Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 25
Grein Öryggi og gæöi í heilbrigðis- þjónustu að öryggismálum. Florence Nightingale notaði tölfræðileg gögn við gæða- og umbótastörf sín (Aiken, Clarke og Sloane, 2002; Neuhauser, 2004) enda er hún heiðursfélagi Hins bandaríska tölfræðifélags. I umbótastarfi eru mælingar mikil- vægar og því brýnt að hafa handbæra áreiðanlega og réttmæta mælikvarða/gæðavísa (AHRQ, 2003) sem geta gert kleift að mæla árangur umbóta. Fjölmargir gæðavísar í heilbrigðisþjónustu hafa verið settir fram (JCAHO, 2003; Nordiska mini- sterrádet, 2003; WHO, 2003) og margir þeirra snúa að öryggi sjúklinga. Hér eru nolckur dæmi: Réttur sjúklingur (sem fer í rétta aðgerð, fær rétt lyf o.s.frv.) Reglur um merkingar Samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks til aö fyrirbyggja misskilning Ferli fyrirmæla Viöurkenndar skammstafanir Öryggi í lyfjamálum Öryggi sjúklinga í skurðaðgerðum Gátlistar Ferli merkinga á skurðsvæði Öryggi vökvadæla Öryggi viðvörunarkerfa Spítalasýkingar (JCAHO, 2003). Hlutfall sjúklinga og hjúkrunarfræðinga Hjúkrunartími Legusár Byltur (American Nurces Association, 1999). Fylgikvillar svæfingar Legusár Brestur á björgun (failure to rescue) Aðskotahlutur skilinn eftir Margvíslegar meðferðartengdar sýkingar Blæöing í kjölfar aðgeröar Lærleggshálsbrot í kjölfar aðgerðar Blóðborin sýking í kjölfar aögerðar Viöbrögð viö blóðgjöf (AHRQ, 2003). Sérstaka athygli vekur að þrír framangreindra gæðavísa (brestur á björgun, blóðborin sýking í kjölfar aðgerðar og legusár) varða samtals nánast 60% atvika sem snertu öryggi sjúklinga meðal Medicare-sjúklinga í Bandaríkjunum á árunum 2000 - 2002 (HealthGrades, 2004b). Hlutverk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varðandi öryggi í heilbrigðisþjónustu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur marg- víslegu hlutverki að gegna er varðar öryggi í heilbrigðisþjónustu. Félagið gefur í raun tóninn fyrir hjúkrunarfræðinga hvað þetta málefni varðar og hefur framtíðarsýn varðandi öryggi og gæði hjúkrunarþjónustu og setur markið hátt eins og leiðtogum ber að gera (Tomy, 2000: Marquis og Huston, 2000). Einnig getur félagið stuðlað að vit- undarvakningu um öryggi í heilbrigðisþjónustu meðal félags- manna sinna og almennings. Þá getur félagið skapað tækifæri til umbóta (Walshe og Freeman, 2002), skapað hvetjandi and- rúmsloft (Carroll og Edmondson, 2002) og auðveldað þverfag- legt samstarf. Má í þessu sambandi benda á málþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélags Islands um öryggi sjúklinga sem haldið var í nóvember 2004 og þótti takast með ágætum. Þá er mikilvægt að félagið sé virkt við að koma rann- sóknarniðurstöðum varðandi öryggi sjúklinga á framfæri við félagsmenn, aðrar heilbrigðisstéttir og almenning. Öryggi og gæði hjúkrunar - hvert stefnir? Ljóst er að margir þættir geta haft áhrif á gæði og öryggi hjúkr- unar og mikilvægt að í þeim málum séu hjúkrunarfræðingar virkir og hafi áhrif á framgang mála í stað þess að „bíða og sjá“ hvað gerist og bregðast svo við því þegar eitthvað hefur gerst. Hagræðing og endurskipulagning í heilbrigðiskerfinu mun að öllum Iíkindum halda áfram á næstu árum og hafa bein áhrif á vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar verða því að standa vörð um að tryggja sjúldingum þann hjúkrunar- tíma sem þeir þarfnast þannig að þörfum þeirra sé sinnt af öryggi og fagmennsku. Hjúkrunarfræðingar eiga að skapa sína eigin framtíð (Rogers, 1997) en ekki láta aðra skapa fram- tíð hjúkrunar. Byltingakenndar breytingar til góðs geta verið fram undan í heilbrigðismálum en einnig martraðarkenndar breytingar til ills (Bezold og Sullivan, 1999). Öllu máli skiptir hvernig tækifærin eru nýtt sem þessar breytingar hafa í för með sér. Að efla öryggisbrag heilbrigðiskerfisins er framtíðarverkefni þar sem umhyggja og sérþekking hjúkrunar verða að vera í fremstu víglínu (Foley, 2004). Þakkir: Agústa Benný Herbertsdóttir, Lovísa Baldursdóttir og Leifur Bárðarson fá bestu þakkir fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Heimildaskrá: AHRQ (2003). AHRQ Quality Indicators - Guide to patient safety indicators. Sótt 28. maí 2003 á http://www.ahrq.gov. Aiken, L. H., Clarke, S. P., og Sloane, D. M. (2002). Hospital restructuring: Does it adversly affect care and outcomes? Journal ofNursing Administration, 30 (10), 457- 465. Aiken, L. H., Sochalaksi, J., og Lake, E. T. (1997). Studying outcomes of organizational change in health services. Medical Care, 35 (11), NS6-NS18, viðauki. American Nurses Association (ANA) (1999). Nursing-sensitive quality indicators for acute caresettingsandANA'ssafetyandqualityinitiatve. Sótt 12. janúar 2005 á http:// www.nursingworld.org. American Nurses Association (ANA) (2003). ANA commends IOM report outiining critical role ofnursing workenvironmentin patient safety. Sótt 7. nóvember 2003 á http:// www.nursingworld.org. Timarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 81. árg. 2005 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.