Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 42
Valgerður Katrín Jónsdóttir Íslendingahópurinn sem fór til Tailands. Kristín er fjóröa frá hægri. Ljósmynd Sverrir Vilhelmsson. Hjúkrun vegna hamfaranna í Taílandi Flóöbylgjan, sem jarðskjálftinn við Súmötru olli í desember, hefur sem kunnugt er valdið gífurlegu tjóni. Á fundi norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldinn var í Helsinki 12.-14. janúar sl. um geðheilbrigðismál, var m.a. rætt um áhrif slíkra hörmunga á geðheilbrigði þeirra sem lifa af, slasast og missa ástvini sína og heimili. Það getur tekið fólk langan tíma að komast yfir slík áföll og fórnarlömbin þurfa m.a. oft langvarandi aðstoð við aö koma fótunum undir sig að nýju. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað á fundi sínum 10. janúar sl. að veita einni milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Suðaustur-Asíu. Sú ákvörðun var tekin m.a. eftir ályktun alþjóðasambands hjúkrunarfræöinga (ICN) sem hvatti félög hjúkrunarfræðinga um allan heim til að styðja sérstaklega viö bakið á hjúkrunarfræðingum á hamfarasvæðunum. Félög hjúkrunarfræðinga um allan heim hafa sameinast um að leggja hjálparstarfinu lið og að styðja sérstaklega hjúkrunar- félögin á hamfarasvæðunum. Mikið starf varðandi fræðslu og stuðning við fórnarlömbin og alla þá sem um sárt eiga að binda eftir flóðin er fram undan fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra er vinna uppbyggingarstarf á þessum slóðum. En hver var reynsla hjúkrunarfræðinga af þeirri bráðahjúkr- un sem var veitt skömmu eftir að atburðurinn átti sér stað? Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræbinga hitti tvo hjúkrunarfræð- inga að máli, fyrst Paivi Muna, sem sá um skipulagningu starfsins á flugvellinum við Helsinki þegar tekið var á móti sjúklingum frá Taílandi, og svo Kristínu Gunnarsdóttur sem fór með íslenslca hjálparhópnum til Bangkok að sækja sænska ferðamenn sem fluttir voru til Stokkhólms. Páivi Muna Páivi Muna er yfirhjúkrunarfræðingur á bráða- þjónustu Vandaborgar sem er 300 þúsund íbúa borg í um það bil 30 kílómetra fjarlægð frá Helsinki en flugvöllurinn tilheyrir þeirri borg. Bráðaþjónustan hefur látið útbúa neyðaráætlun ef stórslys eiga sér stað, en sem betur fer hafa engin flugslys orðið á flugvellinum og því ekki verið unnið eftir þessari áætlun að fullu leyti fyrr en nú. Arið 2002 sprengdi þó ungur maður upp verslun í borginni. Þá létust 7 og 11 5 slösuðust. Fram til þessa hefur það verið stærsta verkefni bráðaþjónustunnar. Muna segir að hringt hafi verið til þeirra á bráða- þjónustuna 27. desember frá sjúkrahúsinu og um Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.