Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 22
Frá vinstri: Björney Björnsdóttir, Jensína Hutton og Pálína Sigmundsdóttir.
í Danmörku og útskrifaðist með þeim. Hún var gift en þurfti
engu að síður að flytja á heimavistina. „Við gerðum ýmis
prakkarastrik á vistinni og eftir á var þetta ómetanlegur tími.
Skólasystur mínar eru nú farnar að týna töiunni og margar
orðnar heilsulausar."
Jafnast á við að fá sæti á frumsýningu
Pálína útskrifaðist 1953, vann í tæpt ár á Kleppsspítalanum
en giftist svo eiginmanni sínum, Sigmundi Ragnari Helgasyni
skrifstofumanni. Næstu árin var hún heimavinnandi, eignaðist
tvær dætur 1955 og 1956. I þá daga var ekki algengt að konur
ynnu úti en hún segist hafa beðið óþreyjufuil eftir að byrja aftur
að vinna og komst í afleysingastörf á Heilsuverndarstöðinni
1961-1962. „Eg byrjaði fljótlega í ungbarnaeftirliti og eftir
að hafa unnið þar í 6-7 ár sótti ég um skólavist í Arósum í
Danmörku. Þangað höfðu nokkrar konur farið á undan mér, svo
sem þær Ingibjörg R. Magnúsdóttir og Sigurlín Gunnarsdóttir
sem sóttu nám í stjórnun. Þær hjúkrunarkonur, sem sóttu um
starf í heilsugæslunni, áttu að hafa próf í heilsugæsluhjúkrun
og flestar fóru til náms til Norðurlandanna.
„Heilsugæsluhjúkrun var þá mest kennd á Norðurlöndunum.
Við tókum okkur því öll upp fjölskyldan, með stelpurnar tvær
og ársgamlan son og maðurinn minn fékk ágæta vinnu. Við
bjuggum í litlum bæ rétt utan við Árósa, þetta var mikið ævintýri
og mér fannst það jafnast á við að fá sæti á frumsýningu. Ég
kunni svo vel að meta allt og var með dýrmæta reynslu úr
starfi við heilsugæsluna. Þetta var líka erfitt, það var verið að
breyta náminu, ég hélt ég væri góð í dönskunni en hún var
erfiðari en ég hélt. Danir voru framarlega í kennsluaðferðum,
námið byggðist á sjálfstæðum vinnubrögðum, fyrirlestrum
og umræðum og við þurftum að lesa hinar og
þessar heimildir á ensku sem einnig reyndist
mér erfitt.“
Hún bætir við að eftir á hafi henni fundist það
hálfgert kraftaverk að hún komst í gegnum þetta.
Dönsku skólasysturnar, sem voru með eldra próf
eða frá því fyrir '65, fóru fyrst á þriggja mánaða
upprifjunarnámskeið áður en námið hófst. „María
Pétursdóttir sendi fyrir mig undanþágubeiðni til
að ég þyrfti ekki að taka það svo ég var bara með
mitt gamla hjúkrunarpróf og því illa sett. Ég tók
því upp á því að lesa nýjustu nemabækurnar á
dönsku nótt sem dag, maðurinn minn hafði verið
í læknisfræði í nokkur ár og hjálpaði mér talsvert.
Þær gerðu grín að mér dönsku skólasysturnar og
sögðu eitt sinn er ég var farin að tala dönsku:
„Pálína er bara farin að tala dönsku! Hun bander
hele tiden.“ Það var þegar ég sagði sko en það er
blótsyrði á dönsku. Ég róaðist þó nokkuð þegar
málið var komið og lengra leið á námið og ég
sá líka að námið reyndist dönsku skólasystrum
mínum erfitt. En eins og sagt hefur verið þá
kennir neyðin naktri konu að spinna. Manni er
gefið ýmislegt sem maður heldur að maður hafi
ekki. Ég sagði við sjálfa mig: „Þú getur kannski
ekki allt en þú getur eitthvað.“ Það er einhver
sjálfsbjargarviðleitni í manni og tilhneiging til að
lifa af.“ Og svo fór að Pálína lauk náminu með
viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Sigmurdur, Ingibjörg, Helga, Helgi og Pálína. Myndin ertekin um 1970.
- Var hún ekkert á þessum tíma að velta því fyrir
sér um að vera áfram í Danmörku? „Nei, ég fann
að ég er svo mikill Islendingur í mér að ég gat ekki
20
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005