Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 10
tíðastopp af völdum læknisfræðilegra aðgerða eða þyngdartaps (Brett og Cooper, 2003; Avis og McKinlay, 2001). Enn fremur er mismunandi eftir samfélögum hvenær tíðahvörf verða og eru ýmsir þættir taldir hafa áhrif á það en algengast er að þau verði um fimmtugt (Ozdemir og Col, 2004; Ku o.fl., 2004; Adamopoulos, o.fl., 2002). Gagnavaraflaðmeðspurningalistasem varsendurþátttakendum í apríl 2004. I maí var sent út bréf til að minna á rannsóknina og spurningalistinn sendur aftur þeim sem ekki höfðu svarað í júní. Svörun var 56% (n=561) og endurspeglaði aidursdreifing þátttakenda aldursdreifingu úrtaksins vel (sjá mynd 1). Mynd 1 180 1 2 3 4 5 6 7 Fæðingarár (sjá skýr. í texta) ■ Úrtak □ Þátttakendur Mælitæki Mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti sem var að mestu saminn af höfundi með aðstoð hjúkrunarfræðinga sem unnu lokaverkefni sitt til BS-prófs út frá hluta gagna þessarar rannsóknar (Eva Sædís Sigurðardóttir, Guðrún Elva Guðmundsdóttir og Heiðbjört Sif Arnardóttir, 2004). Listinn byggist á tvíkosta spurningum, einföldum fjölvalsspurningum og viðhorfaspurningum. Bakgrunnsspurningar lutu að menntun, starfi, hjúskaparstöðu, fjölda barna og aldri. Spurt var um fæðingarár og við kóðun var 1951 = 1, 1952=2.... 1 956=6, 1957=7 þannig að við úrvinnslu bendir lægra meðaltal til hærri aldurs. Við ákvörðun um hvort þátttakandi væri lcominn á tíðahvörf var byggt á sjálfsmati konunnar en spurt var: „Ert þú komin á tíðahvörf?" (já/nei/veit ekki). Enn fremur var spurt hvort leg eða eggjastokkar hefðu verið fjarlægð. Fræðsla um tíðahvörf var metin með tveim spurningum: „Hefur þú fengið næga fræðslu um 4 tíðahvörf/breytingaskeiðkvenna?“(já/nei)og„Telur þú að fræðsla um tíðahvörf/breytingaskeið kvenna ætti að vera meiri á vegum heilbrigðisyfirvalda?" (já/nei). Upplýsinga um tíðahvörf/breytingaskeið var aflað með eftirfarandi spurningu: „Hvar hefur þú fengið fræðslu um tíðahvörf/breytingaskeið kvenna?“ Svarmöguleikar voru 10 og koma þeir fram í töflu 6. Notkun hormóna og vilji til þess að nota eða hætta að nota hormón var metinn með eftirtöldum spurningum: „Hefur þú einhvern tíma notað tíðahvarfahormón?“; „Notar þú tíðahvarfahormón núna?“; „Hefur þú hugleitt að hætta notkun tíðahvarfahormóna" og „Hefur þú hugleitt að hefja notkun tíðahvarfahormóna?“ Sv'armöguleikar við þessum spurningum voru já eða nei. Þátttakendur, sem höfðu hugleitt að hætta notkun tíðahvarfahormóna og þeir sem voru hættir notkun, voru spurðir um ástæður þess og eru svarmöguleikarnirítöflu 7. Þátttakendur, sem höfðu hugleitt að hefja notkun tíðahvarfahormóna, voru jafnframt spurðir um ástæðu þess. Svarmöguleikar voru 9 og lutu 7 þeirra að einkennum, 2 að fyrirbyggingu (beinþynning og hjartasjúkdómar) og 1 var um brottnám eggjastokka. Þátttakendur voru inntir eftir hvort þeir fyndu fyrir (já/nei) einhverjum 18 einkenna sem tengd hafa verið tíðahvörfum, m.a. hita- og svitakófi, svefntruflunum, skapsveiflum og minni kynhvöt. Nokkrar spurningar lutu að WHl-rannsókninni. Áður en þær spurningar voru lagðar fyrir var rannsóknin kynnt með eftirfarandi texta: Sumarið 2002 voru birtar fyrstu niðurstöður bandarískrar rannsóknar á notkun tíðahvarfahormóna og hafa þær niðurstöður valdið talsverðri umræðu hér heima og erlendis. Því næst var spurt: „Hefur þú heyrt af rannsókninni sem getið er um hér að ofan?“ (já/nei). Ef já, þá var spurt: „Hvar heyrðir þú af rannsókninni?“ Svarmöguleikar voru 10 t og koma þeir fram í töflu 6. Þátttakendur, sem notuðu hormón en höfðu hugleitt að hætta, voru spurðir: „Leiddu niðurstöður bandarfsku rannsóknarinnar til þess að þér finnst erfiðara að ákveða hvort þú ættir að halda áfram að nota hormón?“ (já/nei). Þátttakendur, sem höfðu 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.