Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 44
margra á spítalanum sem hefði tekið saman hjúkrunarvörur, lyf og fleira sem þurfti til ferðarinnar svo og fatnað fyrir sjúkl- ingana. Góður undirbúningur er algjör grunnur að svona ferð. Að loknu flugtaki fóru fyrstu 6-7 tímar ferðarinnar í að útbúai fljúgandi sjúkrahús. Búið var til lyfjaherbergi með lyfjaborði í vélinni þar sem Iyf yrðu blönduð og skipulagt eitt sótthreinsað svæði. „Síðan voru búnar til stöðvar," segir Kristín, „gert var ráð fyrir að veikustu sjúklingarnir væru á einum stað, tvö gjör- gæslupláss voru búin til og reynt að raða niður eftir því hversu mikið eftirlit sjúklingarnir þyrftu.“ Hjúkrunarvörum og öðrum búnaði var svo raðað upp í farangursgeymslur fyrir ofan í svæði sem merkt voru A, B, C og D . „Við útbjuggum miða og skrif- uðum á þá hvað væri í farangursgeymslunum. Þá skiptum við fólkinu niður í hópa sem áttu að vinna á tilteknum svæðum, vélinni var skipt niður í þrjá hópa eða deildir." Útbúiö var sjúkrahús í flugvélinni á leiö út. Ljósmynd Sverrir Vilhelmsson. Þegar þessi undirbúningur var á enda reyndi fólkið aðeins að hvíla sig. Flugvélin lenti í Bangkok um miðjan dag. Hún segir að fjórir úr hópnum hafi farið á fund í sænska sendiráðinu. „Læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir, sem voru í sendiráðinu, voru algjörlega húnir, bæði af vinnu og andlegu álagi. Við sátum þarna fjögur í tvo klukkutíma og töluðum við fimm manns og fengum sömu sögurnar aftur og aftur. Fólkið grét og var gjörsamlega að niðurlotum komið. Þessi fundur var mjög góður að því leyti að við gátum undirbúið okkur andlega undir það verkefni sem við vorum að fara að takast á við. Eftir þennan fund hittist allt starfsfólkið og við fórum yfir hvaða sjúklingar kæmu um borð því við vorum komin með skrá yfir sjúklingahópinn. “ Hún segir starfsfólk sendiráðsins hafa verið búið að fara í 60 sjúkrahús, eða öll sjúkrahúsin í Bangkok, og finna þá sjúklinga sem unnt var að flytja með heim. Margir vildu ekki yfirgefa svæðið vegna þess að einhvern úr fjölskyldunni vantaði. „Það var því mjög erfitt að hafa yfirsýn og við skildum betur hvers vegna óvissa ríkti um það í upphafi ferðarinnar hvort við ættum að fara eða ekki, það virtist ekki vera nægur tími til að halda utan um það sem var að gerast. Einn sjúkl- ingur kom sem við höfðum ekki gert ráð fyrir og það vantaði nokkra sem við áttum von á, en við hefðum getað tekið við eitthvað fleirum í sæti.“ Hjúkrun í háloftunum Hún segir starfsfólkið hafa raðað fólkinu niður í vélina þannig að ættingjar sætu saman. „Þeir sem voru veikastir voru settir þar sem við vorum með mest af eftirlitstækjum. Fjölskyldan var alltaf látin halda sér hlið við hlið og reynt að snúa börnum á móti foreldrum og almennt haga því þannig að fólkinu liði sem best á leiðinni. Þó að fólk hafi verið fegið að komast heim á leið var líka skelfilegt fyrir þetta fólk að fara frá þessum stað vegna þess að allir, nema eitt par, þurftu að skilja 'einhvern úr fjölskyldunni eftir sem var týndur. Fólk þurfti að skilja eftir einn til þrjá ástvini. Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ í flugtakinu voru nær allir farþegarnir grátandi í vélinni. „Maður getur reynt að setja sig f spor þeirra þegar vélin er að fara á Ioft og fólk er búið að skilja eftir barnið sitt eða einhvern nákominn ættingja enda sá maður á fólkinu hvernig því leið. Við vorum með 18 sjúklinga á börum og mjögj margir voru slasaðir þó þeir væru í sætum, fót- brotnir, með slæm sýkt sár og sumir höfðu verið mjög nærri drukknun og þurftu því margir á súr- efnisgjöf að halda í vélinni. Mér eru minnisstæðir tveir einstaklingar, tals- vert mikið slasaðir, sem höfðu misst tvö börn og maka og voru bara einir eftir. Það var skelfilegt að horfa upp á þetta fólk, það er ekki hægt að setja sig í spor þeirra. Það var ein kona þarna sem 'var algjörlega eins og það væri slokknað á henni, hún hélt á bangsa allan tímann og var frosin og á mikla vinnu fram undan að vinna á sinni sorg, hvernig sem hún og aðrir gera það.“ Timarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.