Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 16
töldu heilsu sína betri eða svipaða heilsu flestra jafnaldra sinna. Enginn munur reyndist á heilsu og lífsstíl eftir því hvort þátttakendur voru komnir á tíðahvörf eður ei, en þegar horft var til notkunar tíðahvarfahormóna og aldurs var um svolítinn mun að ræða. Hlutfallslega færri þátttakendur (8%), sem hætt höfðu notkun tíðahvarfahormóna, töldu almenna heilsu sína betri en jafnaldra miðað við þær sem notuðu homónin (25%) eða hafa aldrei notað hormón (22%) (X2(6)= 913,8; p<0,05). Sama átti við um eldri konurnar miðað við þær yngri (F(6,524)=2,285; p=0,035). Umræöa Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að niðurstöður WHI- rannsóknarinnar hafa haft áhrif á notkun íslenskra kvenna á aldrinum 47 til 53 ára á tíðahvarfahormónum. Tæp 40% þeirra sem hætt hafa notkun eftir að niðurstöður rannsóknarinnar lágu fyrir segjast hafa hætt m.a. vegna þeirra og rúmur helmingur kvenna, sem nota hormón en hugleiða að hætta notkun þeirra, segist vera í þeim hugleiðingum m.a. vegna niðurstaðnanna. Enn fremur segist þriðjungur kvenna, sem ekki notar hormón en er að hugleiða notkun þeirra, að niðurstöður rannsóknarinnar geri alla ákvarðanatöku erfiðari. Myndin, sem birtist hér, er aðeins frábrugðin niðurstöðum úr Gallupkönnun sem framkvæmd var í Bandaríkjunum haustið 2002 (Saad, 2002). Þar kemur fram að 44% af 935 kvenna úrtaki hafi sagt að niðurstöður WHI-rannsóknarinnar gerðu þeim erfiðara fyrir að ákveða að nota hormón og 54% kvenna í meðferð sögðu niðurstöðurnar ekki myndu valda því að þær hættu meðferð. Könnun Saad (2002) var gerð rúmum mánuði eftir að WHI-rannsóknin var stöðvuð og má vera að það hafi haft áhrif á svör þátttakenda hve stuttur tími var liðinn. Heilbrigðisstarfsfólk leggur mikla áhersla á að konur séu upplýstar um ávinning og áhættu af notkun hormóna og hefur talsvert verið skrifað um það í hverju ráðleggingar til kvenna eigi að vera fólgnar (Rymer, Wilson og Ballard, 2003). Konur vilja fá upplýsingar um áhættu, galla og kosti en ljóst er að ákvarðanataka um hormónameðferð er gerð á tímum vaxandi óvissu um áhættu og ávinning (Walter, Emery, Bogers og Britten, 2004). í þessari rannsókn taldi helmingur þátttakenda sig ekki hafa fengið næga fræðslu um tíðahvörf og 84% vilja að fræðsla sé meiri á vegum heilbrigðisyfirvalda. Konur, sem hafa notað tíðahvarfahormón, eru frekar á því að fræðslan sé ekki næg á vegum heilbrigðisyfirvalda heldur en hinar konurnar sem aldrei hafa notað hormón. Þetta er athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að konur, sem voru komnar á tíðahvörf og konur sem höfðu notað hormón, höfðu frekar heyrt al niðurstöðum WHI-rannsóknarinnar heldur en samanburðarhóparnir. Ætla má að þessar konur hafi á virkan hátt velt fyrir sér áhættu og ávinningi af því að nota hormón eftir upplýsingum Jsem þær höfðu yfir að ráða. Þær sem völdu að jnota hormón hafa komist að þeirri niðurstöðu jað ávinningur vægi upp áhættu enda var það í jsamræmi við almennar ráðlegginar eins og þær birtust í fjölmiðlum og umræðum í tímaritum heilbrigðisstétta fram á mitt ár 2002. Þegar það jkemst svo í heimsfréttirnar að trúlega sé þessu öfugt farið þarf að endurmeta áhættu og ávinning af hormónameðferð. Opinber umræða hefur jað líkindum ekki hjálpað við það mat þar sem hún var frekar lítil og upplýsingar ekki til þess fallnar að leiðbeina, sérstaklega í upphafi. Því kemur ekki á óvart að konur, sem völdu að nota hormón, telji að fræðsla megi vera meiri. Þessar niðurstöður, ásamt því að stór hluti kvenna hætti notkun hormóna og íhugaði að hætta notkun eftir að niðurstöður WHI lágu fyrir, sýna að konur byggja ákvarðanir um heilsutengdar aðgerðir á rökstuddum upplýsingum. Um 60% þátttakenda leita annað en til heilbrigðisstétta að upplýsingum um tíðahvörf og eru fjölmiðlar og vinkonur aðalheimildirnar. Þetta erísamræmi viðbandarískarrannsóknaniðurstöður sem benda til þess að konur leiti ekki endilega til heilbrigðisstétta eftir fræðslu (Newton, Lacroix, jLeveiIle, Rutter, Keenan og Anderson,1998; Reynolds o.fl., 2002). Að mati höfundar er imikilvægt að fulltrúar heilbrigðisstétta veiti þessa fræðslu. Mikilvægt er hins vegar að markmiðið sé heilbrigðishvatning en ekki um of einblínt á hugsanlega sjúkdóma sem geti látið á sér kræla, en líkt og vikið var að í upphafi greinarinnar þá er vaxandi notkun tíðahvarfahormóna meðal annars rakin til hugsanlegs ávinnings síðar á ævinni. Bent hefur verið á að í nútímasamfélagi séu jforvarnir hugsanlega í of mikilli sókn, kostnaður jvegna þeirra sé of mikill að því ógleymdu að ástæðulaust sé að fólk á besta aldri við góða heilsu sé þjakað af kvíða og ótta við sjúkdóma (Getz, Sigurdsson og Hetlevik, 2003). Hérlendis hefur ekki verið gerð greining á því hvaða upplýsingar Jkonum standa til boða um tíðahvörf í íslenskum fjölmiðlum. Þó nokkrar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á vestrænum fjölmiðlum á því hvernig tíðahvörfuni er lýst þar. Almennt má segja að niðurstöður þeirra sýni að myndin af tíðahvörfum sé mísvísandi, fremur takmarkandi, neikvæð og byggist á sjúkdómsgervingu Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.