Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 15
RITRÝND GREIN Tekist á viö tíðahvörf Tafla 7 sýnir jafnframt ástæður sem konur, sem hættar voru notkun hormóna á þeim tíma sem rannsóknin var gerð, gáfu fyrir þvf að þær hættu notkuninni. Spurningunni um áhrif niðurstaðna WHI-rannsóknarinnar á ákvörðun þeirra um að hætta notkun hormóna svöruðu 42% þannig að niðurstöðurnar hefðu auðveldað ákvörðun þeirra, 21% að þær hefðu ekki skipt máli því ákvörðunin hefði þegar verið tekin og 16% að niðurstöðurnar hefðu engu máli skipt. 74 konur höfðu hætt notkun hormóna eftir að niðurstöður WHI-rannsóknarinnar lágu fyrir og sögðu 60% þeirra að þær hefðu hætt vegna niðurstaðnanna. 60 konur höfðu hugleitt að hefja notkun hormóna, rúmur helmingur vegna svefntruflana, um þriðjungur vegna hita- eða svitakófa, tæpur fjórðungur vegna þunglyndis eða skapsveiflna. Þriðjungur kvennanna sagði að niðurstöður WHI-rannsóknarinnar gerði ákvörðun um að hefja notkun hormóna erfiðari, 18% sagði að niðurstöðurnar hefðu engin áhrif og fimmtungur gerði sér ekki grein fyrir hvort rannsóknin hefði áhrif á ákvörðun þeirra um að hefja notkun tíðahvarfahormóna. Þær konur, sem höfðu hætt notkun tíðahvarfa- hormóna, hugleitt að hætta notkun eða hefja notkun hormóna, voru spurðar að því við hverja þær hafi rætt ákvörðun sína um að hætta eða hugleiðingar sínar. Eins og sést í töflu 8 var langalgengast að konur ráðfærðu sig við lækni. Konur, sem hugleiddu að hætta notkun hormóna, ráðfærðu sig jafnframt margar við maka sinn. Enn fremur kemur fram að konur ræddu þessar hugleiðingar lítið sem ekkert við mæður sínar. Notkun annarrar meðferöar en hormónameðferöar vegna einkenna sem tengjast tíðahvörfum Algengast var að þátttakendur notuðu vítamín eða steinefni vegna einkenna sem tengjast hormónum eins og sjá má í töflu 9. Innan við 16% kvenna beittu einhverri annarri meðferð sem gefinn var kostur á að merkja við. Tafla 8. Aðilar sem þátttakendur ræöa við um hugleiðingar sínar og ákvörðun um að hætta eöa hefja notkun tíðahvarfahormóna Aðilar sem rætt var viö Hlutfall kvenna sem hafa hugleitt aö hætta notkun hormóna (n=72) Hlutfall kvenna sem eru hættar notkun hormóna (n=119) Hlutfall kvenna sem hugleiða aö hefja notkun hormóna (n=60) Læknir 64 48 43 Maki 44 22 13 Vinkona(ur) 42 13 33 Enginn 14 40 37 Vinnufélagi 8 1 10 Börn 4 3 - Móöir 4 3 2 Hjúkrunarfræðingur 4 3 3 Aörir 4 1 - Aörir vinir 1 3 2 JÖnnur meðferð en tíðahvarfahormón vegna einkenna sem tengjast tíðahvörfum Meöferö Hlutfall kvenna sem haföi beitt meðferö (N=561) Ekkert af því sem talið er 42 Vitamín / steinefni 36 Slökun 16 Náttúruleg hormón 14 Jurtate 11 Náttúrulyf 11 Hugleiðsla 5 Smáskammtalækningar 2 Nálastungur 2 Hnykkingar 1 12,1; p<0,05). Sama átti við um hugleiðslu (76% á móti 14%[ á móti 10%; (2 (2)= 7,1; p<0,03). Marktækt færri konur, sem voru ekki komnar á tíðahvörf (32%) eða vissu ekki hvort svo var (32%), höfðu beitt einhverri þeirri meðferð sem nefnd var heldur en hinar konurnar sem voru komnar á tíðahvörf (45%) (X2 (2)= 10,783; p=0,005). Jafnframt höfðu hlutfallslega fleiri konur, sem notuðu eða voru hættar notkun hormóna, notað náttúruleg hormón heldur en konur sem aldrei höfðu notað hormón (X2 (2)= 17,5; p<0,001). Hlutfallslega fleiri konur komnar á tfðahvörf (21%) notuðu náttúruleg hormón heldur en þær sem voru ekki komnar á tíðahvörf (11%) eða þær sem vissu ekki hvort svo væri (9%) (X2 (2)= Heilsa og lífsstíll Allur þorri þátttakenda (80% ) sagði almenna heilsu sína vera góða eða mjög góða. Aðeins minna hlutfall sagði líkamlega (75%) og andlega líðan (78%) góða eða mjög góða en 89% Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.