Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Qupperneq 13
RITRÝND GREIN Notkun kæliúöa viö nálarstungur konar stoðmeðferðar við notkun kæliúðans hefur reynst áhrifarík verkjameðferð og þá einlcum notkun hugardreifingar. Eldri börnin hafa geta notað ímyndunaraflið í ríkari mæli, t.d. að hugsa um eitthvað lcalt, svo sem ís, þegar verið er að lcæla húðina og leysa þrautir meðan nálarstungan ! er framkvæmd. Vinsælasta hugardreifingin hjá : yngsta aldurshópnum hefur verið að blása sápu- kúlur. I tengslum við endurbætur á verkjameð- ferð á deildinni var útbúinn hugardreifingarkassi með hugmyndum um hvað hægt væri að nota fyrir hvern aldurshóp fyrir sig til að dreifa hug- anum. Frá því byrjað var að nota kæliúðann á BMB hefur hann reynst góð viðbót við þá verkjameðferð sem notuð er á deildinni að mati höfunda. Árangur af notkun hans er jákvæður og meðferðin er enn í þróun, sérstaklega samþætting við aðra meðferð, s.s. hugardreifingu. Auðvelt hefur verið að taka meðferðina inn í almenn störf starfsfólksins og er aðferðin almennt talin auðveld og aðgengileg í notkun. Til stendur að fara af stað með rannsókn á BMB þar sem skoðuð eru á markvissan hátt áhrif þess- arar meðferðar á sársauka meðal íslenskra barna við íhlutun. I fyrirhugaðri rannsókn verður skoð- ; aður breiðari aldurshópur en gert hefur verið í fyrri rannsóknum. Jafnframt er ætlunin að bera notkun kæliúðans saman við notkun á 24% súkr- ósu í munn hjá yngstu börnunum en verkjameð- ferð með 24% súkrósu fyrir fyrirbura og nýbura er nýjung í verkjameðferð á Barnaspítala Hringsins. Ytarlega umfjöllun eftir Rakel Jónsdóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur um notkun sykurlausn- ar í munn við verkjum hjá fyrirburum og full- burða nýburum er að finna í desemberheftí Tímarits íslenskra hjúkrunarfræðinga 2003. Lokaorð Reynsla barna af bráðum verk við sársaukafulla íhlutun getur greypst í minni þeirra og getur haft margvísleg og varanleg áhrif á börn (Cohen o.fh, 2001; Pate, Blount, Cohen og Smith, 1996). Rannsakendur hafa margoft bent á að verkja- meðhöndlun barna á bráðadeildum sé ábótavant og að úrbóta sé þörf í þeim efnum (Friedland og Kulick, 1994; Johnston o.fl., 1998; Jylli og Olsson, 1995; Magaret, Clark, Warden, Magnusson og Hedges, 2002; McCarthy, Hewitt og Choonara, 2000; Selbst og Henretig, 1989) og ætla má að ástandið sé svipað hérlendis sem erlendis. Með því að taka upp fljótvirka, ódýra og gagn- reynda meðferð á BMB, líkt og notkun kæliúða, má líta svo á að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn séu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr líkum þess að börnin verði fyrir of miklu álagi og þjáist að óþörfu af verkjum. ;Notkun kæliúða á BMB til verkjameðferðar í tengslum við nálarstungur lofar góðu. Til stendur að fara af stað með rann- sókn á notkun kæliúða á BMB, yrði það fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi. Höfundar vonast til þess að slík rannsókn nýtist til frekari framþróunar og skilvirkni í notkun kæliúða við íslenskar aðstæður. Heimildaskrá Abott, K„ og Fowler-Kerry, S. (1995).The use of a topical refrigerant anesthetic to reduce injection pain in children. Journal of Pain andSymptom Management, 19(8], 584-590. Armstrong, P„ Young, C„ og McKeown, D. (1990). Ethyl chloride and venepuncture pain: A comparison with intradermal lidocaine. Canadian Journal ofAnesthetics, 37(6], 656-658. Ársskýrsla Landspítala - háskólasjúkrahúss (2003). Baelen, E„ Dalmas, S„ Ducloux , B„ og Scherpereel, P. (1994). Cryoanesthesia by freon spray for venepuncture in children. Annales franqaises d'anasthesie et de reanimation, 13, 6-9. Boland, M. R. (2000). Mínimizing needle stick discomfort: A compliance issue? PENS Report, 12(4]. Sótt 20. ágúst 2003 á http://www.pens.org/articles/boland-m-r_needle- stick.htm. Boston medical pediatrics. Painfree pediatrics. Pharmacological methods for relieving procedural pain. Sótt 10. júní 2004 á http://www.bmc.org/pediatrics/special/PainFree/ lntro.htm. Cohen, L. L„ Blount, R. L, Jansevics C. R„ Ball, C. M„ McClellan, C. B„ og Bernard, R. S. (2001). Children's expectations and memories of acute distress: Short- and long-term efficacy of pain management interventions. Journal of Pediatric Psychology, 26(6], 367-374. Ebner, C. (1996). Cold therapy and its effect on procedural pain in children. Issuesin Comprehensive Pediatric Nursing, 19,197-208. Eland, J. M. (1981). Minimizing pain associated with prekindergarten intramuscular injec- tions. Issues in Comprehensive Pediatric Nursing, 5, 361 -372. Franz, D„ og Iggo, A. (1968). Conduction failure in myelinated and non-myelinated axons at low temperatures. Journal of Physiology, 199, 319-345. Friedland, L. R„ og Kulick, R. M. (1994). Emergency department analgesic use in pediatric trauma victims with fractures. Annals of Emergency Medicine, 23(2), 203-207. Gebauer company (2002). Gebauer's ethyl chloride pain-easer. Sótt 21. ágúst 2004 á http://www.gebauerco.eom/EthylChloridePainEase.asp?strSection=Morelnfo. Henning, G. F. (2000). Patient information leaflet. Ethyl chloride Dr. Henning. Walldorf: Wedel. Johnston, C. C„ Gagnon, AJ„ Fullerton, L„ Common, C„ Ladores, M„ og Forlini, S. (1998). One-week survey of pain intensity on admission to and discharge from the emer- gency department: a pilot study. Journal of Emergency Medicine, 16(3), 377-382. Jylli, L„ og Olsson, G. L. (1995). Procedural pain in a paediatrie surgical emergency unit. Acta Paediatrica, 84(12], 1403-1408. Kunesch, E„ Scmidt, R„ Nordin, M„ Wallin, V„ og Hagbarth, K. (1987). Peripheral neural correlates of cutaneous anaesthesia induced by skin cooling in man. Acta Physiologica Scandinavica, 129, 247-257. Magaret, N. D„ Clark, T. A„ Warden, C. R„ Magnusson, A. R„ og Hedges, J. R. (2002). Patient satisfaction in the emergency department, a survey of pediatric patients and their parents. Academic Emergency Uledicine, 9(12), 1379-88. Maikler, V. E. (1991). Effects of a skin refrigerant/anesthetic and age on the pain responses of infants receiving immunizations. Research in Nursing and Health, 14, 397-403. Timarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.