Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Blaðsíða 55
Fréttamolar... 2% fólks yfir 65 ára með opin sár hverju sinni. í Svíþjóð reyndist helmingur sjúklinga með lang- varandi sár sjá um þau sjálfir (Lindholm, 2003). Rannsókn, sem fram fór á Islandi 1993, sýndi að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Islandi voru með þrýstingssár (Asta Thoroddsen, 1999). í Bandarfkjunum er áætlað að það kosti 500- 40.000 dollara að græða hvert þrýstingssár (Lyder, 2003). Miðað við hvað algeng Iangvinn sár eru í Skandinavíu hefur kostnaður við slík sár verið álitinn um 28 milljarðar króna árlega í Danmörku einni (Gottrup, 2003). Það er því Ijóst að kostnaður við meðhöndlun langvinnra sára er gríðarlegur. Þar við bætast miklar þjáningar fólks með langvinn sár sem og annar ami sem það hefur af sárunum. Mikilvægt er að bæta þekk- ingu og samhæfingu í meðferð og er það m.a. hlutverk hinna nýju samtaka. Það er von allra sem áhuga hafa á þessum málum að markmið samtakanna náist og að hið þverfag- lega samstarf verði til þess að bæta hag þess fólks sem glímir við langvinn sár. Jafnframt er mikil- vægt að SumS taki þátt í alþjóðlegu samstarfi, m.a. með því að gerast meðlimir í EWMA. Hjúkrunarfræðingar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í starfi samtakanna og leggja sitt af mörkum til að markmið þeirra náist. Stjórn SumS er að vinna að því að koma á laggirnar heimasíðu. Þangað til geta þeir sem áhuga hafa á að gerast félagsmenn haft samband við Jónu Kristjánsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra göngu- deildar G3 í Fossvogi, jonak@landspitali.is. Heimildir: Asta Thoroddsen (1999). Pressure ulcer prevalence: A national survey. Journal ofClinical Nursing, 8, 170-179. Gottrup, F. (2003). Multidisciplinary wound healting concepts. EWMA Journal, 3( 1), 5-11. Lindholm, C. (2003). Sár. Stockholm: Studentliteratur. Lyder, C. Fl. (2003). Pressure ulcer prevention and management. JAMA, 289(2), 223-6. VISTOR - nýtt nafn í staö PharmaNor Vegna skyldleika nafnsins PharmaNor við nafn á fyrirtæki í svipuöum rekstri erlendis hefur verið ákveðið að starfsemi PharmaNor verði framvegis rekin undir nafninu VISTOR. Nafnið er samsett úr íslenska oröinu vist og alþjóðlega viðskeytinu -or. Það skírskotar þannig til þess hluta rekstrarins að hýsa starfsemi alþjóðlegra framleiöenda og dreifa vörum þeirra um leið og á þarf að halda. Nýtt kjörorð félagsins er: Bakhjarl fyrir betri líðan. Saga Vistors hófst árið 1956 með stofnun lyfjafyrirtækisins Pharmaco. í kjölfar útrásar félagsins var því skipt upp árið 2002 og fékk innlendi hlutinn nafnið PharmaNor. Vistor er meöal fremstu fyrirtækja í heildsölu og dreifingu lyfja, lækningatækja og hjúkrunarbúnaðar til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana og lyfjaverslana. Hjá Vistor starfa 110 manns og eru höfuðstöðvar og dreifingarmiðstöð fyrirtækisins að Hörgatúni 2 í Garðabæ. Hjúkrunarnemar í heimsókn. Hjúkrunarfræöinemar á fjórða ári í hjúkrunar- fræöideild Háskóla íslands komu í árlega heimsókn í húsakynni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 20. janúar sl. Nemunum var boðið til hádegisveröar og þeim kynnt starfsemi félagsins og réttindi og skyldur félagsmanna. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins, bauð nemana velkomna og sagöi frá félaginu. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur, kynnti faglega hluta félagsins og Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingur, sá um að kynna kjara- og réttindamál hjúkrun- arfræðinga. Mikið var rætt um kjaramál og þá sérstaklega byrjunarlaun hjúkr- unarfræðinga og þaö mat á verðmæti menntunar og störfum hjúkrunarfræð- inga sem fælist í þeim. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar hópnum góðs gengis á lokasprettinum í náminu og býður hann velkominn í og til starfa fyrir félagið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.