Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 13
RITRÝND GREIN Notkun kæliúöa viö nálarstungur konar stoðmeðferðar við notkun kæliúðans hefur reynst áhrifarík verkjameðferð og þá einlcum notkun hugardreifingar. Eldri börnin hafa geta notað ímyndunaraflið í ríkari mæli, t.d. að hugsa um eitthvað lcalt, svo sem ís, þegar verið er að lcæla húðina og leysa þrautir meðan nálarstungan ! er framkvæmd. Vinsælasta hugardreifingin hjá : yngsta aldurshópnum hefur verið að blása sápu- kúlur. I tengslum við endurbætur á verkjameð- ferð á deildinni var útbúinn hugardreifingarkassi með hugmyndum um hvað hægt væri að nota fyrir hvern aldurshóp fyrir sig til að dreifa hug- anum. Frá því byrjað var að nota kæliúðann á BMB hefur hann reynst góð viðbót við þá verkjameðferð sem notuð er á deildinni að mati höfunda. Árangur af notkun hans er jákvæður og meðferðin er enn í þróun, sérstaklega samþætting við aðra meðferð, s.s. hugardreifingu. Auðvelt hefur verið að taka meðferðina inn í almenn störf starfsfólksins og er aðferðin almennt talin auðveld og aðgengileg í notkun. Til stendur að fara af stað með rannsókn á BMB þar sem skoðuð eru á markvissan hátt áhrif þess- arar meðferðar á sársauka meðal íslenskra barna við íhlutun. I fyrirhugaðri rannsókn verður skoð- ; aður breiðari aldurshópur en gert hefur verið í fyrri rannsóknum. Jafnframt er ætlunin að bera notkun kæliúðans saman við notkun á 24% súkr- ósu í munn hjá yngstu börnunum en verkjameð- ferð með 24% súkrósu fyrir fyrirbura og nýbura er nýjung í verkjameðferð á Barnaspítala Hringsins. Ytarlega umfjöllun eftir Rakel Jónsdóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur um notkun sykurlausn- ar í munn við verkjum hjá fyrirburum og full- burða nýburum er að finna í desemberheftí Tímarits íslenskra hjúkrunarfræðinga 2003. Lokaorð Reynsla barna af bráðum verk við sársaukafulla íhlutun getur greypst í minni þeirra og getur haft margvísleg og varanleg áhrif á börn (Cohen o.fh, 2001; Pate, Blount, Cohen og Smith, 1996). Rannsakendur hafa margoft bent á að verkja- meðhöndlun barna á bráðadeildum sé ábótavant og að úrbóta sé þörf í þeim efnum (Friedland og Kulick, 1994; Johnston o.fl., 1998; Jylli og Olsson, 1995; Magaret, Clark, Warden, Magnusson og Hedges, 2002; McCarthy, Hewitt og Choonara, 2000; Selbst og Henretig, 1989) og ætla má að ástandið sé svipað hérlendis sem erlendis. Með því að taka upp fljótvirka, ódýra og gagn- reynda meðferð á BMB, líkt og notkun kæliúða, má líta svo á að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn séu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr líkum þess að börnin verði fyrir of miklu álagi og þjáist að óþörfu af verkjum. ;Notkun kæliúða á BMB til verkjameðferðar í tengslum við nálarstungur lofar góðu. Til stendur að fara af stað með rann- sókn á notkun kæliúða á BMB, yrði það fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi. Höfundar vonast til þess að slík rannsókn nýtist til frekari framþróunar og skilvirkni í notkun kæliúða við íslenskar aðstæður. Heimildaskrá Abott, K„ og Fowler-Kerry, S. (1995).The use of a topical refrigerant anesthetic to reduce injection pain in children. Journal of Pain andSymptom Management, 19(8], 584-590. Armstrong, P„ Young, C„ og McKeown, D. (1990). Ethyl chloride and venepuncture pain: A comparison with intradermal lidocaine. Canadian Journal ofAnesthetics, 37(6], 656-658. Ársskýrsla Landspítala - háskólasjúkrahúss (2003). Baelen, E„ Dalmas, S„ Ducloux , B„ og Scherpereel, P. (1994). Cryoanesthesia by freon spray for venepuncture in children. Annales franqaises d'anasthesie et de reanimation, 13, 6-9. Boland, M. R. (2000). Mínimizing needle stick discomfort: A compliance issue? PENS Report, 12(4]. Sótt 20. ágúst 2003 á http://www.pens.org/articles/boland-m-r_needle- stick.htm. Boston medical pediatrics. Painfree pediatrics. Pharmacological methods for relieving procedural pain. Sótt 10. júní 2004 á http://www.bmc.org/pediatrics/special/PainFree/ lntro.htm. Cohen, L. L„ Blount, R. L, Jansevics C. R„ Ball, C. M„ McClellan, C. B„ og Bernard, R. S. (2001). Children's expectations and memories of acute distress: Short- and long-term efficacy of pain management interventions. Journal of Pediatric Psychology, 26(6], 367-374. Ebner, C. (1996). Cold therapy and its effect on procedural pain in children. Issuesin Comprehensive Pediatric Nursing, 19,197-208. Eland, J. M. (1981). Minimizing pain associated with prekindergarten intramuscular injec- tions. Issues in Comprehensive Pediatric Nursing, 5, 361 -372. Franz, D„ og Iggo, A. (1968). Conduction failure in myelinated and non-myelinated axons at low temperatures. Journal of Physiology, 199, 319-345. Friedland, L. R„ og Kulick, R. M. (1994). Emergency department analgesic use in pediatric trauma victims with fractures. Annals of Emergency Medicine, 23(2), 203-207. Gebauer company (2002). Gebauer's ethyl chloride pain-easer. Sótt 21. ágúst 2004 á http://www.gebauerco.eom/EthylChloridePainEase.asp?strSection=Morelnfo. Henning, G. F. (2000). Patient information leaflet. Ethyl chloride Dr. Henning. Walldorf: Wedel. Johnston, C. C„ Gagnon, AJ„ Fullerton, L„ Common, C„ Ladores, M„ og Forlini, S. (1998). One-week survey of pain intensity on admission to and discharge from the emer- gency department: a pilot study. Journal of Emergency Medicine, 16(3), 377-382. Jylli, L„ og Olsson, G. L. (1995). Procedural pain in a paediatrie surgical emergency unit. Acta Paediatrica, 84(12], 1403-1408. Kunesch, E„ Scmidt, R„ Nordin, M„ Wallin, V„ og Hagbarth, K. (1987). Peripheral neural correlates of cutaneous anaesthesia induced by skin cooling in man. Acta Physiologica Scandinavica, 129, 247-257. Magaret, N. D„ Clark, T. A„ Warden, C. R„ Magnusson, A. R„ og Hedges, J. R. (2002). Patient satisfaction in the emergency department, a survey of pediatric patients and their parents. Academic Emergency Uledicine, 9(12), 1379-88. Maikler, V. E. (1991). Effects of a skin refrigerant/anesthetic and age on the pain responses of infants receiving immunizations. Research in Nursing and Health, 14, 397-403. Timarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.