Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL Mannekla í hjúkrun Áriö 1999 gaf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga út skýrslu um „Manneklu í hjúkrun". Skýrslan var afrakstur nefndarstarfs á vegum stjórnar félagsins og deildar hjúkrunarforstjóra. Nefnd- inni var ætlað að skoða fyrirliggjandi upp- lýsingar um skort á hjúkrunarfræðingum hér á landi; meta stöðu vinnumarkaðar hjúkrunar- fræðinga, atvinnuþátttöku þeirra og líklega þróun; meta þörf fyrir hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum landsins; og síðast en ekki síst að greina ástæður þess að stöðugur skortur var (og erj á hjúkrunarfræðingum til starfa og leggja fram tillögur til úrbóta. Skýrsla þessi inni- heldur mikið magn gagnlegra upplýsinga og hefur nýst félaginu og hjúkrunarfræðingum afar vel. I skýrslunni kemur m.a. fram að árið 1999 voru um 85% hjúkrunarfræðinga á vinnualdri starfandi við hjúkrun. Einnig að meðalstarfshlutfall var þá 80% og um 60% hjúkrunarfræðinga unnu vaktavinnu. Meðal tillagna til úrbóta, sem settar voru fram í skýrslunni, var að laun hjúkrunarfræðinga yrðu hækkuð og tækju mið af ábyrgð, sérhæfni og menntun; að vinnuvika hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu yrði stytt f 36 klst.; að störf hjúkrunarfræðinga yrðu endurskipulögð og störf, sem ekki krefjast hjúkrunarmenntunar, yrðu færð á hendur annarra; og að skipulagi klínísks náms í hjúkrunarfræði yrði breytt og fjárveitingar til þess auknar þannig að hægt verði að fjölga hjúkrunarfræðinemum í 120-130 á ári. A þeim sex árum sem Iiðin eru frá útgáfu þessarar skýrslu hefur margt breyst í íslensku heilbrigðiskerfi. Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hafa verið sameinuð, stofnanir á landsbyggðinni hafa verið sameinaðar í heilbrigðisstofnanir sem ná yfir stór iandsvæði og breytingar hafa verið gerðar á skipulagi heima- hjúkrunar f Reykjavík og nágrenni. Komið hefur fram í gógnum frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi að bráðleiki hefur aukist verulega og legutími styst. Hvort tveggja leiðir til aukins álags á hjúkrunarfræðinga, ekki aðeins á LSH heldur einnig í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Ofantaldar breytingar valda enn meiri þörf fyrir fleiri starfandi hjúkrunarfræðinga. Nokkuð hefur reyndar miðað í úrbótum í samræmi við tillögur í mannekluskýrslunni. Laun hjúkrunarfræðinga hafa vissulega hækkað og nýju launakerfi er ætlað að taka meira tillit til ábyrgðar, sérhæfni og menntunar en fyrra Elsa B. Friöfinnsdóttir launakerfi gerði. Einnig er nú unnið að tillögum til úrbóta varðandi málefni vaktavinnustétta, þ.e. að gera vaktavinnuna fysilegri kost. En sumt sem nefnt er í skýrslunni hefur hins vegar lítið eða ekkert breyst. Þannig sýnir ný rannsókn Önnu Stefánsdóttur og Hrafns Óla Sigurðssonar (óbirt)i að um 87% hjúkrunarfræðinga starfa nú við hjúkrun og enn eru 48% starfandi á þrískiptum vöktum. Þeir rúmlega 400 hjúkrunarfræðingar (13%) sem ekki starfa við hjúkrun skv. rannsókn Önnu og Hrafns Óla hafa valið annan starfsvettvang vegna betri vinnutíma, hærri Iauna, þeir telja starfið áhugaverðara, þar hafa þeir meira sjálfstæði í störfum sínum en í hjúkruninni og að þar sé umbun og hvatning meiri. Þessi rannsókn gefur miklar vísbendingar um hvaða breytingar þarf að gera á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga aftur til starfa við hjúkrun. Eins og ég gat um hér í upphafi var það mat höfunda mannekluskýrslunnar að brautskrá þyrfti 120-130 hjúkrunar- fræðinga á ári til að hægt væri að tryggja landsmönnum við- unandi hjúkrunarþjónustu. Nú brautskrást um og innan við 110 hjúkrunarfræðingar á ári að meðaltali. Upplýsingar frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands um aukið brottfall nemenda úr námi valda vissulega áhyggjum. Skoða þarf sérstaklega ástæður þess að hjúkrunarfræðinemar, sem lagt hafa í mikla vinnu og kostnað og eru jafnvel komnir á þriðja námsár, ákveða að hætta námi. Hvert námspláss í námi, þar sem fjöldatakmarkanir gilda, er afar dýrmætt og óviðunandi að það skili ekki nemanda tii brautskráningar. Að síðustu vil ég nefna athygliverða tillögu um áherslur í fjölgun hjúkrunarfræðinema. Þórður Kristinsson, mannfræðingur, birti nýverið skýrslu um „Upplifun karla í hjúkrunarnámi: Hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í hjúkrun?" I skýrslunni bendir Þórður á að reynsla af umönnunarstörfum virðist vera sá þáttur sem hafi haft mest áhrif á að karlmenn völdu að fara í hjúkrunarfræðinám. Hann leggur því til að komið verði á samstarfi við Atvinnumiðlun stúdenta og álíka stofnanir þar sem karlar verði sérstaklega hvattir til að ráða sig í umönnunarstörf. Þó höfundur sé þarna eingöngu að fjalla um áhrifaþætti í vali karla á námi má þó kannski leyfa sér að álykta að reynsla af umönnunarstörfum hafi einnig jákvæð áhrif á val kvenna að læra hjúkrunarfræði. Kynning á hjúkrunarfræðináminu og hjúkrunarstarfinu þarf skv. þessu að hefjast strax í fyrsta bekk framhaldsskólanna. Það er sameiginiegt verkefni hjúkrunarfræðideildar HI, heiibrigðisdeildar HA, Landspítala-háskólasjúkrahúss og annarra heilbrigðisstofnana, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að vinna að fjölgun hjúkrunarfræðinema og fjölgun starfandi hjúkrunarfræðinga. Eg kalla hér með þessa aðila til samstarfs. ; Ég óska hjúkrunarfræðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heilla á komandi ári. Ég þakka gott samstarf á senn liðnu ári. Elsa B. Friöfinnsdóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.