Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Side 25
Grein Öryggi og gæöi í heilbrigðis- þjónustu að öryggismálum. Florence Nightingale notaði tölfræðileg gögn við gæða- og umbótastörf sín (Aiken, Clarke og Sloane, 2002; Neuhauser, 2004) enda er hún heiðursfélagi Hins bandaríska tölfræðifélags. I umbótastarfi eru mælingar mikil- vægar og því brýnt að hafa handbæra áreiðanlega og réttmæta mælikvarða/gæðavísa (AHRQ, 2003) sem geta gert kleift að mæla árangur umbóta. Fjölmargir gæðavísar í heilbrigðisþjónustu hafa verið settir fram (JCAHO, 2003; Nordiska mini- sterrádet, 2003; WHO, 2003) og margir þeirra snúa að öryggi sjúklinga. Hér eru nolckur dæmi: Réttur sjúklingur (sem fer í rétta aðgerð, fær rétt lyf o.s.frv.) Reglur um merkingar Samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks til aö fyrirbyggja misskilning Ferli fyrirmæla Viöurkenndar skammstafanir Öryggi í lyfjamálum Öryggi sjúklinga í skurðaðgerðum Gátlistar Ferli merkinga á skurðsvæði Öryggi vökvadæla Öryggi viðvörunarkerfa Spítalasýkingar (JCAHO, 2003). Hlutfall sjúklinga og hjúkrunarfræðinga Hjúkrunartími Legusár Byltur (American Nurces Association, 1999). Fylgikvillar svæfingar Legusár Brestur á björgun (failure to rescue) Aðskotahlutur skilinn eftir Margvíslegar meðferðartengdar sýkingar Blæöing í kjölfar aðgeröar Lærleggshálsbrot í kjölfar aðgerðar Blóðborin sýking í kjölfar aögerðar Viöbrögð viö blóðgjöf (AHRQ, 2003). Sérstaka athygli vekur að þrír framangreindra gæðavísa (brestur á björgun, blóðborin sýking í kjölfar aðgerðar og legusár) varða samtals nánast 60% atvika sem snertu öryggi sjúklinga meðal Medicare-sjúklinga í Bandaríkjunum á árunum 2000 - 2002 (HealthGrades, 2004b). Hlutverk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varðandi öryggi í heilbrigðisþjónustu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur marg- víslegu hlutverki að gegna er varðar öryggi í heilbrigðisþjónustu. Félagið gefur í raun tóninn fyrir hjúkrunarfræðinga hvað þetta málefni varðar og hefur framtíðarsýn varðandi öryggi og gæði hjúkrunarþjónustu og setur markið hátt eins og leiðtogum ber að gera (Tomy, 2000: Marquis og Huston, 2000). Einnig getur félagið stuðlað að vit- undarvakningu um öryggi í heilbrigðisþjónustu meðal félags- manna sinna og almennings. Þá getur félagið skapað tækifæri til umbóta (Walshe og Freeman, 2002), skapað hvetjandi and- rúmsloft (Carroll og Edmondson, 2002) og auðveldað þverfag- legt samstarf. Má í þessu sambandi benda á málþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélags Islands um öryggi sjúklinga sem haldið var í nóvember 2004 og þótti takast með ágætum. Þá er mikilvægt að félagið sé virkt við að koma rann- sóknarniðurstöðum varðandi öryggi sjúklinga á framfæri við félagsmenn, aðrar heilbrigðisstéttir og almenning. Öryggi og gæði hjúkrunar - hvert stefnir? Ljóst er að margir þættir geta haft áhrif á gæði og öryggi hjúkr- unar og mikilvægt að í þeim málum séu hjúkrunarfræðingar virkir og hafi áhrif á framgang mála í stað þess að „bíða og sjá“ hvað gerist og bregðast svo við því þegar eitthvað hefur gerst. Hagræðing og endurskipulagning í heilbrigðiskerfinu mun að öllum Iíkindum halda áfram á næstu árum og hafa bein áhrif á vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar verða því að standa vörð um að tryggja sjúldingum þann hjúkrunar- tíma sem þeir þarfnast þannig að þörfum þeirra sé sinnt af öryggi og fagmennsku. Hjúkrunarfræðingar eiga að skapa sína eigin framtíð (Rogers, 1997) en ekki láta aðra skapa fram- tíð hjúkrunar. Byltingakenndar breytingar til góðs geta verið fram undan í heilbrigðismálum en einnig martraðarkenndar breytingar til ills (Bezold og Sullivan, 1999). Öllu máli skiptir hvernig tækifærin eru nýtt sem þessar breytingar hafa í för með sér. Að efla öryggisbrag heilbrigðiskerfisins er framtíðarverkefni þar sem umhyggja og sérþekking hjúkrunar verða að vera í fremstu víglínu (Foley, 2004). Þakkir: Agústa Benný Herbertsdóttir, Lovísa Baldursdóttir og Leifur Bárðarson fá bestu þakkir fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Heimildaskrá: AHRQ (2003). AHRQ Quality Indicators - Guide to patient safety indicators. Sótt 28. maí 2003 á http://www.ahrq.gov. Aiken, L. H., Clarke, S. P., og Sloane, D. M. (2002). Hospital restructuring: Does it adversly affect care and outcomes? Journal ofNursing Administration, 30 (10), 457- 465. Aiken, L. H., Sochalaksi, J., og Lake, E. T. (1997). Studying outcomes of organizational change in health services. Medical Care, 35 (11), NS6-NS18, viðauki. American Nurses Association (ANA) (1999). Nursing-sensitive quality indicators for acute caresettingsandANA'ssafetyandqualityinitiatve. Sótt 12. janúar 2005 á http:// www.nursingworld.org. American Nurses Association (ANA) (2003). ANA commends IOM report outiining critical role ofnursing workenvironmentin patient safety. Sótt 7. nóvember 2003 á http:// www.nursingworld.org. Timarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 81. árg. 2005 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.