Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 17
RITRÝND GREIN Tekist á viö tíðahvörf tíðahvarfa (Gannon og Stevens, 1998; Lyons og Griffin, 2003). Vissulega koma fram önnur sjónarmið sem byggjast á heildrænni nálgun og samþættingu félagslegra, menningarlegra, sálrænna og lífrænna þátta en þau eru víkjandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að konur um tíðahvörf vilja hafa aðgang að upplýsingum um tíðahvörf frá aðilum sem þær treysta, eins og heilbrigðisyfirvöldum. Hvað varðar uppsprettu fræðslu þá er athyglisvert að einungis 13% kvenna hefur fengið fræðslu hjá móður um tíðahvörfin. Þetta bendir til þess að reynsluþekking á þessu málefni færist ekki á milii kynslóða og vekur jafnframt upp spurningar um hvað það er sem konur vilja fræðast um. Aður hefur verið vakin athygli á gagnrýni bandarískra kvennahreyfinga á 7. ára- tug síðustu aldar á því að reynslu kvenna af tíðahvörfum væri hafnað og læknar jafnvel varað konur við að hlusta á reynslusögur eldri ættingja því það kæmi ranghugmyndum að í huga kvenna (Herdís Sveinsdóttir, 1998). Þessi rannsókn staðfestir að almennt virðast dætur ekki ræða hvernig móðurinni farnaðist á tíðahvörfum. Tilvist sérfræðingasamfélagsins virðist því hafa fært með sér rof í færslu reynsluþekkingar á milli kynslóða. Það er einnig athyglisvert í Ijósi þess að aldursbil þátttakenda í þessari rannsókn er einungis 7 ár, að fram skuli hafa komið að yngri konur leiti frekar upplýsinga á veraldarvefnum heldur en þær eldri. Viðhorf kvenna til tíðahvarfa og hormónameð- ferðar hefur verið talsvert rannsakað í ljósi þess að viðhorf eru almennt talin hafa áhrif á hegðun. Hegðan kvenna í þessari rannsókn hefur greinilega breyst hvað varðar notkun hormóna því 45% kvennanna hafði einhvern tíma notað hormón en einungis 24% notuðu hormón þegar rannsóknin var gerð. Það er því athyglisvert að viðhorf til notkunar tíðahvarfahormóna almennt er nokkuð jákvætt. Notendur hormóna höfðu þó jákvæðara viðhorf til tíðahvarfahormóna en hinar konurnar og er það í samræmi við fjölda erlendra rannsókna (Ekström, Esseveld og Hovelius, 2003). Einkenni og áhrif hormónameðferðar á einkenni eru talin hafa áhrif á viðhorf til hormónameðferðar (Papini, Intrieri og Goodwin, 2002) og er það í samræmi við niðurstöður þessarar rannsóknar, en hlutfallslega fleiri notendur hormóna, miðað við þær sem aldrei hafa notað þau, greindu frá að þær hafi fundið fyrir einkennum og meginástæða notkunar hormóna var einkennameðferð. Sú niðurstaða, að konur, sem hafa aldrei notað hormón, hafi jákvæðara viðhorf til tíðahvarfa en þær sem hafa notað hormón, skýrist trúlega líka út frá reynslu af einkennum. Almennt eru niðurstöður rannsókna þær að konur, sem finna til margra einkenna, hafa neikvæðara viðhorf til tíðahvarfa heldur en konur sem finna fyrir fáum einkennum (Hvas, Thorsen og Söndergaard, 2003). Gannoní og Stevens (1998) komust enn fremur að þeirri niðurstöðu, f kjölfar úttektar sinnar á því hvaða mynd væri dregin upp af tíðahvörfum í fjölmiðlum, að sú neikvæða umfjöllun, sem þar færi fram, hefði leitt til neikvæðari viðhorfa til tíðahvarfa án tillits til reynslu af tíðahvörfum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að hjá konum á aldrinum 47 til 53 ára skiptir hærri aldur og það að vera komin á tíðahvörf máli varðandi notkun tíðahvarfahormóna. iMeirihluti þátttakenda, sem komnir voru á tíðahvörf, hefur; notað tíðahvarfahormón einhvern tíma og 50-70% þátttakenda 51 til 53 ára. Það er í samræmi við gögn Heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands, en þar kemur fram að á árunum 1996 til 2001 var hormónanotkun við komu í Leitarstöð algengust á aldrinum 52 til 53 ára eða 57% (Brynja Ármannsdóttir o.fh, 2004). I þeirri úttekt kemur þó fram að notkun hormóna hefur stöðugt verið að aukast en íi þessari rannsókn hefur hlutfall kvenna, sem notar hormón,j heldur lækkað. Athyglisvert verður að sjá úttekt á gögnum! Leitarstöðvar fyrir árin 2002 til 2004. Ástæðurnar, sem flestar konurnar (40% til 51%) nefna fyrir því að þær noti eða hafi notað hormón, eru hitakóf, svitakóf og svefntruflanir. Þessi einkenni og áhrif þeirra á líðan eru meginábending um hormónameðferð (Landlæknisembættið, 2002b) og almennt sýna rannsóknir að einkenni eru algengastaj ástæða hormónanotkunar. Onnur einkenni, nema frá þvag- og kynfærum, eru ekki ábending um hormónameðferð. Ekki kemur á óvart að einungis 10% þátttakenda töldu einkenni frá þvag- og kynfærum ástæðu fyrir notkun hormóna. Slík einkenni ágerast með aldrinum og má ætla að konur í þeim aldurshópi, sem er til skoðunar hér, séu ekki farnar að líða mjög vegna áhrifa þverrandi framleiðslu kvenhormóna á þvag- og kynfæri. Það ætti heldur ekki að koma á óvart í ljósi umræðu um notkun hormóna í forvarnaskyni að þriðjungur sagðist nota hormónin til að fyrirbyggja beinþynningu. Núna er vinnureglan sú að ekki skuli íhuga hormónagjöf til að fyrirbyggja beinþynningu nema hjá konum sem hafa beinþynningu eða er verulega hætt við henni og þegar þær þola ekki aðra meðferð og þá að undangengnu áhættumati (Landlæknisembættið, 2002b). Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.