Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 57
ÞANKASTRIK ÞANKASTRIK Sjaldan launar kálfurinn ofeldið Þaö styttist í dimmasta dag ársins. Á þessum árstíma veit ég fátt betra en aö setjast niöur meö góöa bók. Eg hef sérstaklega gaman af sögulegum skáldsögum og ævisögum, sögum sem segja frá gömlum tíma og örlögum fólks. Mér finnst alveg ótrúlegt hversu sterkt fólk getur veriö og duglegt aö lifa af í höröum upjmj Lilja Björk Kristinsdóttir Stundum, þegar ég vorkenni sjálfri mér voðalega að þurfa að setja í þvottavélina, verður mér hugsað til þess hvernig það hafi verið að ganga með þvottinn alla leið í Laugardalinn, þvo allan daginn og rogast svo með blautan þvottinn á bakinu heim. Og ég skammast mín fyrir að finnast það mikið mál að setja í þvottavélina. Við sem lifum í velmegun getum varla sett okkur í spor þess fólks sem stritaði fyrir hverjum brauðmola. Forverar okkar eiga stóran þátt í því hversu gott við höfum það í dag. Það er því alveg merkilegt að þeir sem hafa það einna verst í þjóðfélaginu eru aldraðir. Margir hafa einungis ellistyrkinn sinn til að lifa af og hann er ekki hár. Samt heyrist sjaldan kvartað, þessi kynslóð kann að nýta og vill ekki Iáta hafa of mikið fyrir sér. Eg hef unnið í tíu ár við hjúkrun og komið víða við. Ég hef meðal annars unnið á almennri lyfjadeild á spítala, á sérhæfðri deild fyrir aldraða og við heimahjúkrun. Þrátt fyrir að á öllum þessum stöðum hafi ég unnið með góðum hópi metnaðarfullra hjúkrunarfræðinga þá finnst mér eins og aldraðir séu annars flokks þegnar þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Það sem mér finnst aðallega vanta upp á er að flæðið innan þjónustunnar sé eðlilegt. Tregðan í kerfinu er slík að hún brýtur niður og eyðileggur oft það góða starf sem verið er að vinna. Á almennu lyfjadeildinni, sem ég vann á, var mikið af mjög alvarlega veiku fólki. Þegar aldraður einstaklingur kom inn alvarlega veikur var honum vel sinnt og hjúkrað til heilsu af fagmennsku og alúð. Oft tóku veikindin þó sinn toll og hinn aldraði var ekki í stakk búinn til að fara heim eftir að þeim lauk. Stundum var þörf á endurhæfingu á öldrunardeild fyrir heimferð eða nauðsynlegt að hinn aldraði kæmist að á hjúkrunarheimili. En það gerðist ekki. Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð lá hinn aldraði í sjúkrarúminu því engin önnur pláss voru til staðar. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar voru á þönum að hugsa um hið bráðveika fólk og enginn tími til að sinna öðrum verkefnum. Og hinum aldraða hrakaði, bæði líkamlega og andlega. Að mínu mati er þetta ekki boðlegt, að vera kyrrsettur á spítala mánuðum saman af því að önnur úrræði eru ekki í boði. Það vantar einnig upp á að öll hjúkrunarheimili bjóði heimilismönnum sínum mannsæmandi aðstöðu. Getið þið sett ykkur í þau spor að flytja á morgun frá heimili ykkar og jafnvel maka til að búa í herbergi með ókunnugum? Hafa aldrei næði og engan stað til að hafa sína persónulegu muni? Þrátt fyrir að starfsfólk hjúkrunarheimila hugsi vel um heimiiismenn hljóta allir að sjá að svona staður er ekki heimili. Það er því sorglegt að margir þurfi að eyða síðustu ævidögum sínum á þennan hátt. Þrátt fyrir fögur orð á hátíðastundum vantar talsvert upp á að aðstoð við aldraða í heimahúsum sé nægileg til þess að þeir geti verið á eigin heimili sem lengst. Það vantar meiri samvinnu milli heilbrigðis- og félagsþjónustu til að samfella verði í umönnun aldraðra. Það vantar einnig fleira starfsfólk. Það er kominn tími til að umönnunarstörf verði metin til jafns við önnur, mannslíf eru mikils virði. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að beina sjónum almennings og ráðamanna að því sem mætti betur fara í málefnum aldraðra. Við þekkjum vel alla fleti þessa málaflokks og eigum að láta í okkur heyra. Ég skora á Stefaníu Arnardóttur að skrifa næsta þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.