Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 20
„Mikið gæfuspor í mínu lífi að velja hjúkrun" - segir Pálína Sigurjónsdóttir, heiðursfélagi F.í.h. Mikil veisla var haldin þegar húsnæöiö að Suðurlandsbraut var tekið í notkun. Frá vinstri: María Pétursdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Pálina Sigurjónsdóttir, fru Vigdís Finnbogadóttir, Sigþruður Ingimundardóttir, Ólafur Ólafsson og kona hans, Inga Ólafsson. saumakona, „mikil listasaumakona, lærði að sauma í Kaupmannahöfn, hún var með verkstæði, kenndi að sauma og tók að sér að sauma fyrir fólk. Stundum var hún beðin um að koma í hús og ég man eftir að hafa farið með henni,“ segir Pálína. Pálínu hefur ekki dottið í hug að feta í fótspor móður sinnar? „Nei,“ er svarið en hún segist þó hafa saumað töluvert, einkum meðan börnin voru lítil og til að læra að sauma sótti hún námskeið hjá móður sinni. „Eg var stundum að biðja hana um að hjálpa mér, henni fannst greinilega minni tími fara í að gera það sjálf svo ég lærði ekkert. Það fór því svo að til að læra að sauma sótti ég námskeið hjá henni." Hún segir foreldra sína hafa verið virka þátttakendur í þeim verkalýðsfélögum sem þau tilheyrðu og á heimilinu voru miklar umræður um þjóðmál og fleira. „Þau voru kommúnistar ’og pabbi tók virkan þátt í því að berjast fyrir lcjörum sjómanna og því óréttlæti sem þeir bjuggu við, ég man t.d. eftir Gúttóslagnum.*' Á síöasta fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga, sem haldiö var á Grand hóteli 9. og 10. maí sl., var samþykkt aö heiöra þrjá félagsmenn fyrir margra ára óeigingjarna vinnu aö félagsstörfum. Þaö voru þær Pálína Sigurjónsdóttir, Bergljót Líndal og Sigþrúður Ingimundardóttir. Tímarit hjúkrunarfræöinga mun kynna þær lesendum í þessu tölu- blaöi og tveimur næstu. Pálína er fædd 17. júní 1931 og aðspurð segir hún að afmælið hafi oft drukknað í þjóðhátíðinni eins og algengt er hjá þeim sem fæddir eru á slíkum merkisdögum. „Ég er fædd í Reykjavík, á Laugavegi 134, næstyngst sex systkina. Eitt systkini mitt dó á unga aldri og hin voru svo mikið eldri að við tvær yngstu systurnar ólumst mest upp saman," segir Pálína og bætir við að systkini hennar séu nú öll látin, „þó það sé nú önnur saga.“ Faðir hennar hét Sigurjón Pálsson, sjómaður og vélgæslumaður í Vestmannaeyjum og síðar í Keflavík og síðast starfsmaður Reykjavíkurborgar. Móðir hennar var Helga Finnsdóttir frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, húsmóðir og Ekki er að efa að frækorni fyrir þátttöku í félagsstörfum var sáð í bernsku Pálínu en hvers vegna valdi hún að gera hjúkrun að sínu ævistarfi? Spurningin kemur henni ekki á óvart og greinilegt er að hún hefur oft velt henni fyrir sér. „Á þeim tíma, sem ég valdi hjúkrunina, átti ég erfitt með að svara þessari spurningu, við vorum m.a. spurðar að þessu þegar við sóttum um skólann. Ég hef átt auðveldara með að svara spurningunni eftir því sem árin líða því þetta var mikið gæfuspor í mínu lífi.“ Áður en leiðin lá í hjúkrun hafði Pálína lokið gagnfræðaprófi og vann að því loknu við afgreiðslustörf í eitt ár. „Ég fór svo að velta fyrir mér hvað mig langaði að gera í framtíðinni, sá mig ekki í afgreiðslustörfum, fannst það ekki skemmtilegt og sótti um nám í Hjúkrunarskóla íslands. Ég veit ekki hvað varð til þess því engin af mínum vinkonum fór þessa leið og ég fékk Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.