Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 31
Fréttamolar... metnaður varðandi menntun, og á starfsvettvangi var unnið að ýmsum breytingum sem vonir stóðu til að gætu tryggt gæði hjúkrunar. Islenskir hjúkrunarfræðingar hafa alltaf verið mjög áhugasamir um að bæta við þekkingu sína. I þessu Ijósi hefði mátt ætla að auðvelt hefði verið að fá hjúkrunarfræðinga til að skrifa í blaðið sitt en sú var ekki alltaf raunin. Má þar ef til vill kenna um miklu vinnuálagi en margir létu það ekki aftra sér frá greinaskrifum og faglegum vangaveltum. Okkur bárust oft athyglisverð greinaskrif og fræðigreinar sem glöddu okkur ekki síður en lesendur. Við höfðum það að leiðarljósi að beina sjónum okkar að hjúkrun og að hjúkrunarfræðingar skrifuðu sjálfir um fagið sitt. Það reyndist oft erfitt að taka fyrir ákveðið efni eða þema í tilteknum tölublöðum þar sem það gat verið snúið að fá hjúkrunarfræðinga til að skrifa eins og áður segir. Efnisval blaðanna bar því oft keim af því hvað rak á fjörur okkar eða hvað hægt var að fá hjúkrunarfræðinga til að skrifa um hverju sinni. Okkar draumur var að tímaritið gæti þjónað félagsmönnum á þann veg að það væri lifandi blað með fréttum og frásögnum af því sem efst væri á baugi á starfsvettvangi víðs vegar um landið. Einnig að það kæmi til móts við faglegar þarfir fyrir viðbótarþekkingu og nýjungar um viðfangsefni hjúkrunarfræðinga sem eru maðurinn, heilbrigði, umhverfi og tengslin þar á milli auk þess sem vægi siðferðilegra spurninga hafði aukist jafnt og þétt. Við töldum að tímaritið ætti að vera góður vettvangur fyrir forystu félagsins til lifandi samskipta við félagsmenn um kjara- og réttindamál þeirra. Þegar við nú lítum til baka teljum við að sú hafi verið raunin. Tímaritið á að vera sameiningartákn okkar hjúkrunarfræðinga og endurspegla okkar faglegu ímynd. Það er við okkur sjálf að sakast ef okkur finnst eitthvað vanta í tímaritið eða ef einhverjum þáttum eru ekki gerð nógu góð skil. Við tökum undir með hjúkrunarkonum sem sáu um útgáfu tímaritsins á fyrstu áratugum þess og segjum: „Okkur á að þykja vænt um tímaritið okkar og eigum að skrifa það ölj.“ Lilja Óska'rsdóttir og Stefanía V. Sigurjónsdóttir. missir.is - gagnasafn um sorgarferli, dauöa og erfiöa lífsreynslu ætlað almenningi og fagfólki Fram undan er tími sem reynist þeim hvaö erfiöastur sem hafa misst nákominn ástvin eöa lent í erfiðri lífsreynslu. Þeir sem eru í þannig stöðu eru oft einmana og finnst lífiö erfitt. Öll getum við átt von á því aö veröa fyrir áföllum um ævina. Þó hver og ein lífsreynsla sé einstök og viöbrögö persónubundin eiga þó þeir sem þurfa aö vinna úr missi eða áföllum margt sameiginlegt. Það getur því aukið skilning á eigin líöan aö kynnast viöhorfum annarra sem hafa glímt viö svipaöan vanda. Hjálpin getur m.a. falist í aö lesa frásögn annars einstaklings af missi og hvernig hann tekst á viö þá lífsreynslu. missir.is er rafræn skrá yfir íslenskar og þýddar bækur, bókakafla og sérvalið efni úr tímaritum. I skránni má finna tilvísun í sannar frásagnir einstaklinga, einnig skáldrit og greinar sérfræöinga, allt tengt sorgarúrvinnslu og viðbrögðum viö lífsreynslu er breytti lífi fólks. Má þar nefna áfallið sem fylgir greiningu alvarlegra sjúkdóma, bæöi líkamlegra og andlegra, brottnám líffæra og lima, sorg samfara ástvinamissi og lífshættulegar aöstæður, t.d. þaö aö veröa fyrir slysi eöa lenda í náttúruhamförum. Efniö er valiö með þaö fyrir augum aö þaö henti einstaklingum og aöstandendum sem vilja leita sér fræöslu og styrks á erfiðum stundum. Skráin á einnig aö styöja fagfólk á ýmsum sviöum, s.s. starfsmenn sjúkrahúsa og félagsþjónustu. Á vefnum er einnig hægt aö leita eftir nöfnum félaga og félagasamtaka og finna upplýsingar um ýmsa aðila sem vinna aö heill sjúkra og syrgjenda. Enn fremur er þar skrá yfir íslensk bókasöfn. Grunnurinn aö missir.is var B.A. verkefni Sigurbjargar Björnsdóttur, bókasafnsfræðings: Ástvinamissir: heimildaskrá um tilfinningar sorgarinnar, dauöa og erfiða lífsreynslu. Aö auki standa eftirtaldir aöilar aö verkefninu: bókasafnsfræöingarnir Jón Sævar Baldvinsson, Kristín H. Pétursdóttir, Ragnhildur Bragadóttir, Stefanía Júlíusdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, læknir, og sjúkrahúsprestarnir sr. Bragi Skúlason og sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Vefurinn er uppfæröur reglulega. Fylgst er meö útgáfu nýrra rit og þau valin til skráningar sem uppfylla markmið verkefnisins. Áætlanir eru um að vísa einnig í Ijóö og sálma. Tímarit hjúkrunarfræOinga 4. tbi. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.