Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 52
saman í sinfóníuhljómsveit með góðum stjórnanda verður
útkoman frábærlega góð. Fólkið, sem ég vinn fyrir, er orðið
gamalt, hefur 80 til 100 ár að baki og er dásamlegt fólk og ég
lít á heildræna meðferð þess sem eins konar sinfóníu. Allir
aðilarnir eru til staðar innan heilbrigðiskerfisins og við þurfum
ekki að borga þeim neitt hærri laun þótt ákveðin samhæfing
eigi sér stað. Eg held að þetta sé gerlegt.
Chris: Jón, er það rétt skilið að þú teljir þetta framkvæmanlegt
vegna þess að þú ert hljómsveitarstjórinn?
Jón: Já, stundum er ég hljómsveitarstjórinn. Á Islandi hafa
staðið þylckir veggir á milli sérfræðigreina og það leiðir til
einhliða nálgunar þar sem hver um sig veit hvaða hlutverki
hann eða hún gegnir og allir vita hvað þeir eða þær mega
ekki eða geta ekki gert. Að því sögðu held ég að stjórnandinn
megi vera Islendingur eða Austurríkismaður, læknir eða
guðfræðingur, sérfræðingur í hjúkrun eða bara hvað sem er. Ef
hann er góður stjórnandi hljómar sinfónían vel.
Chris: Þakka þér fyrir. Erna, hvað myndir þú segja um svörin
við þessum tveim spurningum sem þegar hafa komið fram?
Erna: Ég hef unnið að líknandi meðferð árum saman, lengur en
ég kæri mig um að muna, en ég hef lengi haft fræðilega þekkingu
á heildrænni meðferð. Við sem vinnum við líknandi meðferð
búum við þann raunveruleika að vita hvað heildræn meðferð
er fræðilega séð. Við þekkjum mikilvægi hennar og erum
meðvituð um að við ættum að veita hana af þeim ástæðum sem
þegar hafa verið nefndar. Ég held þó að ekki hafi verið fjallað
nógu ýtarlega um þannig meðferð eins og Elaukur nefndi. Mér
finnst að við búum við þá úlfakreppu að vita hvaða þekkingu
við ættum að beita og að vilja beita henni en að henni sé engu
að síður ekki beitt. Þetta segi ég á grundvelli þeirra hugmynda
sem ég tileinkaði mér á meðan ég vann að doktorsverkefni
mfnu og það sem er að gerast minnir mig á annað. Lítum á
dæmi. Ég bið dóttur mína um að taka til í herberginu sínu og
svo kemur hún til mín og segist vera búin að því. Ég verð bæði
glöð og hissa en hálftíma síðar fer ég inn til hennar og sé að
hún hefur bara tekið smávegis til. Einhver heimspekingurinn
orðaði það þannig: „Ef þú vilt forðast eitthvað skaltu líta svo
á að það sé afgreitt. “ Ég óttast að við séum að taka þessa
afstöðu til heildrænnar meðferðar vegna þess að þetta er flókið
mál. Það er hægara sagt en gert að veita heildræna meðferð og
það er afar erfitt verkefni að reyna að samræma annars vegar
tækninálgunina og hins vegar þá mannlegu. Margar rannsóknir
staðfesta að fólk gerir oft allt annað en það sem það segist
gera og ég held að vandamálið, sem við okkur blasir, sé það að
núverandi kerfi og breytingarnar, sem við viljum koma á, passa
ekki saman. Um þetta er ég að hugsa þessa stundina.
Chris: Þakkaþérfyrir. Desmonderfélagsfræðingur
og hlustar á samræður fólks f hjúkrunarstéttum.
Hvernig myndir þú fjalla um þetta frá félagslegum
sjónarhóli?
Desmond: Tvennt skiptir einkum máli þegar
svara á fyrri spurningunni, hvers vegna heildræn
meðferð sé mikilvæg, hvers vegna hún hafi orðið
það og hvaða breytingar hún hefur í för með sér.
Annars vegar ber að nefna innri ástæður, það
er innviði heilbrigðiskerfisins, og hins vegar ytri
ástæður. Innri ástæðurnar sýnast mér vera sú
breyting sem orðið hefur á sjúkdómamyndinni
í vestrænum samfélögum. Þar er um tvennt að
ræða. Annað er að langvinnir sjúkdómar koma
oft og tíðum fyrr fram nú en áður. Þetta leiðir til
þess að fólk þarf að takast lengur á við sjúkdóma
en áður, fólk fær sjúkdóma sem það á eftir að
ganga með alla ævi, sjúkdómurinn greinist fyrr
en áður og fólk lifir Iengur en áður með sjúkdóm
sinn. Sem dæmi má nefna alvarlega offitu hjá
ungu fólki. Mynd þessa sjúkdóms er að breytast í
samfélaginu, nú er litið svo á að fólk með þennan
sjúkdóm búi við vanda sem það verður að lifa með
og lifa sem bestu lífi með. Að mínu mati sýnist
mér þetta nýja viðhorf gera þær kröfur til fólks
með þennan sjúkdóm að það taki sjálft þátt í að
endurskoða hugmyndir sínar um það hvernig það
tengist heilbrigðiskerfinu. Fólk verður að hætta
að vera sjúklingar, það þarf að verða fulltrúar
vegna þess að það þarf að taka virkan þátt í að lifa
lífinu með sjúkdómnum.
Ytri ástæðurnareru svo hinarfélagslegu breytingar.
I Bretlandi hefur til dæmis orðið sú mikla breyting
að efnahagskerfi, sem tók 200 ár að móta, hefur
hrunið á 30 árum. Trúarbragðakerfi, sem tók
fjórar til fimm aldir að móta, hefur nær horfið á
30 árum. Hér eru nokkrar staðreyndir þessu til
stuðnings. Fjöldi safnaðarbarna í skosku kirkjunni
náði hámarki ekki alls fyrir löngu eða árið 1959
og aldrei hafa unnið jafnmargir starfsmenn að
iðnframleiðslu í Bretlandi og árið 1969. Aðeins
30 ár eru liðin síðan fjöldi starfsmanna við
iðnframleiðslu náði hámarki sínu en nú er varla
nokkur iðnframleiðsla í Bretlandi. Við búum
því við þær einstöku aðstæður að gríðarlegar
félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar
breytingar hafa orðið hver á fætur annarri. Bækur
eru skrifaðar sérstaklega um þær og líka sérstakir
kaflar um þessar breytingar hverja fyrir sig en
50
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005