigin starfi. Árni bendir á að til að árangur náist í baráttunni við offitu þurfi að grípa snemma í taumana. Það er ekki aðeins að of feitt fólk finni fyrir líkamlegum einkennum heldur verður það oft fyrir fordómum sem geta leitt til andlegrar van- líðanar og hafa rannsóknir hér á landi sýnt það. Fordómar gagnvart feitu fólki, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, geta stuðlað að sálræn- um vandamálum, innrætt minnimáttarkennd og skömm og grafið undan sjálfsvirðingu. Þetta ættu allir að hafa í huga. Offita ávísun á slæma heilsu Getur mikið kólesteról haft forspárgildi? Tíðni ýmissa kvilla og alvarlegra sjúkdóma er mun meiri meðal þeirra sem eru of þungir en þeirra sem eru við kjörþyngd og offita eykur verulega líkur á alvarlegum sjúkdómum, jafnvel snemma á ævinni. Læknavísindin standa frammi fyrir þeim vanda að það er mjög erfitt að meðhöndla offitu barna og fátt er um töfraráð, eins og kemur fram hjá Árna V. Þórssyni, sérfræðingi í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum barna á Barnaspítala Hringsins. Reynt er að láta börnin breyta um lífsstíl og fjölskyldurnar með en hann segir árangur oft sorglega lítinn eins og kemur fram í Mikilvægt er að sporna við þróun offitu og ofþyngdar en hvernig verður það gert? Hvað getum við til dæmis gert til þess að offita og ofþyngd haldi ekki áfram að vaxa? „Fyrst og fremst þarf að stemma stigu við neyslu orku- mikillar fæðu og auka þarf daglega hreyfingu," segir Inga Þórsdóttir. Hún segir að enn fremur þurfi að athuga tengsl blóðfitubreyta, insúlíns og líkamsþyngdarstuðuls og líkamsbyggingar, því það geti hjálpað verulega í baráttunni við ofþyngd og offitu en RÍN búi yfir gögnum sem geri starfs- 16 Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.