Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga í 80 ár Tíminn er fljótur aö líöa. Mér finnst ekki svo langtsíðan ég hóf störf sem ritstjóri tímaritsins hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræöinga í formannstíö Ástu Möller, en þaö eru nú orðin sjö ár og tveir formenn setiö til viö- bótar, þær Herdís Sveinsdóttr og nú Elsa B. Friðfinnsdóttir. A þessum tíma hefur tímaritið breyst þó nokkuð í efnisvali og útliti eins og gengur en tilgangurinn með því að ráða blaðamann og þjóðfélagsfræðing sem ritstjóra var að nýta þá þekkingu og reynslu til útgáfunnar. Víst er að tímarit sem þetta þarf að vera í eilífri endurskoðun til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til þess. Nú hefur í fyrsta sinn verið gerð lesendakönnun en niðurstöður hennar verða birtar í fyrsta tölublaði næsta árs sem kemur út í byrjun mars. Sumir eru á þeirrar skoðun að dagar tímarits sem þessa, sem gefið er út 5 sinnum á ári, séu taldir þar sem unnt er að koma upplýsingum á framfæri á netinu á mun styttri tíma. Flestar tækninýjungar hafa haft í för með sér spádóma um að eldri miðlar væru þar með í dauðateigjunum. Þannig var því spáð að menn hættu að lesa bækur þegar þeir fóru að geta horft á kvikmyndir svo dæmi sé nefnt en bækur hafa svo sannarlega haldið velli. Það er auðvitað alltaf innihaldið sem skiptir meginmáli og sérstaða bókar eða í þessu tilfelli tímarits. Sérstaða Tímarits hjúkrunarfræðinga á að mínu viti að felast í kjarna starfsins, miðla þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga. Kjarni hjúkrunar er að mati Florence Nightingale „nærvera sem er á æðra stigi en venjuleg mannleg nærvera, hún felur í sér heilaga vitneskju um það sem skapar, viðheldur og skipuleggur alheiminn og meðvitund þeirra sem hjúkra um innra samspil þeirra við þennan æðri mátt.“ Nightingale leit á andlegt atgervi sem hluta af mannlegu eðli og dýpsta og máttugasta úrræði til lækninga. Hún taldi hjúkrunarmeðferð byggjast á þeirri list að aðstoða sjúklingana til að þroskast andlega. RITSTJÓRASPJALL Valgeröur Katrín Jónsdóttir Nightingale benti enn fremur á að umhyggja fyrir sálinni getur aldrei verið aðgreind frá líkamanum. Hjúkrun í sinni bestu mynd byggist því á innri hvöt þeirra sem hjúkra, andlegri ástundun og þjónustu við mannkynið. Ef tímarit hjúkrunarfræðinga byggir á þroska sem þessum á það að mínu viti líf fyrir höndum og getur „hjúkrað" samfélaginu, bent á mikilvæg gildi, heildræna nálgun hvort sem er innan heilbrigðiskerfisins eða á víðari grundvelli. Þannig getur það verið í fararbroddi í tæknivæddri veröld og bent á önnur gildi en þau sem aðrir miðlar eru uppteknir af. Til að unnt sé að skapa slíkt tímarit þurfa allir að vinna saman að sameiginlegri sýn og sama marki. Valgeröur Katrín Jónsdóttir Gleðileg jól! BEDCO & M4THIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður Sími 565 1000 - bedco@bedco.is Timarit hjukrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.